Kópavogur

Fréttamynd

Lög­reglan leitar að Toyotu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87.

Innlent
Fréttamynd

Mala kaffi í Kópa­vogi og senda um allt land

Þau sitja ekki auðum höndum starfsmennirnir á Hæfingarstöðinni við Dalveg í Kópavogi því þau eru að pakka inn tækifæriskortum, smíða á smíðaverkstæðinu, mála á boli og mala kaffi fyrir kaffiklúbba víðs vegar um landið svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogsbær ætlar ekki að standa við skuld­bindingar sínar í hús­næðis­málum

Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykktu í gær að úthluta lóðum undir 184 íbúðir í Vatnsendahvarfi, allar lóðirnar verða boðnar út og afhentar hæstbjóðanda. Þetta er fyrsta stóra lóðaúthlutunin í Kópavogi síðan árið 2015. Engar lóðir eru skilyrtar fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði þrátt fyrir skuldbindingar bæjarins þess efnis.

Skoðun
Fréttamynd

Yngstu börnin inn­rituð í Garða­bæ og Mos­fells­bæ

Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 

Innlent
Fréttamynd

Hvað á ég að gera?

Það er ósköp venjulegur miðvikudags eftirmiðdagur. Ég fer í síðdegisgöngutúrinn með níu mánaða gömlum syni mínum eins og við gerum á hverjum degi. Ég er í fæðingarorlofi. Sex mánuði fæ ég sem ég hef teygt í tíu, með sex vikum sem ég stal frá eiginmanni mínum.

Skoðun
Fréttamynd

Gæsa­húð merki um gott vín

Eitt glæsilegasta vínsafn landsins leynist í sérútbúnum vínkjallara í Kópavogi. Yfir þúsund flöskur eru í kjallaranum í dag en hafa oft verið fleiri, enda ekki keyptar til að vera til sýnis heldur til að njóta.

Lífið
Fréttamynd

Stærðarinnar vín­kjallari undir enn stærra húsi

Á fasteignavefjum landsins kennir ýmissa grasa og oft má rekast á áhugaverðar eignir þar. Eina slíka er að finna í Kópavogi. Um er að ræða einbýlishús með 65 fermetra vínkjallara. Eignin hefur verið seld með fyrirvara. 

Lífið
Fréttamynd

Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliða­ár í Víðidal

Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal.

Innlent
Fréttamynd

35 fer­metrar á 220 þúsund krónur

Dæmi eru um það að leiguverð á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sé komið yfir sex þúsund krónur á fermetrann. Leiguverðið er langt yfir meðalfermetraverði á höfuðborgarsvæðinu. 

Neytendur
Fréttamynd

Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliða­ár

Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast.

Innlent
Fréttamynd

Upp­bygging á Gunnars­hólma og hlut­verk bæjar­full­trúa

Undanfarið hafa birst líflegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um viljayfirlýsingu bæjarstjóra Kópavogs og Aflvaka þróunarfélags um samstarf vegna uppbyggingar á Gunnarshólma á allt að 5.000 íbúðum fyrir 60 ára og eldri, öldrunarþjónustu og allt að 1.200 hjúkrunarrýmum.

Skoðun
Fréttamynd

Færri gæðastundir, fleiri vinnu­stundir

Við gerð spurningakannana er mikilvægt að spurningar séu ekki leiðandi, það er að segja orðaðar þannig að aðeins sé hægt að túlka niðurstöðurnar á einn veg. Það er alveg sama hvort sá sem er spurður að því hvort hann sé hættur að berja konuna sína svari játandi eða neitandi - í báðum tilfellum felur svarið í sér að hann hann hafi einhvern tímann gert það. Nýleg könnun sem foreldrar leikskólabarna í Kópavogi fengu senda var gott dæmi um leiðandi spurningakönnun. Allar spurningarnar voru jákvæðar staðhæfingar sem foreldrar áttu svo að svara hversu sammála eða ósammála þeir væru.

Skoðun
Fréttamynd

Reyndi að bíta fólk og flýja undan lög­reglu

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Höfð voru afskipti af fjölda ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna og á fimmta tímanum í morgun var tilkynnt um mann sem er sagður hafa reynt að bíta fólk í miðborginni. Reyndi hann að hlaupa undan lögreglu en var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Innlent
Fréttamynd

Skýringar eigin­konunnar dugðu ekki í Lands­rétti

Landsréttur hefur staðfest skilorðsbundna dóma yfir feðgum fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Ári eftir að feðgarnir voru handteknir komu þeir á fót sjávarafurðafyrirtæki sem flytur út fisktegundir frá Íslandi um allan heim og veltir milljörðum króna. Eiginkona föðurins sem sýknuð var í héraðsdómi af peningaþvætti var sakfelld í Landsrétti. 

Innlent
Fréttamynd

Dagur svarar fyrir sig varðandi dýrari Fossvogsbrú

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir eðlilegt að hækkun á kostnaðaráætlun Fossvogsbrúar sé sett í samhengi við samgönguverkefni víða um land af hendi ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort eigi ekki líka að girða gamla fólkið af

Formaður Landssambands eldri borgara segir uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma vera vonda hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina.

Innlent