Leikskólagjöld í Kópavogi þau hæstu á landinu Örn Arnarson skrifar 4. júní 2025 14:30 Samleik – samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – lýsa yfir áhyggjum vegna hækkunar á leikskólagjöldum sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Um er að ræða aðra hækkun bæjarins á árinu, og að teknu tilliti til regluverks hefur bærinn heimild til að hækka leikskólagjöldin allt að tvívegis til viðbótar á þessu ári. Þetta vekur spurningar um forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn. Það er staðreynd að gjaldskrá Kópavogs fyrir leikskóla er sú hæsta á landinu. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun barna – en samkvæmt nýjustu gögnum eru 41,5% barna í Kópavogi í átta tíma vistun eða lengur. Meðal dvalartími barna í leikskóla í Kópavogi er 7,3 klukkustundir. Foreldrar hafa því raunverulega þörf fyrir fulla leikskólaþjónustu. Þrátt fyrir að svokallað Kópavogsmódel veiti sumum foreldrum afslátt eða niðurfellingu gjalda, eru því miður ekki allir í þeirri stöðu að geta nýtt sér það. Fyrir fjölmargar fjölskyldur hefur hækkunin því bein áhrif á heimilisbókhaldið – og dregur úr jafnrétti til náms og atvinnuþátttöku. Samanborið við nágrannasveitarfélög hækkar Kópavogur leikskólagjöld meira og oftar. Þetta verður enn óskiljanlegra í ljósi þess að Kópavogsbær hefur skilað miklum hagnaði á undanförnum misserum. Sá hagnaður virðist hins vegar ekki skila sér í bættum kjörum fyrir barnafjölskyldur – heldur á að ráðast í lækkun á fasteignagjöldum. Við spyrjum: Ef hægt er að lækka skatta á fasteignir – af hverju er ekki hægt að lækka leikskólagjöld? Ætti velferð barna og jafnt aðgengi að menntun og umönnun ekki að vera í forgangi? Við hvetjum meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs til að endurskoða þessa stefnu. Foreldrar vilja ekki sjá fleiri gjaldskrárhækkanir – þeir vilja sjá réttláta og sanngjarna þjónustu sem tekur mið af raunverulegum þörfum fjölskyldna. Höfundur er formaður Samleik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Samleik – samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – lýsa yfir áhyggjum vegna hækkunar á leikskólagjöldum sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Um er að ræða aðra hækkun bæjarins á árinu, og að teknu tilliti til regluverks hefur bærinn heimild til að hækka leikskólagjöldin allt að tvívegis til viðbótar á þessu ári. Þetta vekur spurningar um forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn. Það er staðreynd að gjaldskrá Kópavogs fyrir leikskóla er sú hæsta á landinu. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun barna – en samkvæmt nýjustu gögnum eru 41,5% barna í Kópavogi í átta tíma vistun eða lengur. Meðal dvalartími barna í leikskóla í Kópavogi er 7,3 klukkustundir. Foreldrar hafa því raunverulega þörf fyrir fulla leikskólaþjónustu. Þrátt fyrir að svokallað Kópavogsmódel veiti sumum foreldrum afslátt eða niðurfellingu gjalda, eru því miður ekki allir í þeirri stöðu að geta nýtt sér það. Fyrir fjölmargar fjölskyldur hefur hækkunin því bein áhrif á heimilisbókhaldið – og dregur úr jafnrétti til náms og atvinnuþátttöku. Samanborið við nágrannasveitarfélög hækkar Kópavogur leikskólagjöld meira og oftar. Þetta verður enn óskiljanlegra í ljósi þess að Kópavogsbær hefur skilað miklum hagnaði á undanförnum misserum. Sá hagnaður virðist hins vegar ekki skila sér í bættum kjörum fyrir barnafjölskyldur – heldur á að ráðast í lækkun á fasteignagjöldum. Við spyrjum: Ef hægt er að lækka skatta á fasteignir – af hverju er ekki hægt að lækka leikskólagjöld? Ætti velferð barna og jafnt aðgengi að menntun og umönnun ekki að vera í forgangi? Við hvetjum meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs til að endurskoða þessa stefnu. Foreldrar vilja ekki sjá fleiri gjaldskrárhækkanir – þeir vilja sjá réttláta og sanngjarna þjónustu sem tekur mið af raunverulegum þörfum fjölskyldna. Höfundur er formaður Samleik.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun