Fjárhættuspil

Fréttamynd

Spila­kassarnir blekkja

Hér eru mikilvægar upplýsingar um spilakassa fyrir fólk sem þá notar: Spilakassar eru hannaðir af sérfræðingum í mannlegri hegðun. Hönnun þeirra miðar að því að nota öll tiltæk ráð til að gera kassana eins ávanabindandi og ómótstæðilega og mannleg þekking á viðfangsefninu gerir okkur kleift.

Skoðun
Fréttamynd

Vann rúmar fimmtíu milljónir

Ljónheppinn Lottó-áskrifandi var með allar tölur réttar í gærkvöldi og fær fyrir það rúmar 52,9 milljónir í sinn hlut. Vinningstölur kvöldsins voru 5 8 16 21 27 7.

Innlent
Fréttamynd

Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda

Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum.

Innlent
Fréttamynd

Vann 699 milljónir dala í Power­ball-lottóinu

Stóri potturinn í bandaríska Powerball-lottóinu gekk loksins út í nótt. Þetta var í fyrsta sinn síðan 5. júní síðastliðinn þar sem potturinn gekk út og var hann kominn upp í heilar 699,8 milljónir dala, um 90 milljarða króna.

Erlent
Fréttamynd

Kæra Happ­drætti há­skólans og Há­spennu til lög­reglu

Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra.

Innlent
Fréttamynd

21,6 milljónum króna ríkari

Einn heppinn miðahafi vann 21.552.900 krónur í gær þegar hann hlaut fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins. Miðinn var keyptur í Lottó-appinu en vinningstölur kvöldsins voru 15 21 23 33 40.

Innlent
Fréttamynd

„Kærulausi lottóspilarinn“ fundinn

Hann er sagður hafa verið rólegur og yfirvegaður vinningshafinn í Lottóinu sem kom við í afgreiðslu Íslenskrar getspár í dag til að sækja fyrsta vinning upp á 54,5 milljónir króna. Miðinn var keyptur 12. júní síðastliðinn á sölustað N1 í Mosfellsbæ.

Innlent
Fréttamynd

Marg­falt meiri lottósala eftir stóra vinninginn

Áskriftarsala á miðum í Vikinglottó er fjórfalt meiri í dag en hún var fyrir réttri viku síðan. Þetta staðfestir Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskrar getspár, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Embætti landlæknis styður bann við spilakössum

Embætti landlæknis segir rannsóknir benda til þess að spilakassar séu sú tegund fjárhættuspila sem helst tengist spilafíkn og styður bann við spilakössum sem lagt er til í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Kveðst hafa glatað 3,2 milljarða vinnings­miða í þvotti

Kona í Bandaríkjunum sem fullyrðir að hún hafi keypt lottómiða með röð sem skilaði 26 milljóna dala vinningi, segir að hún hafi glatað miðanum eftir að hafa skilið hann eftir í buxnavasa og sett buxurnar í þvott. Vinningsupphæðin samsvarar um 3,2 milljörðum íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Fær 55 milljónir króna

Einn heppinn miðahafi hlaut fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins og varð 55 milljónum króna ríkari. Sex miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og fá fyrir það rétt rúmar 135 þúsund krónur hver.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til dóms­mála­ráð­herra vegna starfs­hóps um happ­drætti

Spilafíkn á sér margar hliðar og telja Samtök áhugafólks um spilafíkn mikilvægt að koma sínum sjónarmiðum að í allri umræðu sem fram fer um þennan vanda eða málefni sem honum tengjast. Af þeim sökum var tekið jákvætt í ósk dómsmálaráðherra um að tilnefna fulltrúa í starfshóp sem ætlað er „að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála.”

Skoðun
Fréttamynd

Fengu tíu milljóna styrk eftir að sam­starfi við Ís­lands­spil var slitið

Formaður SÁÁ segir ákvörðun samtakanna um að slíta formlega samstarfi við Íslandsspil sýna samtökin meti mannúð fram yfir peninga. Hann telur það mikið gæfuspor fyrir samtökin, sem geti nú loks tekið þátt í umræðu um spilafíkn út frá skjólstæðingum sínum. Í kjölfar ákvörðunarinnar veitti einstaklingur samtökunum tíu milljóna styrk til að koma til móts við fyrirsjáanlegan tekjumissi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm milljónir urðu tuttugu og fimm

Einn vann hæsta vinning í Aðalútdrætti í aprílútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands en dregið var í kvöld. Hæsti vinningur var fimm milljónir en viðkomandi átti svokallaðan „trompmiða“ og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin.

Innlent
Fréttamynd

Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt

Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta.

Innlent