Bensín og olía

Fréttamynd

Færeyska samkeppniseftirlitið tók ákvörðun á aðeins einum mánuði

Það er margt áhugavert við sölu Skeljungs á færeyska eldsneytisfyrirtækinu p/f Magni, ekki síst það hversu umfangsmikil hún er á færeyskum skala. Eftir því sem Innherji kemst næst er um að ræða ein stærstu viðskipti með færeyskt fyrirtæki í fimmtán ár. Hefði því ekki komið á óvart ef samkeppnisyfirvöld þar í landi hefðu varið drjúgum tíma í að rannsaka áhrif viðskiptanna.

Klinkið
Fréttamynd

Skeljungur stefnir að sölu fast­eigna fyrir 8,8 milljarða

Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hin skítugu leyndarmál jarðefnaeldsneytis

Í gegnum tíðina hafa komið ótal innlegg frá allskonar snillingum um einhver meint og skítug leyndarmál lausna í umhverfismálum. Þar hefur t.d. verið bent á ýmsa vankanta varðandi bæði rafbílarafhlöður og vindmyllur.

Skoðun
Fréttamynd

Dældi fyrir milljón með annarra manna dælulyklum

Karlmaður hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir þjófnað, ólögmæta meðferð fundins fjárs og fjársvik. Maðurinn notaði meðal annars dælulykla í eigu annarra til að dæla bensíni fyrir rúma milljón.

Innlent
Fréttamynd

Fjárfestar veðji á mikinn söluhagnað hjá Skeljungi

Verðmatsgengi Skeljungs, samkvæmt greiningu Jakobsson Capital, hljóðar upp á 11 krónur á hlut en markaðsgengi smásölufélagsins er í dag 13,9 krónur, eða 26 prósentum hærra. Í verðmatinu er þó lögð áhersla á að verðmatsgengið segi aðeins hálfa söguna í ljósi þess að Skeljungur er í miklum breytingafasa.

Innherji
Fréttamynd

Telur í­blöndunar­efni rústa dýrum olíusíum í stórum stíl

Síðasta árið hafa flutningabílstjórar verið að reka sig á það að hráolíusíur í bílum þeirra hafa verið að skemmast oftar en vanalega, sem hefur í för með sér háar fjárhæðir og gríðarlega sóun. Sökudólginn telja bílstjórar vera lífeldsneyti, sem blandað er út í dísilolíuna sem bílarnir ganga fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aldauði

Orð eru til alls fyrst. Orð og setningar hafa verið notaðar í gegnum árin til að ramma inn viðfangsefni og oftar en ekki til þess að afla viðfangsefnum stuðning. Á síðustu ártugum hafa verið þróaðar aðferðir og mikið fjármagn lagt í þær sem eru til þess fallnar að afla hugmyndum fylgis, stundum kallað pólitískur sálfræðihernaður.

Skoðun
Fréttamynd

At­lants­olíu bannað að full­yrða um „chea­pest gas stop“

Neytendastofa hefur bannað tvær fullyrðingar sem notaðar hafa verið í auglýsingum Atlantsolíu þar sem þær eru taldar vera villandi. Fullyrðingarnar sem um ræðir eru annars vegar „cheapest gas stop“ og hins vegar „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“.

Neytendur
Fréttamynd

Olíurisar sakaðir um lygar líkt og tóbaksforstjórarnir

Forsvarsmenn stærstu olíufyrirtækja Bandaríkjanna neituðu því að fyrirtæki þeirra dreifðu upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar þegar þeir báru eiðsvarnir vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Þingmenn sökuðu þá um að ljúga líkt og forstjórar tóbaksfyrirtækja lugu um skaðsemi reykinga á sínum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar

Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál.

Erlent
Fréttamynd

Bensínstöðvar í Kína farnar að skammta eldsneyti

Bensínstöðvar í Kína hafa margar hverjar tekið upp á því að skammta dísilolíu til viðskiptavina sinna í ljósi hækkandi verðs og minnkandi framboðs. Skömmtunin nær jafnt til almennings sem og til atvinnubílstjóra.

Erlent