Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. september 2022 16:22 Runólfur Ólafsson,framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Egill Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. Bensínlítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var lítrinn kominn yfir 350 krónur á flestum bensínstöðvum landsins. Samkvæmt upplýsingum á vef Aurbjargar er Costco nú með lægsta eldsneytisverðið á landinu en bensínlítrinn er þar á rúmar 298 krónur. Hjá öðrum félögum er lægsta verðið tæplega 302 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir löngu tímabært að verðið lækki. „Við höfum gagnrýnt að félögin hafa verið mjög sein til lækkunar undanfarnar vikur og við höfum séð þessa þróun eiga sér stað fyrr á nágrannamörkuðum og við vorum bara nýlega með frétt fyrir helgi að bensín á Íslandi var það dýrasta í Evrópu. Í sjálfu sér fögnum að félögin séu eitthvað að taka við sér en þetta er eitthvað sem við áttum von á,“ segir Runólfur. Verðið enn hátt og enn hærra á landsbyggðinni Verð sé enn gríðarlega hátt, þar sem verð á lítrann sé allt að 20 krónum hærri en á meðalári, en undirliggjandi verðlækkun sé til staðar. Þegar litið er til landsbyggðarinnar er verð þó miklu hærra, á stöðvum Olís í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Hrauneyjum og á Akranesi er verðið til að mynda rúmar 333 krónur á lítrann. Verð er yfirleitt lægra á höfuðborgarsvæðinu en Runólfur segir þetta spurningu um álagsstefnu félaganna. Hann bendir þó á að félögin séu tilbúin að bjóða umtalsvert lægra verð, til að mynda á Akureyri. „Einstaka sinnum sjáum við þetta gerast annars staðar á landsbyggðinni, það er svona smá viðleitni til lækkunar. Þannig það er alveg tækifæri til þess að lækka víðar og vera ekki að bjóða landsbyggðinni upp á þetta ofurverð,“ segir hann. Hvað þróunina varðar almennt sé erfitt að segja, þar sem stríðið í Úkraínu spili meðal annars stór hlutverk. „Það er engin sérstök bjartsýni en auðvitað eru eins og til dæmis Evrópusambandið að reyna að grípa til aðgerða með verðþaki og slíku, og víða hafa líka stjórnvöld í nágrannalöndum okkar, svona tímabundið alla vega, lækkað skatta á eldsneyti til að mæta auknum orkukostnaði sinna landsmanna. En að óbreyttu þá verður verð hátt,“ segir Runólfur. Bensín og olía Neytendur Verðlag Bílar Tengdar fréttir FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01 Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10 350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Bensínlítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var lítrinn kominn yfir 350 krónur á flestum bensínstöðvum landsins. Samkvæmt upplýsingum á vef Aurbjargar er Costco nú með lægsta eldsneytisverðið á landinu en bensínlítrinn er þar á rúmar 298 krónur. Hjá öðrum félögum er lægsta verðið tæplega 302 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir löngu tímabært að verðið lækki. „Við höfum gagnrýnt að félögin hafa verið mjög sein til lækkunar undanfarnar vikur og við höfum séð þessa þróun eiga sér stað fyrr á nágrannamörkuðum og við vorum bara nýlega með frétt fyrir helgi að bensín á Íslandi var það dýrasta í Evrópu. Í sjálfu sér fögnum að félögin séu eitthvað að taka við sér en þetta er eitthvað sem við áttum von á,“ segir Runólfur. Verðið enn hátt og enn hærra á landsbyggðinni Verð sé enn gríðarlega hátt, þar sem verð á lítrann sé allt að 20 krónum hærri en á meðalári, en undirliggjandi verðlækkun sé til staðar. Þegar litið er til landsbyggðarinnar er verð þó miklu hærra, á stöðvum Olís í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Hrauneyjum og á Akranesi er verðið til að mynda rúmar 333 krónur á lítrann. Verð er yfirleitt lægra á höfuðborgarsvæðinu en Runólfur segir þetta spurningu um álagsstefnu félaganna. Hann bendir þó á að félögin séu tilbúin að bjóða umtalsvert lægra verð, til að mynda á Akureyri. „Einstaka sinnum sjáum við þetta gerast annars staðar á landsbyggðinni, það er svona smá viðleitni til lækkunar. Þannig það er alveg tækifæri til þess að lækka víðar og vera ekki að bjóða landsbyggðinni upp á þetta ofurverð,“ segir hann. Hvað þróunina varðar almennt sé erfitt að segja, þar sem stríðið í Úkraínu spili meðal annars stór hlutverk. „Það er engin sérstök bjartsýni en auðvitað eru eins og til dæmis Evrópusambandið að reyna að grípa til aðgerða með verðþaki og slíku, og víða hafa líka stjórnvöld í nágrannalöndum okkar, svona tímabundið alla vega, lækkað skatta á eldsneyti til að mæta auknum orkukostnaði sinna landsmanna. En að óbreyttu þá verður verð hátt,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Neytendur Verðlag Bílar Tengdar fréttir FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01 Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10 350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01
Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10
350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24