Miklar lækkanir í Kauphöll ekki í samræmi við raunveruleikann Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2022 11:18 Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Vísir Miklar verðlækkanir hafa sést í Kauphöllinni frá því í byrjun maí samhliða lækkunum á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Greinandi furðar sig á þessari þróun og segir engar forsendur vera fyrir álíka lækkunum hér í ljósi þess að horfur séu mun betri á flesta mælikvarða. OMXI10 úrvalsvísitala Kauphallarinnar hafði lækkað um 12,24% við lok markaða í gær en til samanburðar hefur bandaríska Dow Jones-vísitalan lækkað um 11,11%. Á sama tíma hefur hin breska FTSE 100-vísitala lækkað um 2,45%, Euronext 100 um 3,30% og hin þýska DAX um 1,47%. Öll félög aðalmarkaðar Kauphallarinnar voru rauð við lokun í gær og fyrradag. „Það sem er að gerast í Evrópu er að menn eru sjá fram á samdrátt í landsframleiðslu eða það hægi mjög mikið vergri landsframleiðslu, öfugt við það sem gerist hér,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Þrátt fyrir þetta hafi sést sömu eða jafnvel ívið meiri lækkanir á mörkuðum hér á landi en hann bætir við að ákveðin hjarðhegðun skýri hluta þróunarinnar. Þróun hinnar íslensku OMXI10-úrvalsvísitölu síðustu sex mánuði. Keldan Olíuverð hafi ekki jafn mikil áhrif hér „Markaðurinn hér heima er að sveiflast með þessum erlendu mörkuðum þó staðan hér sé allt önnur og í raun eftirsóknarverð eins og einn erlendur greinandi lýsti því,“ segir Snorri. Víða erlendis sé ekki bara útlit fyrir minni hagvöxt eða jafnvel samdrátt heldur stýrivaxtahækkanir á sama tíma. „Málið er að við erum fyrst og fremst hrávöruútflytjendur og erum lítið sem ekkert háð olíu. Þó bensínveðrið hérna hækki og það tekur aðeins í pyngjuna veldur það kannski ekki jafn dramatískum áhrifum og þar sem húshitun og rafmagn er allt tengt olíuverði. Svo áhrifin hér af þessu olíuverði eru bara svo miklu miklu minni heldur en erlendis.“ Þess fyrir utan hafi ferðaþjónustan á Íslandi tekið gríðarlega vel við sér að undanförnu, sterkara gengi krónunnar dregið úr áhrifum verðbólgunnar og Landsvirkjun skilað tæplega fimmtán milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Snorri á von á því að krónan komi jafnvel til með að styrkjast enn frekar á næstunni. Rauðir dagar eru að baki í Kauphöllinni.VÍSIR/VILHELM Auknar sveiflur með fjölgun lítilla fjárfesta „Hér á landi er útlit fyrir mjög kröftugan hagvöxt sem er drifinn áfram að miklum vexti í ferðaþjónustu og háu hrávöruverði þar sem verð á áli og fiski er í hæstu hæðum,“ segir Snorri. Seðlabankinn spái 4,6% hagvexti í ár sem sé gríðarlega öflugur vöxtur og allt önnur staða en víðast hvar annars staðar. „Það er svolítið sérstakt að menn séu að setja samasemmerki milli markaðarins hér og erlendis,“ segir Snorri Hann telur að það hafi mögulega áhrif hér líkt og erlendis að fjöldi lítilla fjárfesta hafi aukist á síðustu árum sem geti ýtt undir auknar sveiflur á mörkuðum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur sömuleiðis lækkað meira en sambærilegar vísitölur á Norðurlöndunum.Keldan Fáar leiðir til að fá raunávöxtun Snorra þykir líklegt að markaðurinn hér á landi eigi eftir að rétta sig af, sérstaklega í ljósi þess að lítið sé um vænlega kosti þegar kemur að því að ávaxta fjármagn í núverandi umhverfi þar sem neikvæðir raunvextir séu á bankareikningum og lágir vextir á skuldabréfamörkuðum. „Ef þú ætlar að fá einhverja raunávöxtun þá eru fáir aðrir staðir heldur en hlutabréfamarkaðurinn. Svo virðist fasteignamarkaðurinn hækka sama hvað og óháð öllu öðru,“ segir Snorri að lokum. Kauphöllin Bensín og olía Efnahagsmál Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
OMXI10 úrvalsvísitala Kauphallarinnar hafði lækkað um 12,24% við lok markaða í gær en til samanburðar hefur bandaríska Dow Jones-vísitalan lækkað um 11,11%. Á sama tíma hefur hin breska FTSE 100-vísitala lækkað um 2,45%, Euronext 100 um 3,30% og hin þýska DAX um 1,47%. Öll félög aðalmarkaðar Kauphallarinnar voru rauð við lokun í gær og fyrradag. „Það sem er að gerast í Evrópu er að menn eru sjá fram á samdrátt í landsframleiðslu eða það hægi mjög mikið vergri landsframleiðslu, öfugt við það sem gerist hér,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Þrátt fyrir þetta hafi sést sömu eða jafnvel ívið meiri lækkanir á mörkuðum hér á landi en hann bætir við að ákveðin hjarðhegðun skýri hluta þróunarinnar. Þróun hinnar íslensku OMXI10-úrvalsvísitölu síðustu sex mánuði. Keldan Olíuverð hafi ekki jafn mikil áhrif hér „Markaðurinn hér heima er að sveiflast með þessum erlendu mörkuðum þó staðan hér sé allt önnur og í raun eftirsóknarverð eins og einn erlendur greinandi lýsti því,“ segir Snorri. Víða erlendis sé ekki bara útlit fyrir minni hagvöxt eða jafnvel samdrátt heldur stýrivaxtahækkanir á sama tíma. „Málið er að við erum fyrst og fremst hrávöruútflytjendur og erum lítið sem ekkert háð olíu. Þó bensínveðrið hérna hækki og það tekur aðeins í pyngjuna veldur það kannski ekki jafn dramatískum áhrifum og þar sem húshitun og rafmagn er allt tengt olíuverði. Svo áhrifin hér af þessu olíuverði eru bara svo miklu miklu minni heldur en erlendis.“ Þess fyrir utan hafi ferðaþjónustan á Íslandi tekið gríðarlega vel við sér að undanförnu, sterkara gengi krónunnar dregið úr áhrifum verðbólgunnar og Landsvirkjun skilað tæplega fimmtán milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Snorri á von á því að krónan komi jafnvel til með að styrkjast enn frekar á næstunni. Rauðir dagar eru að baki í Kauphöllinni.VÍSIR/VILHELM Auknar sveiflur með fjölgun lítilla fjárfesta „Hér á landi er útlit fyrir mjög kröftugan hagvöxt sem er drifinn áfram að miklum vexti í ferðaþjónustu og háu hrávöruverði þar sem verð á áli og fiski er í hæstu hæðum,“ segir Snorri. Seðlabankinn spái 4,6% hagvexti í ár sem sé gríðarlega öflugur vöxtur og allt önnur staða en víðast hvar annars staðar. „Það er svolítið sérstakt að menn séu að setja samasemmerki milli markaðarins hér og erlendis,“ segir Snorri Hann telur að það hafi mögulega áhrif hér líkt og erlendis að fjöldi lítilla fjárfesta hafi aukist á síðustu árum sem geti ýtt undir auknar sveiflur á mörkuðum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur sömuleiðis lækkað meira en sambærilegar vísitölur á Norðurlöndunum.Keldan Fáar leiðir til að fá raunávöxtun Snorra þykir líklegt að markaðurinn hér á landi eigi eftir að rétta sig af, sérstaklega í ljósi þess að lítið sé um vænlega kosti þegar kemur að því að ávaxta fjármagn í núverandi umhverfi þar sem neikvæðir raunvextir séu á bankareikningum og lágir vextir á skuldabréfamörkuðum. „Ef þú ætlar að fá einhverja raunávöxtun þá eru fáir aðrir staðir heldur en hlutabréfamarkaðurinn. Svo virðist fasteignamarkaðurinn hækka sama hvað og óháð öllu öðru,“ segir Snorri að lokum.
Kauphöllin Bensín og olía Efnahagsmál Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira