

Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland.
Lýðræðisfélagið Alda og umhverfissamtök krefja íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði um svör við því hvort þau fjárfesti í sjóðum eða fyrirtækjum sem koma að kolefnisvinnslu. Svörin eru birt á heimasíðunni fjarlosun.alda.is.
Formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur er afar óhress með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið í gær eftir að diselolía lak úr vörubíl við Elliðaárnar.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár.
Þrjú stærstu olíufélögin sitja á verðmætum lóðum og skoða tækifæri til uppbyggingar á fasteignum. Horfur á minnkandi olíunotkun á næstu áratugum eru að breyta landslaginu á markaðinum. Sala á olíu og dagvöru mun á endanum renna
Hendrik mun verða stjórn félagsins innan handar um málefni þess og sinna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið fundinn.
Þeir sem keyptu sér bensín fyrir um 240 krónur á lítrann um helgina sjá líklega aðeins eftir því.
Stjórnendur Skeljungs hafa ákveðið að lækka eldsneytisverð á Dalvegi í Kópavogi og Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði um 30 krónur.
Atlantsolía lækkaði í dag verð á eldsneyti í rúmlega 211 krónur á lítrann á stöð sinn á Sprengisandi í Reykjavík. Er verðið nú á pari við það sem er á stöðinni í Kaplakrika.
Einu stærsta átaki sem ráðist hefur verið í til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda hér á landi verður ýtt úr vör í dag að sögn stjórnarformanns Votlendissjóðs.
Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Færeyingar vilja ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum.
Bæði olíufélögin N1 og Olís hafa gripið til þess ráðs að setja upp skilti á íslensku á bensín- og þjónustustöðvum sínum þar sem viðskiptavinir eru beðnir um að sýna erlendu starfsfólki þolinmæði og velvild.
Ingibjörg Pálmadóttir á 10 prósenta hlut í félaginu í gegnum 365.
Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skiptaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtæki.
Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming.
Borgarfulltrúar samþykktu einróma að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming. Slíkt hefur ekki komið til tals í nágrannasveitarfélögum. Framkvæmdastjóri FÍB segir of mikið framboð halda bensínverðinu uppi.
Það er mat olíufélagsins Skeljungs að fjöldi bensínstöðva í Reykjavík sé of mikill, það sé óumdeilanlegt.
Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart.
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær meginlínur og samningsmarkmið í viðræðum við olíufélögin, sem miða að því að fækka bensínstöðvum í borginni um helming.
Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar.
Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn.
Félög í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, sem meðal allars eru eigendur fasteignasölunnar RE/MAX, hafa gert framvirka samninga um kaup á rúmum fimm prósenta hlut í Skeljungi.
Mikinn reyk leggur nú frá norska olíu- og gasborpallinum Snorre B.
Greinendur Capacent hafa lækkað verðmat sitt á Skeljungi um þrjú prósent og meta nú gengi hlutabréfa í olíufélaginu á 8,1 krónu á hlut.
Olís undirritaði í dag kaupsamning um kaup á öllu hlutafé hreinlætisfyrirtækisins Mjöll Frigg ehf.
RARIK mun leggja raflínu og ljósleiðara frá Bláfellshálsi upp í Kerlingafjöll og Hveravelli í sumar sem mun gerbreyta aðstæðum ferðaþjónustu- og fjarskiptaþjónustufyrirtækja á hálendinu.
Yfirvöld Íran hótuðu á dögunum að loka fyrir skipaumferð um Hormuzsund, innganginn að Persaflóa.
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um nálægt 34 prósent það sem af er ári eftir verulega lækkun undir lok síðasta árs.
Bensínverð hefur ekki verið hærra hérlendis frá árinu 2014. Formaður félags íslenskra bifreiðareigenda segir samkeppnina þó orðna meiri. Bílaeigendur geti sparað sér allt að sjötíu þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum að ódýrustu aðilanum.