Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2020 22:35 Svæðin norðan Íslands sem Grænlendingar bjóða út til olíuleitar. Rauða svæðið er á landi við Scoresby-sund en græna svæðið á hafsbotni undan Norðaustur-Grænlandi. Grafík/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir. Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var í byrjun ársins sem Kim Kielsen forsætisráðherra hleypti nýrri áætlun um olíuleit við Grænland af stokkunum en hann fór þá til Texas og hélt sérstaka kynningu fyrir bandaríska olíuforstjóra. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í Houston í Texas í byrjun árs að kynna olíuleitina.Mynd/Naalakkersuisut. Grænlensk stjórnvöld byrjuðu á þessu ári á því að bjóða út svæði við vesturströnd Grænlands og á næsta ári er áformað að bjóða út tvö svæði við Austur-Grænland, í hánorður af Íslandi, bæði norðan heimskautsbaugs. Annað þeirra er á landi, við Scoresby-sund, en hitt er mun norðar á hafsvæði suðvestur af Svalbarða Í tengslum við útboðið hafa Grænlendingar núna kynnt viðamikla 383 blaðsíðna umhverfismatsskýrslu þar sem fjallað er um lífríki svæðanna en þar er meðal annars að finna sjávarspendýr eins og hvítabirni, rostunga, seli og hvali en einnig fugla- og fiskistofna. Þá er fjallað um mismunandi dreifingu hafíss á svæðunum eftir árstíðum og áhrif olíumengunar og olíubruna við slíkar aðstæður. Umhverfisflokkar í Danmörku og Greenpeace á Norðurlöndunum eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa olíuleitina en Kielsen hefur réttlætt hana með því að hún sé mikilvæg fyrir efnahag landsins og að Grænlendingar hafi sama rétt og aðrar þjóðir til að vinna olíu og gas. Frestur til að gera athugasemdir er til 1. desember næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænlenska landstjórnin kynnti í fyrra fimm ára áætlun um olíuleit sem sagt var frá í þessari frétt: Grænland Norðurslóðir Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Danmörk Tengdar fréttir Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var í byrjun ársins sem Kim Kielsen forsætisráðherra hleypti nýrri áætlun um olíuleit við Grænland af stokkunum en hann fór þá til Texas og hélt sérstaka kynningu fyrir bandaríska olíuforstjóra. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í Houston í Texas í byrjun árs að kynna olíuleitina.Mynd/Naalakkersuisut. Grænlensk stjórnvöld byrjuðu á þessu ári á því að bjóða út svæði við vesturströnd Grænlands og á næsta ári er áformað að bjóða út tvö svæði við Austur-Grænland, í hánorður af Íslandi, bæði norðan heimskautsbaugs. Annað þeirra er á landi, við Scoresby-sund, en hitt er mun norðar á hafsvæði suðvestur af Svalbarða Í tengslum við útboðið hafa Grænlendingar núna kynnt viðamikla 383 blaðsíðna umhverfismatsskýrslu þar sem fjallað er um lífríki svæðanna en þar er meðal annars að finna sjávarspendýr eins og hvítabirni, rostunga, seli og hvali en einnig fugla- og fiskistofna. Þá er fjallað um mismunandi dreifingu hafíss á svæðunum eftir árstíðum og áhrif olíumengunar og olíubruna við slíkar aðstæður. Umhverfisflokkar í Danmörku og Greenpeace á Norðurlöndunum eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa olíuleitina en Kielsen hefur réttlætt hana með því að hún sé mikilvæg fyrir efnahag landsins og að Grænlendingar hafi sama rétt og aðrar þjóðir til að vinna olíu og gas. Frestur til að gera athugasemdir er til 1. desember næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænlenska landstjórnin kynnti í fyrra fimm ára áætlun um olíuleit sem sagt var frá í þessari frétt:
Grænland Norðurslóðir Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Danmörk Tengdar fréttir Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15