Verð olíu hríðfellur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 21:43 Olíuframleiðendur Vestanhafs eiga í miklum vandræðum þessa dagana. AP/Paul Sancya Hrun olíumarkaða hélt áfram í dag og hefur olíuverð haldið áfram að hríðfalla. Það hefur sömuleiðis haft áhrif á hlutabréfamarkaði þar sem dagurinn var rauður á verðbréfamörkuðum um mest allan heim. Staðan er sérstaklega slæm hjá olíufélögum í Bandaríkjunum þar sem birgðatankar eru að fyllast. Kostnaður við bandaríska olíu, sem afhenda á í júní, lækkaði um nærri því helming í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í gær varð verðmæti olíu sem afhenda á í næsta mánuði neikvætt í fyrsta sinn. Það þýddi að þeir sem áttu olíu greiddu öðrum fyrir að taka við henni. Verðmæti þeirrar olíu endaði þó í um níu dölum á tunnuna í dag. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir þetta ástand mun vara út næsta mánuðinn. Verðmæti olíu sem afhenda á í júní muni sömuleiðis hríðfalla. Sjá eining: Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð Brent olíu féll sömuleiðis um nærri því fjórðung í dag og fór undir tuttugu dali á tunnuna í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Á hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom fram að haldi þróunin áfram gæti hún haft veruleg áhrif á olíuverð hér á landi. Sjá einnig: Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur leitt til mun minni eftirspurnar eftir olíu og hafa birgðir verið að safnast upp. Á sama tíma hafa yfirvöld Sádi-Arabíu og Rússlands átt í verðstríði og hafa ríkin dælt olíu á markaði þar sem nóg var af olíu fyrir. Ríkin hafa þó komist að samkomulagi um að draga verulega úr framleiðslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bensín og olía Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hrun olíumarkaða hélt áfram í dag og hefur olíuverð haldið áfram að hríðfalla. Það hefur sömuleiðis haft áhrif á hlutabréfamarkaði þar sem dagurinn var rauður á verðbréfamörkuðum um mest allan heim. Staðan er sérstaklega slæm hjá olíufélögum í Bandaríkjunum þar sem birgðatankar eru að fyllast. Kostnaður við bandaríska olíu, sem afhenda á í júní, lækkaði um nærri því helming í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í gær varð verðmæti olíu sem afhenda á í næsta mánuði neikvætt í fyrsta sinn. Það þýddi að þeir sem áttu olíu greiddu öðrum fyrir að taka við henni. Verðmæti þeirrar olíu endaði þó í um níu dölum á tunnuna í dag. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir þetta ástand mun vara út næsta mánuðinn. Verðmæti olíu sem afhenda á í júní muni sömuleiðis hríðfalla. Sjá eining: Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð Brent olíu féll sömuleiðis um nærri því fjórðung í dag og fór undir tuttugu dali á tunnuna í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Á hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom fram að haldi þróunin áfram gæti hún haft veruleg áhrif á olíuverð hér á landi. Sjá einnig: Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur leitt til mun minni eftirspurnar eftir olíu og hafa birgðir verið að safnast upp. Á sama tíma hafa yfirvöld Sádi-Arabíu og Rússlands átt í verðstríði og hafa ríkin dælt olíu á markaði þar sem nóg var af olíu fyrir. Ríkin hafa þó komist að samkomulagi um að draga verulega úr framleiðslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bensín og olía Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32
Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29