Tansanía

Austur-Kongó og Rúanda á „barmi styrjaldar“
Hundruð þúsunda hafa þurft að flýja undan sífellt harðnandi átökum milli hers Austur-Kongó og M23 uppreisnarmanna í austurhluta Kongó. Uppreisnarmennirnir hafa barist gegn hernum í áratugi, með stuðningi yfirvalda í Rúanda, en líkur á almennu stríði milli Kongó og Rúanda hafa aukist verulega.

Steinmeier biðst afsökunar á 300 þúsund morðum
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tjáði í dag mikla skömm og baðst afsökunar á morðum sem samlandar hans frömdu á frumbyggjum í Tanzaníu á fyrri hluta 20. aldar.

Slapp úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn
Suður-afrískur karlmaður, sem sakfelldur var fyrir nauðgun og morð árið 2012, var handtekinn á föstudag, ári eftir að hann var úrskurðaður látinn. Hann er talinn hafa sloppið úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn.

Konungur Serengeti er dauður
Ljónið Bob yngri, oft þekktur sem Konungur Serengeti-þjóðgarðsins í Tansaníu, er dautt. Talið er að nokkur yngri ljón hafi drepið hann.

Nítján létust í flugslysinu
Að minnsta kosti nítján létust í flugslysi í Tansaníu í dag. Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Leit að farþegum stendur enn yfir.

Brotlenti í stærsta vatni Afríku
Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni í Tansaníu eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Björgunaraðgerðir standa nú yfir vegna flugslyss í Viktoríuvatni í Tansaníu en ekki hefur verið greint frá neinum dauðsföllum.

Skrefinu nær bóluefni gegn malaríu en Bretar gætu slaufað verkefninu
Þessa stundina er R21 bóluefnið gegn malaríu prófað í Búrkínu Fasó, Kenía, Malí og Tansaníu. Efnið hefur sýnt allt að 77 prósent virkni en allt gæti farið í vaskinn ef Bretar hætta við aðkomu sína að verkefninu.

Greiða hundruð milljóna vegna illrar meðferðar á námuverkamönnum
Breska námafyrirtækið Petra Diamonds hefur samþykkt að greiða tugum Tansaníumanna jafnvirði 757 milljóna króna í skaðabætur vegna illrar meðferðar.

Styrkur til að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni
Fyrirtækið Intellecon hf. fær 30 milljóna króna styrk til þess að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni.

45 tróðust undir í minningarathöfn Magufulis
Lögregla í Tansaníu segir að 45 manns hafi látið lífið um liðna helgi eftir að hafa troðist undir í stærstu borg landsins, Dar es Salaam, þar sem verið var að heiðra John Pombe Magufuli, forseta Tansaníu, sem lést á dögunum.

„Mamma“ Samia fyrsta konan á forsetastóli í Tansaníu
Samia Suluhu Hassan varð í dag fyrsta konan til þess að gegna embætti forseta Tansaníu þegar hún sór embættiseið. Hassan var varaforseti Johns Magufuli sem er sagður hafa látist úr hjartaáfalli í vikunni. Hún nýtur virðingar á meðal landsmanna sem kalla hana „Mömmu“ Samiu.

Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri
John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál.

Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19
Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir.

Eldar í hlíðum Kilimanjaro
Fólk í grennd við fjallið Kilimanjaro vinnur nú að því að ráða niðurlögum gróðurelda sem geisa í hlíðum þessa hæsta fjalls Afríku.

Námumaður í Tansaníu milljónamæringur yfir nóttu
Námumaður í Tansaníu hefur selt tvo stóra tansanít-steina, en aldrei hafa svo stórir steinar fundist í landinu.

Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku
Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið.

Yfir tuttugu messugestir tróðust undir í Tansaníu
Að minnsta kosti tuttugu manns létust eftir að hafa troðist undir í trúarathöfn í tansaníska bænum Moshi á laugardagskvöld.

Elsti nashyrningur heims allur
Fausta drapst á Ngorongoro-verndarsvæðinu í Tansaníu á föstudaginn.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir Tansaníu ekki veita nægar upplýsingar um ebólu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ávítað Tansaníu fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar um möguleg ebólu smit þar í landi.

Drukknaði örfáum augnablikum eftir bónorðið
Bandaríkjamaðurinn Steven Weber drukknaði nýverið er hann var að kafa. Mínútum áður en hann drukknaði hafði hann beðið kærustu sína um að giftast sér.

Tugir látnir eftir að bensínflutningabíll sprakk í Tansaníu
Minnst 57 eru látnir eftir að eldsneytisflutningabíll sprakk í Tansaníu, segir lögregla á svæðinu.

Reagan kallaði Afríkubúa „apa“ í símtali við Nixon
Þáverandi ríkisstjóri Kaliforníu hringdi í forsetann til að lýsa óánægju sinni með fulltrúa Tansaníu hjá Sameinuðu þjóðunum.

Fílabeinsdrottningin fékk fimmtán ára dóm
Kínverska viðskiptakonan Yang Feng Glan var dæmt í fimmtán ára fangelsi í Tansaníu í dag fyrir hlutverk hennar í smygli á fílabeinum til Kína.

Líffæraþjófar myrtu börn í Tansaníu
Talið er að sex börn á aldrinum tveggja til níu ára, sem fundust látin í suðvesturhluta Tansaníu, hafi verið myrt af líffæraþjófum.

Ekkert lát á hryðjuverkaárásum í norðurhluta Mósambik
Tólf eru látnir og þúsundir hafa flúið heimili sín eftir árás íslamskra öfgamanna á bæ í norðurhluta Mósambik um helgina.

Veiðiþjófar höggva andlit og loppur af ljónum sem þeir eitra fyrir
Þjóðgarðsverðir og dýraverndunarsinnar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að berjast gegn veiðiþjófum sem herja á ljón víða um Afríku.

Yngsta milljarðamæringi Afríku rænt
Lögregla í Tansaníu segir að hinum 43 ára Mohammed Dewji hafi verið rænt af hópi grímuklæddra manna í höfuðborginni Dar es Salaam.

Stjórnin bætir fjölskyldum látinna tjónið
Ríkisstjórn Tansaníu hefur afhent fjölskyldum þeirra sem fórust er ferju hvolfdi á Viktoríuvatni í síðustu viku.

Hundrað létust þegar ferju hvolfdi í Tansaníu
Fjölmargra er enn saknað en óttast er að rúmlega 200 manns hafi drukknað.

„Líklega það skelfilegasta sem ég hef upplifað“
Bandaríkjamaðurinn Britton Hayes komst í hann krappann á dögunum þegar blettatígur stökk upp í bíl hans er hann var í svokallaðari safari-ferð í Tansaníu.