Magufuli, sem hafði sætt gagnrýni fyrir fullyrðingar sínar um að bænir kæmu í veg fyrir kórónuveirusmit, lést af völdum hjartaveikinda um miðjan mars.
Þúsundir komu svo saman í Dar es Salaam á sunnudaginn þar sem forsetans var minnst og hann heiðraður. Í tengslum við athöfnina sköpuðust mikil þrengsli og fór þannig að 45 létust eftir að hafa troðist undir.
„Það voru margir sem vildu komast inn á íþróttavöllinn og einhverjir sem voru óþolinmóðir. Þeir reyndu að brjóta sér leið inn og það leiddi til mikillar ringulreiðar,“ segir lögreglustjórinn Lazaro Mambosasa.
Magufuli varð 61 árs að aldri en hann tók við sem forseti árið 2015.