Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Rósalind rektor vísað daglega á dyr

Kötturinn Rósalind hefur vanið komur sínar í Háskóla Íslands enda getur hún alltaf treyst á matarbita og klapp frá nemendum og starfsfólki. Ekki eru þó allir sáttir og þurfa umsjónarmenn fasteigna skólans að kasta henni daglega á dyr.

Innlent
Fréttamynd

Þörf fyrir fræðslu um svefn í skólum

Skortur er á fræðslu um svefn meðal barna og ungmenna og hvaða afleiðingar það hefur að sofa ekki nægilega mikið. Börn og ungmenni þurfa að læra að þekkja eigin líkama og tilfinningar og átta sig á þeirri vanlíðan sem fylgir því að fá ekki fullnægjandi svefn.

Innlent
Fréttamynd

Allan daginn úti að leika og læra

Sveinlaug Sigurðardóttir leikskólakennari starfar sem útikennari við Krikaskóla í Mosfellsbæ. Hún kennir börnum gegnum frjálsan leik enda aðstæður til þess úti frábærar.

Lífið
Fréttamynd

Dúxaði í MH með 9,91 í meðaleinkunn

130 nemendur af sex námsbrautum voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær. Dúx skólans, Melkorka Gunborg Briansdóttir, útskrifaðist með aðra til fjórðu hæstu meðaleinkunn í sögu skólans eða 9,91 í meðaleinkunn. Hugi Kjartansson var semídúx með meðaleinkunn upp á 9,3.

Innlent
Fréttamynd

Niðurrif á áætlun eftir tafir vegna kæru

Niðurrif á Kársnesskóla í Kópavogi mun klárast í janúar og er á áætlun samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ. Í upphafi var áætlað að verklok yrðu 31. ágúst en kærumál tafði það að niðurrifið gæti hafist.

Innlent
Fréttamynd

Segja mótun menntastefnu miða vel

Um það bil 1800 manns tóku þátt í fundaröð mennta- og menningarmálaráðuneytisins um mótun nýrrar menntastefnu sem gilda á til ársins 2030. Fundirnir í röðinni voru 23 talsins og fóru fram víðs vegar um landið.

Innlent
Fréttamynd

Meiðandi slúðri um grunnskólabörn dreift á Instagram

Dæmi eru um að meiðandi slúðri um þrettán til fjórtán ára gömul grunnskólabörn sé dreift á sérstökum slúðursíðum á Instagram. Fjölmargar slíkar síður eru til, misvirkar, en þó virðast þær ná til flestra landshluta hér á landi. Slúðrið er oftar en ekki af kynferðislegum toga.

Innlent