Vilja göngubrú eða undirgöng vegna öryggis nemenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2019 10:33 Þess er krafist að sett verði göngubrú eða grafin undirgöng í stað þessarar gangbrautar. Visir/Tryggvi Páll Skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því að ráðist verði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn.Þetta kemur fram í bréfi sem skólaráðið og hverfisnefndin sendi á skipulagsráðs bæjarins en þar segir að í mörg ár hafi nemendur sem búi við Lyngholt og Stórholt þurft að ganga yfir Glerárgötu til þess að komast í skólann. Þjóðvegur 1 liggur um Glerárgötu sem er afar umferðarþung, enda um tvær akreinar að ræða í báðar áttir Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir aðgerðum til þess að bæta öryggi gangandi vegfarenda við götuna og nýverið voru sett upp gönguljós en alvarleg slys hafa orðið við gangbrautina. Í bréfinu segir aðeins nokkrar vikur séu síðan nemandi í skólanum brotnaði illa á læri og mjaðmakúlu þegar ekið var á hann.Íbúar vilja undirgöng eða göngubrú þar sem rauði hringurinn. Börn sem sækja Glerárskól (rauðar byggingar í vinstra horninu) þurfa sum hver að labba þar yfir til þess að komast í skólann.Mynd/Já.is„Það er því afar brýnt að auka umferðaröryggi nemenda enn meira en gert hefur verið,“ segir í bréfinu. Þá er einnig farið fram á það að settar verði gangbrautir víðar en nú er á helstu leiðum við Glerárskóla, sérstaklega við Höfðahlíð en í bréfinu segir að gatnamót Höfðahlíðar og Skarðshlíðar séu afar varasöm og erfið. Þá er bent á að hámarkshraði við Höfðahlíð, götuna sem Glerárskóli stendur við, sé 30 kílómetrar á klukkustund og því sé vert að bæta við göngubrautum, þrengingum og hraðahindrunum til þess að ökumenn fylgi reglum um hámarkshraða Í bókun skipulagsráðs vegna bréfsins segir að óskað verði eftir umsögn skipulagsviðs bæjarins, sem og umhverfis og mannvirkjasviðs um það sem lagt er til í bréfinu. Akureyri Samgöngur Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því að ráðist verði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn.Þetta kemur fram í bréfi sem skólaráðið og hverfisnefndin sendi á skipulagsráðs bæjarins en þar segir að í mörg ár hafi nemendur sem búi við Lyngholt og Stórholt þurft að ganga yfir Glerárgötu til þess að komast í skólann. Þjóðvegur 1 liggur um Glerárgötu sem er afar umferðarþung, enda um tvær akreinar að ræða í báðar áttir Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir aðgerðum til þess að bæta öryggi gangandi vegfarenda við götuna og nýverið voru sett upp gönguljós en alvarleg slys hafa orðið við gangbrautina. Í bréfinu segir aðeins nokkrar vikur séu síðan nemandi í skólanum brotnaði illa á læri og mjaðmakúlu þegar ekið var á hann.Íbúar vilja undirgöng eða göngubrú þar sem rauði hringurinn. Börn sem sækja Glerárskól (rauðar byggingar í vinstra horninu) þurfa sum hver að labba þar yfir til þess að komast í skólann.Mynd/Já.is„Það er því afar brýnt að auka umferðaröryggi nemenda enn meira en gert hefur verið,“ segir í bréfinu. Þá er einnig farið fram á það að settar verði gangbrautir víðar en nú er á helstu leiðum við Glerárskóla, sérstaklega við Höfðahlíð en í bréfinu segir að gatnamót Höfðahlíðar og Skarðshlíðar séu afar varasöm og erfið. Þá er bent á að hámarkshraði við Höfðahlíð, götuna sem Glerárskóli stendur við, sé 30 kílómetrar á klukkustund og því sé vert að bæta við göngubrautum, þrengingum og hraðahindrunum til þess að ökumenn fylgi reglum um hámarkshraða Í bókun skipulagsráðs vegna bréfsins segir að óskað verði eftir umsögn skipulagsviðs bæjarins, sem og umhverfis og mannvirkjasviðs um það sem lagt er til í bréfinu.
Akureyri Samgöngur Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira