Vilja göngubrú eða undirgöng vegna öryggis nemenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2019 10:33 Þess er krafist að sett verði göngubrú eða grafin undirgöng í stað þessarar gangbrautar. Visir/Tryggvi Páll Skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því að ráðist verði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn.Þetta kemur fram í bréfi sem skólaráðið og hverfisnefndin sendi á skipulagsráðs bæjarins en þar segir að í mörg ár hafi nemendur sem búi við Lyngholt og Stórholt þurft að ganga yfir Glerárgötu til þess að komast í skólann. Þjóðvegur 1 liggur um Glerárgötu sem er afar umferðarþung, enda um tvær akreinar að ræða í báðar áttir Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir aðgerðum til þess að bæta öryggi gangandi vegfarenda við götuna og nýverið voru sett upp gönguljós en alvarleg slys hafa orðið við gangbrautina. Í bréfinu segir aðeins nokkrar vikur séu síðan nemandi í skólanum brotnaði illa á læri og mjaðmakúlu þegar ekið var á hann.Íbúar vilja undirgöng eða göngubrú þar sem rauði hringurinn. Börn sem sækja Glerárskól (rauðar byggingar í vinstra horninu) þurfa sum hver að labba þar yfir til þess að komast í skólann.Mynd/Já.is„Það er því afar brýnt að auka umferðaröryggi nemenda enn meira en gert hefur verið,“ segir í bréfinu. Þá er einnig farið fram á það að settar verði gangbrautir víðar en nú er á helstu leiðum við Glerárskóla, sérstaklega við Höfðahlíð en í bréfinu segir að gatnamót Höfðahlíðar og Skarðshlíðar séu afar varasöm og erfið. Þá er bent á að hámarkshraði við Höfðahlíð, götuna sem Glerárskóli stendur við, sé 30 kílómetrar á klukkustund og því sé vert að bæta við göngubrautum, þrengingum og hraðahindrunum til þess að ökumenn fylgi reglum um hámarkshraða Í bókun skipulagsráðs vegna bréfsins segir að óskað verði eftir umsögn skipulagsviðs bæjarins, sem og umhverfis og mannvirkjasviðs um það sem lagt er til í bréfinu. Akureyri Samgöngur Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því að ráðist verði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn.Þetta kemur fram í bréfi sem skólaráðið og hverfisnefndin sendi á skipulagsráðs bæjarins en þar segir að í mörg ár hafi nemendur sem búi við Lyngholt og Stórholt þurft að ganga yfir Glerárgötu til þess að komast í skólann. Þjóðvegur 1 liggur um Glerárgötu sem er afar umferðarþung, enda um tvær akreinar að ræða í báðar áttir Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir aðgerðum til þess að bæta öryggi gangandi vegfarenda við götuna og nýverið voru sett upp gönguljós en alvarleg slys hafa orðið við gangbrautina. Í bréfinu segir aðeins nokkrar vikur séu síðan nemandi í skólanum brotnaði illa á læri og mjaðmakúlu þegar ekið var á hann.Íbúar vilja undirgöng eða göngubrú þar sem rauði hringurinn. Börn sem sækja Glerárskól (rauðar byggingar í vinstra horninu) þurfa sum hver að labba þar yfir til þess að komast í skólann.Mynd/Já.is„Það er því afar brýnt að auka umferðaröryggi nemenda enn meira en gert hefur verið,“ segir í bréfinu. Þá er einnig farið fram á það að settar verði gangbrautir víðar en nú er á helstu leiðum við Glerárskóla, sérstaklega við Höfðahlíð en í bréfinu segir að gatnamót Höfðahlíðar og Skarðshlíðar séu afar varasöm og erfið. Þá er bent á að hámarkshraði við Höfðahlíð, götuna sem Glerárskóli stendur við, sé 30 kílómetrar á klukkustund og því sé vert að bæta við göngubrautum, þrengingum og hraðahindrunum til þess að ökumenn fylgi reglum um hámarkshraða Í bókun skipulagsráðs vegna bréfsins segir að óskað verði eftir umsögn skipulagsviðs bæjarins, sem og umhverfis og mannvirkjasviðs um það sem lagt er til í bréfinu.
Akureyri Samgöngur Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira