Niðurrif á áætlun eftir tafir vegna kæru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2018 13:15 Það sem eftir stendur af Kárnsesskóla. Vísir/Vilhelm Niðurrif á Kársnesskóla í Kópavogi mun klárast í janúar og er á áætlun samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ. Í upphafi var áætlað að verklok yrðu 31. ágúst en kærumál tafði það að niðurrifið gæti hafist. Bæjarfulltrúinn fyrrverandi Ómar Stefánsson, vakti athygli á framgangi niðurrifsins í Facebook-hópnum Kársnesið okkar og fannst honum framkvæmdirnar ganga heldur hægt, miðað við í fyrstu var gert ráð fyrir að verkinu yrði lokið 31. ágúst samkvæmt útboði. Töluverðar umræður spunnust í kjölfarið í þræðinum um skólann og þótti mörgum sorglegt að sjá hinn 60 ár gamla skóla hverfa smátt og smátt þrátt fyrir að flestir þeirra sem lögðu orð í belg gerðu sér grein fyrir því að byggingin hafi verið orðin óheilsusamleg sökum raka og myglu.Stórvirkar vinnuvélar munu sjá um að rífa það sem eftir er.Vísir/VilhelmÁstæðan fyrir töfunum er sú að útboð Kópavogsbæjar vegna niðurrifs skólans var kært en fyrirtækið sem átti næstlægsta tilboðið í niðurrifið taldi tilboð fyrirtækisins sem átti lægsta tilboðið ógilt þar sem tiltekin gögn hafi ekki fylgt með tilboðinu.„Meðan það var að ganga í gegnum kerfið var ekkert hægt að gera þannig að niðurrifið hófst í haust þegar niðurstaða í kærumálinu lá fyrir,“ segir Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar í samtali við Vísi.Hafist var handa í október við að rífa skólann. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í dag virðist töluverð vinna vera eftir en Sigríður Björg segir þó að tímafrekustu vinnunni sé lokið.„Skelin stendur en það sem er búið að gera og er langseinlegast er að taka allt innvolsið og flokka það. Svo verður skelin tekin með stórvirkum vinnuvélum,“ segir Sigríður Björg sem gerir ráð fyrir að verkið klárist í janúar.Hönnun á nýjum skóla og leikskóla á skólalóðinni stendur nú yfir og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið í sumar. Þegar hönnuninn liggur fyrir verða framkvæmdir á nýjum byggingum boðnar út. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Niðurrif á Kársnesskóla í Kópavogi mun klárast í janúar og er á áætlun samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ. Í upphafi var áætlað að verklok yrðu 31. ágúst en kærumál tafði það að niðurrifið gæti hafist. Bæjarfulltrúinn fyrrverandi Ómar Stefánsson, vakti athygli á framgangi niðurrifsins í Facebook-hópnum Kársnesið okkar og fannst honum framkvæmdirnar ganga heldur hægt, miðað við í fyrstu var gert ráð fyrir að verkinu yrði lokið 31. ágúst samkvæmt útboði. Töluverðar umræður spunnust í kjölfarið í þræðinum um skólann og þótti mörgum sorglegt að sjá hinn 60 ár gamla skóla hverfa smátt og smátt þrátt fyrir að flestir þeirra sem lögðu orð í belg gerðu sér grein fyrir því að byggingin hafi verið orðin óheilsusamleg sökum raka og myglu.Stórvirkar vinnuvélar munu sjá um að rífa það sem eftir er.Vísir/VilhelmÁstæðan fyrir töfunum er sú að útboð Kópavogsbæjar vegna niðurrifs skólans var kært en fyrirtækið sem átti næstlægsta tilboðið í niðurrifið taldi tilboð fyrirtækisins sem átti lægsta tilboðið ógilt þar sem tiltekin gögn hafi ekki fylgt með tilboðinu.„Meðan það var að ganga í gegnum kerfið var ekkert hægt að gera þannig að niðurrifið hófst í haust þegar niðurstaða í kærumálinu lá fyrir,“ segir Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar í samtali við Vísi.Hafist var handa í október við að rífa skólann. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í dag virðist töluverð vinna vera eftir en Sigríður Björg segir þó að tímafrekustu vinnunni sé lokið.„Skelin stendur en það sem er búið að gera og er langseinlegast er að taka allt innvolsið og flokka það. Svo verður skelin tekin með stórvirkum vinnuvélum,“ segir Sigríður Björg sem gerir ráð fyrir að verkið klárist í janúar.Hönnun á nýjum skóla og leikskóla á skólalóðinni stendur nú yfir og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið í sumar. Þegar hönnuninn liggur fyrir verða framkvæmdir á nýjum byggingum boðnar út.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42
Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent