Kjaramál

Fréttamynd

Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til björgunar félaginu

Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning.

Innlent
Fréttamynd

Vondaufur um að fundahöld skili nokkru

Forstjóri Icelandair Group segir stöðuna sem upp er komin eftir að félagsmenn FFÍ kolfelldu kjarasamning við flugfélagið ekki vera góða. Tilgangslaust er að mati forstjórans að funda um málið, lengra verði ekki komist í samningsátt.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumenn í sóttkví ekki fengið greitt

Í tveimur tilvikum þar sem lögreglumenn hafa þurft að fara í sóttkví vegna afskipta af einstaklingum sem grunur lék á að væru smitaðir af Covid-19 var það afstaða yfirmanna þeirra að þeir ættu ekki rétt til greiðslna meðan á sóttkví stendur.

Innlent
Fréttamynd

Besta leiðin til að bæta kjör aldraðra?

Í nýlegri „stefnumarkandi ályktun“ stjórnar Landssambands eldri borgara segir að „besta leiðin til að bæta kjör lífeyr­isþega“ sé að hækka almenna frítekjumarkið úr 25 þús. kr. á mánuði í 100 þús. kr.

Skoðun
Fréttamynd

Á von á því að samningurinn verði samþykktur

Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur.

Innlent
Fréttamynd

„Boltinn í raun og veru hjá félaginu“

Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins.

Innlent
Fréttamynd

Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning

Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær.

Innlent