Kjaramál

Fréttamynd

Dómarar fá vænan jólabónus

Stjórn dómstólasýslunnar ákvað á fundi sínum sem fram fór 10. nóvember á síðasta ári að persónuuppbót dómara í desember skuli vera 229.500 krónur.

Innlent
Fréttamynd

SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar

Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn.

Innlent
Fréttamynd

„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum

Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna.

Innlent
Fréttamynd

Sól­veig Anna reiknar með að Efling geri gagn­til­boð

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd stéttarfélagsins muni nú leggjast yfir samningstilboð Samtaka atvinnulífsins um gerð nýs kjarasamnings sem lagt var fram í dag. Hún reiknar með því að SA verði gert gagntilboð. 

Innlent
Fréttamynd

Lögðu fram samningstilboð til Eflingar

Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 

Innlent
Fréttamynd

Fögnum nýju ári, kveðjum þreytta frasa

Varla var blekið þornað á nýgerðum kjarasamningum á almennum markaði nú fyrir jólin þegar forystufólk í atvinnulífi, ritstjórar dagblaða og alþingismenn hófu hefðbundna áróðursherferð gegn „hinu opinbera“. Inntaki hennar mætti lýsa svo: Hagkerfinu er ógnað vegna komandi kjarasamninga á opinberum markaði og sérstaklega í ljósi óhóflegs launastigs opinberra starfsmanna. Opinber rekstur er dragbítur á verðmætasköpun og vegur að samkeppnishæfni fyrirtækja á almennum markaði. Fyrirtæki og starfsfólk á almennum vinnumarkaði skapa verðmæti fyrir samfélagið, annað en starfsfólk á opinberum vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Brú yfir óvissutíma

Það blasir við hverjum sem sjá vill að Samtök atvinnulífsins geta ekki samið um aðrar og meiri launahækkanir en felast í þegar gerðum samningum. Í því myndi felast trúnaðarbrot gagnvart verkalýðsfélögunum sem þegar hafa samið og starfa um allt land en ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að verkalýðsfélög sem enn hafa ekki samið muni viðurkenna þessa óumflýjanlegu staðreynd.

Umræðan
Fréttamynd

Tækifærin bíða

Um leið og opinberum starfsmönnum fjölgar nánast stjórnlaust fá þeir kjarabætur sem eru mun ríflegri en á almenna markaðnum. Fyrirtæki verða æ oftar fyrir því að geta ekki keppt við hið opinbera varðandi laun eða starfsaðstæður, sérstaklega þegar um sérfræðinga og millistjórnendur er að ræða. Þetta er öfugþróun, sem verður að sporna gegn á nýju ári þegar hið opinbera sezt á ný að samningaborði með stéttarfélögum opinberra starfsmanna. Ekkert hagkerfi getur staðið undir því að hið opinbera sé leiðandi í launa- og kjaraþróun.

Umræðan
Fréttamynd

Uppistand um kjaramál merki um hærri aldur

Sjötta árið í röð gerir uppistandarinn Ari Eldjárn upp árið í sýningu sinni áramótaskop í Háskólabíói. Á næstu tveimur vikunum sýnir hann tólf sinnum. Burðarstykki í sýningunni fjallar um kjaramál sem Ari segir merki um að hann sé að eldast.

Lífið
Fréttamynd

„Skyn­sam­legri nýting á tíma“

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að það hafi verið ákveðið að fresta fyrirhuguðum fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að höfðu samráði við samninganefndir. Fundi samninganefnda hefur verið frestað til 4. janúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Fundi Eflingar og SA frestað fram á nýtt ár

Fyrirhuguðum fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem fara átti fram í dag, hefur verið frestað fram á næsta ár. Þess í stað mun vinnufundur minni hóps fara fram á morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Það var ekki mikill hljóm­grunnur fyrir okkar sjónar­miðum“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna.

Innlent
Fréttamynd

Sólveig Anna segir Eflingu hafa komið til móts við SA en vill meiri hækkanir

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að félagið hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins með nýju samningstilboði sem kynnt var í gær. Hún segir þó alveg ljóst að verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkanir en samið hafi verið um í samningum við Starfsgreinasambandið.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að hreyfingin geti staðið þéttar saman fyrir næstu samninga

Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í VR, Landssambandi verslunarmanna og samfloti iðn- og tæknimanna hefur samþykkt skammtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Formaður VR bindur vonir við að Efling nái að semja sem fyrst og að hreyfingin standi þéttar saman fyrir næstu samninga.

Innlent
Fréttamynd

Efling fikrar sig nær SA með nýju til­boði

Stéttarfélagið Efling hefur gert Samtökum atvinnulífsins (SA) tilboð um endurnýjun samninga. Í nýju tilboði er samþykkt að hagvaxtarauki sem bætast átti á laun í apríl á næsta ári falli niður en á móti koma aðra launaliðshækkanir. 

Innlent
Fréttamynd

Fé­lags­menn VR sam­þykktu kjara­samninga við SA og FA

Félagsmenn VR hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru niðurstöðurnar kynntar rétt í þessu. Báðir samningar voru samþykktir með yfir 80 prósent atkvæða. 

Innlent
Fréttamynd

86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA

Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins.

Innlent
Fréttamynd

Níu af tíu samþykktu SGS-samninginn á Akranesi

Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness samþykktu með yfirgnæfandi meirihluti kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til fimmtán mánaða. Formaður félagsins og Starfsgreinasambandsins á von á að samningurinn verði samþykktur.

Innlent
Fréttamynd

Rifrildi og ósætti eða tær snilld

Ég hélt að ég myndi ekki skrifa meira um kjaramál, en hér er ég aftur, ég get bara ekki setið á mér. Ég er svo uppveðruð af þessu öllu. Fréttir um náða samninga hafa létt svo mikið á spennunni og ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig áframhaldið verður. Því þetta held ég að sé ekki búið. Þetta er gálgafrestur að einhverju stóru.

Skoðun
Fréttamynd

Gengur betur næst?

Í sumar birti ég greinarflokk á Kjarnanum þar sem ég fjallaði um kreppu og hnignun íslensku verkalýðshreyfingarinnar síðustu fjóra áratugi og greindi ástæðurnar þar að baki. Nú hefur sú kreppa spilast út fyrir almenningssjónum enn á ný, að þessu sinni með snautlegri niðurstöðu af kjarasamningagerð stærstu landssambanda hreyfingarinnar.

Skoðun