„Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2023 13:26 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, er farin inn á fund í húsakynnum ríkissáttasemjara með samninganefndum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í von um nýjan kjarasamning. Vísir/Vilhelm Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að það sé góðs viti að viðræður séu í gangi. „Þetta var langur fundur og það er auðvitað mjög gott þegar það er samtal á milli aðilanna og við erum að vonast til þess að við séum að þokast nær hvort öðru.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hafi fikrað sig nær kröfum BSRB. „Þetta er auðvitað alltaf samtal sem er í gangi. Við erum bæði með stór baklönd þannig að það er erfitt að segja hver niðurstaðan gæti orðið en það er klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga.“ Það sé þó tvennt sem BSRB geti ekki hvikað frá þrátt fyrir góðan samningsvilja. „Það er að við séum að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og sömuleiðis að það verði að lyfta allra lægstu laununum eins og hefur verði gert hjá Reykjavíkurborg þannig að verið sé að jafna launin þvert á sveitarfélögin,“ segir Sonja. Næsti fasi verkfallsaðgerða vofir yfir viðræðum Vonir eru nýhafinn fund og stefnt að því að hann verði í lengri kantinum. Verkföll hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur. Þrýstingurinn eykst eftir því sem dagarnir líða samhliða stigmögnun verkfallsaðgerða. Ef samningsaðilar ná ekki saman fyrir mánudag hefst nýr og beittari fasi aðgerða. „Á mánudag, eins og varðandi leikskólana, þá leggur fólkið okkar sem starfa þar í 29 sveitarfélögum alfarið niður störf fram að 5. júlí og svo auðvitað bætast við fleiri staðir. Þetta eru áhaldahúsin, bæjarskrifstofurnar og þetta verður ótímabundið verkfall þar samningar nást varðandi sundlaugar og íþróttamannvirki. Það getur líka haft áhrif á vinnuskóla og almenningssamgöngur þannig að það bætist í fjölda starfa og sömuleiðis fjölda fólks sem leggur niður störf.“ Sonja segir að bandalagið finni fyrir miklum stuðningi. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir það og við finnum að það er að hafa áhrif. Ég vil líka færa bestu þakkir til foreldranna sem skipulögðu mótmæli í Kópavogi í gær. Ég held að þetta hafi tvímælalaust allt sitt að segja.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið um nótt en verður fram haldið klukkan eitt Samningafundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk laust fyrir klukkan tvö liðna nótt. 1. júní 2023 06:25 Deiluaðilar funda í Karphúsinu í kvöld Forystumenn samningsaðila BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga koma saman í Karphúsinu í kvöld, að beiðni aðstoðarríkissáttasemjara, sem sér um deiluna. 31. maí 2023 14:40 Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að það sé góðs viti að viðræður séu í gangi. „Þetta var langur fundur og það er auðvitað mjög gott þegar það er samtal á milli aðilanna og við erum að vonast til þess að við séum að þokast nær hvort öðru.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hafi fikrað sig nær kröfum BSRB. „Þetta er auðvitað alltaf samtal sem er í gangi. Við erum bæði með stór baklönd þannig að það er erfitt að segja hver niðurstaðan gæti orðið en það er klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga.“ Það sé þó tvennt sem BSRB geti ekki hvikað frá þrátt fyrir góðan samningsvilja. „Það er að við séum að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og sömuleiðis að það verði að lyfta allra lægstu laununum eins og hefur verði gert hjá Reykjavíkurborg þannig að verið sé að jafna launin þvert á sveitarfélögin,“ segir Sonja. Næsti fasi verkfallsaðgerða vofir yfir viðræðum Vonir eru nýhafinn fund og stefnt að því að hann verði í lengri kantinum. Verkföll hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur. Þrýstingurinn eykst eftir því sem dagarnir líða samhliða stigmögnun verkfallsaðgerða. Ef samningsaðilar ná ekki saman fyrir mánudag hefst nýr og beittari fasi aðgerða. „Á mánudag, eins og varðandi leikskólana, þá leggur fólkið okkar sem starfa þar í 29 sveitarfélögum alfarið niður störf fram að 5. júlí og svo auðvitað bætast við fleiri staðir. Þetta eru áhaldahúsin, bæjarskrifstofurnar og þetta verður ótímabundið verkfall þar samningar nást varðandi sundlaugar og íþróttamannvirki. Það getur líka haft áhrif á vinnuskóla og almenningssamgöngur þannig að það bætist í fjölda starfa og sömuleiðis fjölda fólks sem leggur niður störf.“ Sonja segir að bandalagið finni fyrir miklum stuðningi. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir það og við finnum að það er að hafa áhrif. Ég vil líka færa bestu þakkir til foreldranna sem skipulögðu mótmæli í Kópavogi í gær. Ég held að þetta hafi tvímælalaust allt sitt að segja.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið um nótt en verður fram haldið klukkan eitt Samningafundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk laust fyrir klukkan tvö liðna nótt. 1. júní 2023 06:25 Deiluaðilar funda í Karphúsinu í kvöld Forystumenn samningsaðila BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga koma saman í Karphúsinu í kvöld, að beiðni aðstoðarríkissáttasemjara, sem sér um deiluna. 31. maí 2023 14:40 Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Fundi slitið um nótt en verður fram haldið klukkan eitt Samningafundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk laust fyrir klukkan tvö liðna nótt. 1. júní 2023 06:25
Deiluaðilar funda í Karphúsinu í kvöld Forystumenn samningsaðila BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga koma saman í Karphúsinu í kvöld, að beiðni aðstoðarríkissáttasemjara, sem sér um deiluna. 31. maí 2023 14:40
Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent