Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Árni Sæberg skrifar 29. maí 2023 21:33 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að laun æðstu ráðamanna ríkisins, sem eru meðal annarra Alþingismenn, ráðherrar, dómarar og Seðlabankastjóri, hækki töluvert þann 1. júlí. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, birti í kvöld samantekt á krónutöluhækkunum Alþingismanna. Þær eru eftirfarandi: 85.000 - Óbreyttir þingmenn 141.000 - Forseti þingsins 141.000 - Ráðherrar 156.000 - Forsætisráðherra 127.000 - Formenn flokka án ráðherrastóls „Þetta er svo mikil hræsni sem er í gangi. SGS samdi bara um krónutölur, við sömdum ekkert um prósentur. Iðnaðarmenn sömdu hins vegar um krónutöluhækkanir á kauptaxtana og svo voru þeir með 6,75 prósent handa þeim sem ekki tóku laun eftir kauptöxtum, en að hámarki 66 þúsund,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segir því undarlegt að sjá háar krónutöluhækkanir á launum ráðamanna þrátt fyrir að hækkunin sé ekki mikil í prósentum talið. Ráðamenn hafi gagnrýnt verkalýðsforystuna fyrir þá kjarasamninga sem voru gerðir í vetur og sagt þá óábyrga og stuðla að hækkandi verðbólgu. „Það fer bara á engan hátt saman hljóð og mynd hjá þessu fólki.“ Forsætisráðherra segir kerfið gott Í kvöldfréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um komandi launahækkanir ráðamanna. Hún segir hækkanirnar vera í samræmi við lög sem sett voru árið 2019, þegar kjararáð var lagt niður. Í lögunum segir að laun ráðamanna skuli taka breytingum 1. júlí ár hvert í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Katrín bendir á til upprifjunar að kjararáð hefi verið mjög umdeilt á sínum tíma og segir að núgildandi lög séu góð og þau tryggi gagnsæi. „Það að við erum ekki leiðandi í launaþróun heldur fylgjum launaþróun ríkisstarfsmanna. Og það er algjörlega fyrirsjáanlegt líka sem var ekki með gamla kerfið með gamla kjararáðinu,“ segir Katrín í samtali við RÚV. Katrín segir núverandi fyrirkomulag betra en það sem var við lýði þegar kjararáð var og hét.Stöð 2/Ívar Fannar Skilaboð um að hækkun á almennum markaði hafi ekki verið næg „Það er grátbroslegt að sjá ráðamenn sem hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna fyrir afar óábyrga kjarasamninga taka 113% hærri launahækkun en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. En þetta sýnir líka hvernig prósentuhækkanir eru tryllitæki blekkingar og aflgjafi misskiptingar og óréttlætis,“ segir Vilhjálmur í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Í samtali við Vísi segir hann að komandi hækkanir launa ráðamanna séu ekkert annað en skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar um að launahækkanir, sem samið var um í vetur, hafi ekki verið nægilega miklar. „Þeir komast allavega ekki með tærnar þar sem krónutölurnar þeirra hafa hælana,“ segir hann. Ráðamenn skuli sjá sóma sinn í því að þegja Vilhjálmur segir að það minnsta sem ráðamenn geti gert nú sé að sjá sóma sinn í því að þegja. „Það er það minnsta, standa ekki hér á öllum þökum og kenna íslenskum verkalýð um, segja að það þurfi að taka upp nýtt vinnumarkaðsmódel, hér sé vinnumarkaður gjörsamlega óbeislaður. Og horfa svo á þessar tölur samanborið við það sem samið var um á almennum markaði. Þá verður þetta ágæta fólk bara að spyrja sig að því hver er óábyrgur.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að laun æðstu ráðamanna ríkisins, sem eru meðal annarra Alþingismenn, ráðherrar, dómarar og Seðlabankastjóri, hækki töluvert þann 1. júlí. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, birti í kvöld samantekt á krónutöluhækkunum Alþingismanna. Þær eru eftirfarandi: 85.000 - Óbreyttir þingmenn 141.000 - Forseti þingsins 141.000 - Ráðherrar 156.000 - Forsætisráðherra 127.000 - Formenn flokka án ráðherrastóls „Þetta er svo mikil hræsni sem er í gangi. SGS samdi bara um krónutölur, við sömdum ekkert um prósentur. Iðnaðarmenn sömdu hins vegar um krónutöluhækkanir á kauptaxtana og svo voru þeir með 6,75 prósent handa þeim sem ekki tóku laun eftir kauptöxtum, en að hámarki 66 þúsund,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segir því undarlegt að sjá háar krónutöluhækkanir á launum ráðamanna þrátt fyrir að hækkunin sé ekki mikil í prósentum talið. Ráðamenn hafi gagnrýnt verkalýðsforystuna fyrir þá kjarasamninga sem voru gerðir í vetur og sagt þá óábyrga og stuðla að hækkandi verðbólgu. „Það fer bara á engan hátt saman hljóð og mynd hjá þessu fólki.“ Forsætisráðherra segir kerfið gott Í kvöldfréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um komandi launahækkanir ráðamanna. Hún segir hækkanirnar vera í samræmi við lög sem sett voru árið 2019, þegar kjararáð var lagt niður. Í lögunum segir að laun ráðamanna skuli taka breytingum 1. júlí ár hvert í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Katrín bendir á til upprifjunar að kjararáð hefi verið mjög umdeilt á sínum tíma og segir að núgildandi lög séu góð og þau tryggi gagnsæi. „Það að við erum ekki leiðandi í launaþróun heldur fylgjum launaþróun ríkisstarfsmanna. Og það er algjörlega fyrirsjáanlegt líka sem var ekki með gamla kerfið með gamla kjararáðinu,“ segir Katrín í samtali við RÚV. Katrín segir núverandi fyrirkomulag betra en það sem var við lýði þegar kjararáð var og hét.Stöð 2/Ívar Fannar Skilaboð um að hækkun á almennum markaði hafi ekki verið næg „Það er grátbroslegt að sjá ráðamenn sem hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna fyrir afar óábyrga kjarasamninga taka 113% hærri launahækkun en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. En þetta sýnir líka hvernig prósentuhækkanir eru tryllitæki blekkingar og aflgjafi misskiptingar og óréttlætis,“ segir Vilhjálmur í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Í samtali við Vísi segir hann að komandi hækkanir launa ráðamanna séu ekkert annað en skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar um að launahækkanir, sem samið var um í vetur, hafi ekki verið nægilega miklar. „Þeir komast allavega ekki með tærnar þar sem krónutölurnar þeirra hafa hælana,“ segir hann. Ráðamenn skuli sjá sóma sinn í því að þegja Vilhjálmur segir að það minnsta sem ráðamenn geti gert nú sé að sjá sóma sinn í því að þegja. „Það er það minnsta, standa ekki hér á öllum þökum og kenna íslenskum verkalýð um, segja að það þurfi að taka upp nýtt vinnumarkaðsmódel, hér sé vinnumarkaður gjörsamlega óbeislaður. Og horfa svo á þessar tölur samanborið við það sem samið var um á almennum markaði. Þá verður þetta ágæta fólk bara að spyrja sig að því hver er óábyrgur.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda