Ísrael

Fréttamynd

Sigur­vegarinn vill banna Ísrael

Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. 

Lífið
Fréttamynd

Mót­mæla við utan­ríkis­ráðu­neytið

Nokkur fjöldi fólks er saman kominn við utanríkisráðuneytið í nýja Landsbankahúsinu í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla aðgerðarleysi Íslands vegna blóðsúthellinga á Gasa. Tími bréfaskrifta sé liðinn og taka þurfi upp viðskiptaþvinganir á Ísrael.

Innlent
Fréttamynd

Dreifing hjálpar­gagna enn ekki hafin

Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin.  Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki.

Erlent
Fréttamynd

Hætta við­ræðum við Ísrael og boða að­gerðir

Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið.

Erlent
Fréttamynd

Vill Ísrael og Úkraínu úr Euro­vision

Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra.

Lífið
Fréttamynd

For­sætis­ráð­herra Spánar vill Ísrael í bann frá Euro­vision

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022.

Erlent
Fréttamynd

Rapyd sé ís­lenskt fyrir­tæki með kenni­tölu frá 1983

Forsvarsmenn Rapyd á Íslandi segja fyrirtækið íslenskt og að starfsemi þess byggi á áratugalangri sögu Valitor og Korta, sem hafi verið sameinuð undir merkjum Rapyd. Þeir sýni því skilning að fólk hafi skoðun á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs en umfjöllun þurfi að byggja á staðreyndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný­liðar á rá­spól fyrir stærsta kapp­akstur í heimi

Ísraelsk-rússneski ökuþórinn og nýliðinn Robert Shwartzman kom öllum að óvörum þegar hann náði ráspól fyrir Indianapolis 500-kappaksturinn í tímatökum í gær. Þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem Prema-lið hans tekur þátt í þessum stærsta kappakstri í heimi.

Sport
Fréttamynd

Ísraelsk stjórn­völd segjast ætla að hleypa hjálpar­gögnum á Gasa

Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin.

Erlent
Fréttamynd

Spænska ríkis­sjón­varpið vill að síma­kosningin verði yfir­farin

Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni.

Erlent
Fréttamynd

Gegndar­laus á­róður hafi tryggt gott gengi Ísraels

Austurríki kom, sá og sigraði Eurovision söngvakeppnina í gær. Á tíma leit hinsvegar út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum, þrátt fyrir umdeilda þátttöku. Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu keppninnar en aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist ekki hissa á góðu gengi Ísrael, það sé að þakka gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Ein óvæntustu úr­slit Euro­vision-sögunnar

Að loknu dramatísku Eurovision kvöldi í Basel er margt sem fólk klórar sér í kollinum yfir. Austurríkismaðurinn JJ stóð óvænt uppi sem sigurvegari með lagi sínu Wasted Love. Veðbankar töldu allar líkur á sigri Svía sem komust ekki í topp þrjú. Fréttamaður hefur fylgst grannt með Eurovision síðustu ár, og getur með sanni sagt að heildarúrslitin hafi verið ein þau óvæntustu í sögunni.

Lífið
Fréttamynd

Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá

„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru okkar. Slík uppgjöf fer gegn öllu því sem kristin trú stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Biskupafundi.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja stjórn­völd í Ís­rael til að breyta stefnu sinni tafar­laust

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra undirritaði í dag yfirlýsingu með leiðtogum sex annarra ríkja þar sem þeir lýsa því yfir að tafarlausra aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. Ísland átti frumkvæði að gerð yfirlýsingarinnar samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins og veitti því forystu ásamt Spáni að hópurinn náði saman.

Innlent
Fréttamynd

Gerðu um­fangs­miklar á­rásir á Jemen

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á Húta í Jemen í dag. Miklar skemmdir hafi verið unndar á höfnum undir stjórn Húta og flugvellinum í Sanaa.

Erlent
Fréttamynd

Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík

Minnst 114 féllu í loftárásum Ísraelshers á Gasa á fimmtudag. Ísraelsher hefur fjölgað loftárásum sínum og segir þær beinast að innviðum og Hamas-liðum. Aðgerðirnar eru sagðar undanfari aukins landhernaðar á Gasa en yfirvöld í Ísrael hafa boðað að svæðið verði hernumið.

Erlent
Fréttamynd

Fjöl­skylda truflaði flutning Ís­raela

Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 

Lífið
Fréttamynd

Vill gera Gasa að „frelsissvæði“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í morgun vilja gera Gasaströndina að „frelsissvæði“. Það gæti gerst ef Bandaríkin myndu taka yfir stjórn svæðisins, eins og hann hefur áður talað um.

Erlent
Fréttamynd

Alþjóðaglæpa­dómstóllinn lamaður vegna þvingana Banda­ríkjanna

Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna.

Erlent