Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Eiður Þór Árnason og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 5. desember 2025 20:11 Nýverið var greint frá því að tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur væri ekki lengur aðgengileg á streymisveitum í Ísrael. Santiago Felipe/Redferns for ABA Tvísýnt er hvaða ákvörðun stjórn RÚV mun taka um þátttöku Íslands í Eurovision á fundi sínum næsta miðvikudag. Björk Guðmundsdóttir tekur undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og skorar á stjórn RÚV að draga sig úr keppninni á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu finnst minnihluta stjórnarmanna RÚV að ákvörðunin eigi að vera í höndum ráðherra, frekar en í höndum stjórnar, þar sem um pólitíska ákvörðun sé að ræða. Samþykkt var á fundi aðildarríkja Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva í gær að leyfa Ísrael að taka þátt í Eurovision á næsta ári. Í kjölfarið hafa Spánn, Írland, Slóvenía og Holland tilkynnt að þau verði ekki með það ár. Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður RÚV, hefur sagt ákvörðunina vonbrigði. Klippa: Ísland með Eurovision? Tónlistarmaðurinn Páll Óskar hefur skorað á RÚV að taka ekki þátt í Eurovision á næsta ári. Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur nú lýst yfir stuðningi við þessa áskorun. „Tökum undir hvert einasta orðs Páls Óskars og óskum stjórn RÚV hugrekkis í ákvarðanatöku á miðvikudaginn 🙏🙏🙏👂👂👂 Hugsa með hjartanu,“ skrifar Björk í færslu sem hún birtir á samfélagsmiðlunum Instagram og Facebook. Tónlistarkonan heimsþekkta er með yfir 2,2 milljónir fylgjenda á Instagram. Í færslunni vísar Björk til viðtals sem tekið var við Pál fyrr í dag. Beinir hún skilaboðum sínum til stjórnar RÚV og merkir alla tíu meðlimi stjórnarinnar í færslunni. Ísland geti haldið eigin keppni Páll Óskar vill að RÚV sniðgangi Eurovision þar til Ísrael hefur verið vísað úr keppni. „Það þarf að setja hér skýr mörk. Það er skandall að EBU [Samband evrópskra sjónvarpsstöðva] hafi leyft Ísrael að halda áfram og tekið þá ákvörðun eftir allt sem á undan er gengið,“ sagði Páll Óskar í fréttum Sýnar í kvöld. „Ég held að það séu margar góðar hugmyndir í pottinum. Við getum víst haldið okkar eigin söngvakeppni og boðið löndunum sem eru að sniðganga núna. Bjóðum Slóveníu, Spáni, Írlandi, Hollandi. Bjóðum þeim að vera með og látum allan ágóðann renna til barnanna á Gasa. Af hverju ekki?“ Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Stjórn Ríkisútvarpsins liggur nú undir feldi vegna þátttöku Íslands í Eurovision eftir að ákveðið var í gær að leyfa Ísraelum að taka þátt. Fjögur lönd hafa þegar tilkynnt að þau muni draga sig úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson skorar á stjórnina að segja Ísland úr keppni. 5. desember 2025 12:01 Ísraelar fá að vera með í Eurovision Fulltrúar evrópska sjónvarpsstöðva samþykktu í dag að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vínarborg í Austurríki. Mikill meirihluti samþykkti nýjar reglur um söngvakeppnina en þær breytingar fólu í sér þátttöku Ísraela. 4. desember 2025 17:37 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu finnst minnihluta stjórnarmanna RÚV að ákvörðunin eigi að vera í höndum ráðherra, frekar en í höndum stjórnar, þar sem um pólitíska ákvörðun sé að ræða. Samþykkt var á fundi aðildarríkja Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva í gær að leyfa Ísrael að taka þátt í Eurovision á næsta ári. Í kjölfarið hafa Spánn, Írland, Slóvenía og Holland tilkynnt að þau verði ekki með það ár. Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður RÚV, hefur sagt ákvörðunina vonbrigði. Klippa: Ísland með Eurovision? Tónlistarmaðurinn Páll Óskar hefur skorað á RÚV að taka ekki þátt í Eurovision á næsta ári. Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur nú lýst yfir stuðningi við þessa áskorun. „Tökum undir hvert einasta orðs Páls Óskars og óskum stjórn RÚV hugrekkis í ákvarðanatöku á miðvikudaginn 🙏🙏🙏👂👂👂 Hugsa með hjartanu,“ skrifar Björk í færslu sem hún birtir á samfélagsmiðlunum Instagram og Facebook. Tónlistarkonan heimsþekkta er með yfir 2,2 milljónir fylgjenda á Instagram. Í færslunni vísar Björk til viðtals sem tekið var við Pál fyrr í dag. Beinir hún skilaboðum sínum til stjórnar RÚV og merkir alla tíu meðlimi stjórnarinnar í færslunni. Ísland geti haldið eigin keppni Páll Óskar vill að RÚV sniðgangi Eurovision þar til Ísrael hefur verið vísað úr keppni. „Það þarf að setja hér skýr mörk. Það er skandall að EBU [Samband evrópskra sjónvarpsstöðva] hafi leyft Ísrael að halda áfram og tekið þá ákvörðun eftir allt sem á undan er gengið,“ sagði Páll Óskar í fréttum Sýnar í kvöld. „Ég held að það séu margar góðar hugmyndir í pottinum. Við getum víst haldið okkar eigin söngvakeppni og boðið löndunum sem eru að sniðganga núna. Bjóðum Slóveníu, Spáni, Írlandi, Hollandi. Bjóðum þeim að vera með og látum allan ágóðann renna til barnanna á Gasa. Af hverju ekki?“
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Stjórn Ríkisútvarpsins liggur nú undir feldi vegna þátttöku Íslands í Eurovision eftir að ákveðið var í gær að leyfa Ísraelum að taka þátt. Fjögur lönd hafa þegar tilkynnt að þau muni draga sig úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson skorar á stjórnina að segja Ísland úr keppni. 5. desember 2025 12:01 Ísraelar fá að vera með í Eurovision Fulltrúar evrópska sjónvarpsstöðva samþykktu í dag að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vínarborg í Austurríki. Mikill meirihluti samþykkti nýjar reglur um söngvakeppnina en þær breytingar fólu í sér þátttöku Ísraela. 4. desember 2025 17:37 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
„RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Stjórn Ríkisútvarpsins liggur nú undir feldi vegna þátttöku Íslands í Eurovision eftir að ákveðið var í gær að leyfa Ísraelum að taka þátt. Fjögur lönd hafa þegar tilkynnt að þau muni draga sig úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson skorar á stjórnina að segja Ísland úr keppni. 5. desember 2025 12:01
Ísraelar fá að vera með í Eurovision Fulltrúar evrópska sjónvarpsstöðva samþykktu í dag að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vínarborg í Austurríki. Mikill meirihluti samþykkti nýjar reglur um söngvakeppnina en þær breytingar fólu í sér þátttöku Ísraela. 4. desember 2025 17:37