Írak

Fréttamynd

Heimtur úr helju og á leið til Súðavíkur

Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn.

Innlent
Fréttamynd

Aftur í óvissuna

Kúrdískum hjónum og dýralæknum var synjað um hæli. Konan er gengin 16 vikur með annað barn þeirra. "Fólk hefur tekið okkur opnum örmum.“

Innlent
Fréttamynd

Stafar enn ógn af starfsemi ISIS

Árinu 2017 er að ljúka og kalífadæmi ISIS er í molum. Samtökin eru þó enn fullfær um að beita skæruhernaði. Það sást greinilega í gær þegar sjálfsmorðssprengjuárás kostaði 41 lífið í Kabúl, höfuðborg Afganistans.

Erlent
Fréttamynd

Blair kom ekki hreint fram um Íraksstríðið

Höfundur opinberrar skýrslu um þátt Breta í Íraksstríðinu segir að Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki komið hreint fram við þjóðina um þær ákvarðanir sem hann tók. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tjáir sig opinberlega um efni skýrslunnar sem kom út fyrir ári.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu fallnir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja

Að minnsta kosti 20 eru fallnir og aðrir 20 særðir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja, vestur af Bagdad, í morgun. Maður gyrtur sprengjubelti gekk inn hóp manna sem hugðust sækja um vinnu hjá lögreglu og sprengdi sig í loft upp með þessum afleiðingum.

Erlent
Fréttamynd

Telur Mahdi-sveitir hafa rænt Bretum í Bagdad

Enn hefur ekkert spurst til fimm Breta sem rænt var í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra landsins, sagði í morgun líklegra að liðsmenn Mahdi-herdeildanna, sem tengjast sjíaklerknum Muqtada al-Sadr, hefðu staðið á bak við ránið.

Erlent
Fréttamynd

Al-Sadr aftur í sviðsljósið í Írak

Róttæki sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr kom í dag í fyrsta sinn fram opinberlega í marga mánuði í Írak. Al-Sadr predikaði við föstudagsbænir í Kufa í austurlhluta Íraks og fordæmdi hersetu Bandaríkjamanna í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Cheney í óvæntri heimsókn til Íraks

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Heimsóknin er liður í ferð hans um Miðausturlönd sem ætlað er að stemma stigu við átökum ýmissa þjóðarbrota í Írak.

Erlent