Myndband Baghdadi gæti leitt til árása Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2019 13:00 Abu Bakr al-Baghdadi. Vísir/AP Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, hefur verið hundeltur í fimm ár. Bandaríkin hafa heitið 25 milljónum dala til höfuðs hans og þrátt fyrir að hann hafi haldið til á einhverju mesta átakasvæði nútímans hefur hann ekki verið gómaður. Þar að auki hafa þó nokkrar tilraunir verið gerðar til að bana honum, bæði með loftárásum og árásum sérsveita, en án árangurs. Kalífadæmi ISIS-liða er fallið og meirihluti vígamanna hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi og Írak hefur verið felldur. Þrátt fyrir að reglulega hafi borist fregnir af því að Baghdadi hafi verið felldur birtu samtökin myndband af honum í gær þar sem hann talaði um tiltölulega nýlegar vendingar og er óhætt að segja að hann sé á lífi. Eftir að hann steig í pontu í al-Nuri moskunni í Mosul árið 2014 og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins hvarf Baghdadi og sendi hann ekki annað myndband frá sér, fyrr en í gær. Þó hafði hann sent frá sér hljóðskilaboð þar sem hann stappaði stálinu í vígamenn sína og ISIS-liða og stuðningsmenn þeirra um heim allan. Nýju skilaboðin sendi hann í kjölfar falls kalífadæmisins og í kjölfar mannskæðra árása í Srí Lanka, sem Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á. Skilaboðin eru skýr. Íslamska ríkið er enn til staðar. Hann stjórnar þeim enn og þau geta enn skipulagt og framkvæmt hryðjuverkaárásir í gegnum dóttursamtök hryðjuverkasamtakanna víða um heim. Í Írak og Sýrlandi er talið að þúsundir ISIS-liða hafi farið í felur áður en kalífadæmið féll og þó samtökin hafi tapað yfirráðasvæði í Mið-Austurlöndum hefur þeim vaxið ásmegin annars staðar eins og í Asíu og Afríku.Vísir/GraphicNewsHvar hefur Baghdadi haldið til? Lítið sem ekkert er vitað um ferðir hans og verustaði undanfarinna fimm ára. Enn er þó talið að hann sé í eyðimörkinni á milli Sýrlands og Írak. Mögulega í Anbar-héraði í Írak. New York Times hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna að Baghdadi komi ekki nálægt raftækjum og komi skipunum sínum líklegast á framfæri í gegnum sérstaka sendiboða. Í samtali við NYT segir Colin P. Clarke, sérfræðingur frá Soufan Center, hugveitu um öryggismál á heimsvísu, að skilaboð Baghdadi muni stappa stálinu í vígamenn samtakanna og mögulega ýta undir fleiri árásir einstaklinga sem aðhyllast málstað hryðjuverkasamtakanna (Svokallaðar „lone wolf“ árásir. Clarke segir markmið Baghdadi hafa meðal annars verið að tryggja sig í sessi sem leiðtoga ISIS og systur- og dóttursamtaka um heim allan. Guardian segir sérfræðinga þó halda því fram að Baghdadi hafi minni stjórn á samtökunum en áður. Fyrr á árinu, þegar sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra sátu um bæinn Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis ISIS, bárust fregnir af því að erlendir vígamenn, sem töldu sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða Baghdadi af dögum. Þeir börðust við lífverði Baghdadi en töpuðu og voru teknir af lífi. Þá var Baghdadi sagður hafa flúið inn í eyðimörkina á landamærum Sýrlands og Írak. Guardian hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta að óánægja með gengi ISIS hafi leitt til átakanna og er talið að Abu Muhammad al-Husseini al-Hashimi, háttsettur meðlimur samtakanna og frændi Baghdadi, hafi reynt að velta honum úr sessi. Hashimi er sagður hafa gefið út bók þar sem hann kallaði eftir uppreisn gegn Baghdadi og því að lýst væri yfir hollystu við nýjan leiðtoga samtakanna á heimsvísu. Í kjölfar birtingar myndbandsins sögðu hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna að ekkert lát yrði á leit þeirra að leiðtogum Íslamska ríkisins. Írak Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, hefur verið hundeltur í fimm ár. Bandaríkin hafa heitið 25 milljónum dala til höfuðs hans og þrátt fyrir að hann hafi haldið til á einhverju mesta átakasvæði nútímans hefur hann ekki verið gómaður. Þar að auki hafa þó nokkrar tilraunir verið gerðar til að bana honum, bæði með loftárásum og árásum sérsveita, en án árangurs. Kalífadæmi ISIS-liða er fallið og meirihluti vígamanna hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi og Írak hefur verið felldur. Þrátt fyrir að reglulega hafi borist fregnir af því að Baghdadi hafi verið felldur birtu samtökin myndband af honum í gær þar sem hann talaði um tiltölulega nýlegar vendingar og er óhætt að segja að hann sé á lífi. Eftir að hann steig í pontu í al-Nuri moskunni í Mosul árið 2014 og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins hvarf Baghdadi og sendi hann ekki annað myndband frá sér, fyrr en í gær. Þó hafði hann sent frá sér hljóðskilaboð þar sem hann stappaði stálinu í vígamenn sína og ISIS-liða og stuðningsmenn þeirra um heim allan. Nýju skilaboðin sendi hann í kjölfar falls kalífadæmisins og í kjölfar mannskæðra árása í Srí Lanka, sem Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á. Skilaboðin eru skýr. Íslamska ríkið er enn til staðar. Hann stjórnar þeim enn og þau geta enn skipulagt og framkvæmt hryðjuverkaárásir í gegnum dóttursamtök hryðjuverkasamtakanna víða um heim. Í Írak og Sýrlandi er talið að þúsundir ISIS-liða hafi farið í felur áður en kalífadæmið féll og þó samtökin hafi tapað yfirráðasvæði í Mið-Austurlöndum hefur þeim vaxið ásmegin annars staðar eins og í Asíu og Afríku.Vísir/GraphicNewsHvar hefur Baghdadi haldið til? Lítið sem ekkert er vitað um ferðir hans og verustaði undanfarinna fimm ára. Enn er þó talið að hann sé í eyðimörkinni á milli Sýrlands og Írak. Mögulega í Anbar-héraði í Írak. New York Times hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna að Baghdadi komi ekki nálægt raftækjum og komi skipunum sínum líklegast á framfæri í gegnum sérstaka sendiboða. Í samtali við NYT segir Colin P. Clarke, sérfræðingur frá Soufan Center, hugveitu um öryggismál á heimsvísu, að skilaboð Baghdadi muni stappa stálinu í vígamenn samtakanna og mögulega ýta undir fleiri árásir einstaklinga sem aðhyllast málstað hryðjuverkasamtakanna (Svokallaðar „lone wolf“ árásir. Clarke segir markmið Baghdadi hafa meðal annars verið að tryggja sig í sessi sem leiðtoga ISIS og systur- og dóttursamtaka um heim allan. Guardian segir sérfræðinga þó halda því fram að Baghdadi hafi minni stjórn á samtökunum en áður. Fyrr á árinu, þegar sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra sátu um bæinn Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis ISIS, bárust fregnir af því að erlendir vígamenn, sem töldu sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða Baghdadi af dögum. Þeir börðust við lífverði Baghdadi en töpuðu og voru teknir af lífi. Þá var Baghdadi sagður hafa flúið inn í eyðimörkina á landamærum Sýrlands og Írak. Guardian hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta að óánægja með gengi ISIS hafi leitt til átakanna og er talið að Abu Muhammad al-Husseini al-Hashimi, háttsettur meðlimur samtakanna og frændi Baghdadi, hafi reynt að velta honum úr sessi. Hashimi er sagður hafa gefið út bók þar sem hann kallaði eftir uppreisn gegn Baghdadi og því að lýst væri yfir hollystu við nýjan leiðtoga samtakanna á heimsvísu. Í kjölfar birtingar myndbandsins sögðu hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna að ekkert lát yrði á leit þeirra að leiðtogum Íslamska ríkisins.
Írak Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira