„Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2019 08:54 Þúsundir manna hafa flúið frá síðasta yfirráðasvæði ISIS í Sýrlandi. AP/Felipe Dana Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. Hún hafði fjórum sinnum áður reynt að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða í Sýrlandi. Eftir tæp fimm ár í þrældómi tókst henni og ungum syni hennar loks að flýja en þó með hjálp ráðþrota ISIS-liða. Faryal, sem tilheyrir minnihlutahópi Jasída, sagði blaðamanni Washington Post frá hrakningum sínum og hvernig hún hefði verið í eigu sex mismunandi vígamanna Íslamska ríkisins. Hún lýsir þeim sem „skrímslum“ sem hafi komið fram við hana og son hennar Hoshyar eins og dýr.Vígamenn Íslamska ríkisins réðst gegn Jasídum um sumarið 2014. Þeir rændu þúsundum kvenna og barna og tóku fjölda manna og drengja af lífi. Konur og börn voru hneppt í kynlífsþrælkun en Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint árásir ISIS-liða á Jasída sem þjóðarmorð.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrmingFaryal bjó ásamt eiginmanni sínum og Hoshyal, sem þá var ungabarn, í þorpinu Tel Banat nærri Sinjarfjalli í Írak þegar vígamenn ISIS bar að garði. Þau höfðu heyrt orðróm um að þeir væru á svæðinu en hún segir íbúa ekki hafa áttað sig á hættunni. Þegar hún og fjölskylda hennar ákváðu að flýja komust þau þó ekki langt. Skömmu seinna voru Faryal og sonur hennar á einum af fjölmörgum þrælamörkuðum ISIS. Ódæði ISIS-liða gegn Jasídum spilaði stóra rullu í þeirri ákvörðun Bandaríkjanna og annarra ríkja að hefja loftárásir gegn Íslamska ríkinu og svo seinna meir frekari hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum. Nú hefur kalífadæmi ISIS að mestu verið sigrað.Notuðu hana sem skjöld Flótti Faryal byrjaði á því að vígamaður ISIS frá Úsbekistan og aðrir hafi ákveðið að nota hana til að reyna að flýja. Hann, fjölskylda hans og fleiri vígamenn fóru frá Baghouz, síðasta vígi ISIS-liða í Sýrlandi, og tóku Faryal með sér. Tveimur dögum seinna, þegar sýrlenskir Kúrdar umkringdu þau, sagði vígamaðurinn frá Úsbekistan að hann hefði flúið til að bjarga Faryal og bað um miskunn. Kúrdarnir trúðu honum þó ekki og handsömuðu hann og hina vígamennina. Faryal og Hoshyar trúðu því ekki að þau væru sloppin fyrr en þremur dögum seinna. Þau óttuðust áfram að vera elt uppi af ISIS-liðum. Á undanförnum árum hefur þúsundum Jasída tekist að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða. Margar þeirra sem hnepptar voru í þrældóm frömdu þó sjálfsvíg á fyrstu mánuðum þrælahaldsins og aðrar skáru sig svo ISIS-liðar myndu ekki vilja nauðga þeim. Faryal reyndi fjórum sinnum að flýja með Hoshyar en var ávallt gómuð áður en það tókst. Við hverja tilraun sætti hún strangari refsingu og hún var sannfærð um að hún og Hoshyar yrðu myrt ef hún myndi reyna í fimmta sinn. Þau hafa bæði þurft að sæta ýmiskonar misnotkun og segir hún vígamennina hafa misþyrmt Hoshyar ítrekað. Hann hafi verið barinn illa og jafnvel brenndur af vígamönnum „Hann var svo smár en einhverra hluta vegna hötuðu þeir hann. Ég gat aldrei útskýrt fyrir honum af hverju það væri,“ segir Faryal. Þrátt fyrir það að vera laus úr haldi óttast hún enn að enda aftur sem fangi vígamanna. „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá,“ segir hún. Írak Sýrland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. Hún hafði fjórum sinnum áður reynt að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða í Sýrlandi. Eftir tæp fimm ár í þrældómi tókst henni og ungum syni hennar loks að flýja en þó með hjálp ráðþrota ISIS-liða. Faryal, sem tilheyrir minnihlutahópi Jasída, sagði blaðamanni Washington Post frá hrakningum sínum og hvernig hún hefði verið í eigu sex mismunandi vígamanna Íslamska ríkisins. Hún lýsir þeim sem „skrímslum“ sem hafi komið fram við hana og son hennar Hoshyar eins og dýr.Vígamenn Íslamska ríkisins réðst gegn Jasídum um sumarið 2014. Þeir rændu þúsundum kvenna og barna og tóku fjölda manna og drengja af lífi. Konur og börn voru hneppt í kynlífsþrælkun en Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint árásir ISIS-liða á Jasída sem þjóðarmorð.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrmingFaryal bjó ásamt eiginmanni sínum og Hoshyal, sem þá var ungabarn, í þorpinu Tel Banat nærri Sinjarfjalli í Írak þegar vígamenn ISIS bar að garði. Þau höfðu heyrt orðróm um að þeir væru á svæðinu en hún segir íbúa ekki hafa áttað sig á hættunni. Þegar hún og fjölskylda hennar ákváðu að flýja komust þau þó ekki langt. Skömmu seinna voru Faryal og sonur hennar á einum af fjölmörgum þrælamörkuðum ISIS. Ódæði ISIS-liða gegn Jasídum spilaði stóra rullu í þeirri ákvörðun Bandaríkjanna og annarra ríkja að hefja loftárásir gegn Íslamska ríkinu og svo seinna meir frekari hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum. Nú hefur kalífadæmi ISIS að mestu verið sigrað.Notuðu hana sem skjöld Flótti Faryal byrjaði á því að vígamaður ISIS frá Úsbekistan og aðrir hafi ákveðið að nota hana til að reyna að flýja. Hann, fjölskylda hans og fleiri vígamenn fóru frá Baghouz, síðasta vígi ISIS-liða í Sýrlandi, og tóku Faryal með sér. Tveimur dögum seinna, þegar sýrlenskir Kúrdar umkringdu þau, sagði vígamaðurinn frá Úsbekistan að hann hefði flúið til að bjarga Faryal og bað um miskunn. Kúrdarnir trúðu honum þó ekki og handsömuðu hann og hina vígamennina. Faryal og Hoshyar trúðu því ekki að þau væru sloppin fyrr en þremur dögum seinna. Þau óttuðust áfram að vera elt uppi af ISIS-liðum. Á undanförnum árum hefur þúsundum Jasída tekist að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða. Margar þeirra sem hnepptar voru í þrældóm frömdu þó sjálfsvíg á fyrstu mánuðum þrælahaldsins og aðrar skáru sig svo ISIS-liðar myndu ekki vilja nauðga þeim. Faryal reyndi fjórum sinnum að flýja með Hoshyar en var ávallt gómuð áður en það tókst. Við hverja tilraun sætti hún strangari refsingu og hún var sannfærð um að hún og Hoshyar yrðu myrt ef hún myndi reyna í fimmta sinn. Þau hafa bæði þurft að sæta ýmiskonar misnotkun og segir hún vígamennina hafa misþyrmt Hoshyar ítrekað. Hann hafi verið barinn illa og jafnvel brenndur af vígamönnum „Hann var svo smár en einhverra hluta vegna hötuðu þeir hann. Ég gat aldrei útskýrt fyrir honum af hverju það væri,“ segir Faryal. Þrátt fyrir það að vera laus úr haldi óttast hún enn að enda aftur sem fangi vígamanna. „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá,“ segir hún.
Írak Sýrland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira