Baráttunni gegn ISIS „alls ekki lokið“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2019 19:45 Rifinn fáni Íslamska ríkisins liggur í jörðinni nærri Baghouz. AP/Maya Alleruzzo Paul LaCamera, æðsti hershöfðingi bandalagsins gegn Íslamska ríkinu, segir það sögulegan áfanga að hafa sigrað kalífadæmi ISIS. Bandalagið hafi frá 2014 tekið nærri því 110 þúsund ferkílómetra af hryðjuverkasamtökunum og frelsað vel á átta milljónir manna undan oki þeirra. Þrátt fyrir það sé baráttunni alls ekki lokið. Í yfirlýsingu frá bandalaginu segir að aðildarríki þessi hrósi Syrian Democratic Forces, regnhlífarsamtök ýmissa aðila í Sýrlandi sem eru leidd af sýrlenskum Kúrdum, fyrir baráttu þeirra gegn vígamönnum ISIS og fyrir að frelsa síðustu borgarana úr síðasta bæ samtakanna. SDF lýstu því yfir í dag að ISIS-liðar hefðu verið sigraðir í bænum Baghouz í austurhluta Sýrlands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði lýst því yfir í gærkvöldi.Sjá einnig: Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til„Endalok hins svokallaða kalífadæmis er sögulegt hernaðarafrek sem myndaði stærsta bandalag sögunnar, en baráttunni gegn Daesh [annað heiti hryðjuverkasamtakanna] og ofbeldisfullri öfgastarfsemi er alls ekki lokið,“ er haft eftir LeCamera í yfirlýsingunni.Hann sagði einnig að þær 74 þjóðir og þau fimm alþjóðlegum samtök sem mynda bandalagið gegn ISIS gætu ekki lagt árar í bát. Leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að senda marga vígamenn sína í felur og þeir bíði nú eftir því að geta stungið kollinum upp á nýjan leik. Tímalína þar sem stiklað er á stóru varðandi þróun kalífadæmisins.Á undanförnum mánuði hafa rúmlega sextíu þúsund ISIS-liðar, fjölskyldur þeirra og aðrir stuðningsmenn samtakanna gefist upp í Baghouz. LaCamera segir að þetta fólk muni ekki láta auðveldlega af öfgum sínum og það verði heilmikið verkefni að koma þessu fólki aftur út í samfélagið. Þar þurfi allir í bandalaginu að hjálpast að. Til að reka ganga frá Íslamska ríkinu fyrir fullt og allt þurfi að veita íbúum Írak og norðausturhluta Sýrlands stuðning og sigra þurfi hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna. Þrátt fyrir að yfirráðasvæði Íslamska ríkisins hafi verið frelsað munu samtökin enn ógna íbúum á svæðinu. Lengi hefur þótt öruggt að ISIS-liðar myndu snúa sér að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum, eins og þeir gerðu áður en þeir stofnuðu kalífadæmið og er mikið um vísbendingar að sú sé raunin. Þá hefur Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ekki fundist enn. Hann er talinn hafa flúið frá Baghouz á undanförnum mánuðum og vera í felum í eyðimörkinni á milli Sýrlands og Írak. Írak Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir ISIS-liðar ekki af baki dottnir Vígamenn hryðjuverkasamtakanna eru í felum í Sýrlandi og Írak og bíða þess að Bandaríkin fari á brott. 5. febrúar 2019 11:09 Vildu ekki yfirgefa kalífadæmið Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja. 23. febrúar 2019 14:53 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30 ISIS-liðar gefast upp í massavís Vígamenn Íslamska ríkisins gefast nú upp í hundraðatali í Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis hryðjuverkasamtakanna. 12. mars 2019 23:00 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 ISIS-liðar sýna mátt sinn í Írak Talið er að hundruð vígamanna Íslamska ríkisins hafi tekist að flýja undan lokasókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi. 22. febrúar 2019 12:58 „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Paul LaCamera, æðsti hershöfðingi bandalagsins gegn Íslamska ríkinu, segir það sögulegan áfanga að hafa sigrað kalífadæmi ISIS. Bandalagið hafi frá 2014 tekið nærri því 110 þúsund ferkílómetra af hryðjuverkasamtökunum og frelsað vel á átta milljónir manna undan oki þeirra. Þrátt fyrir það sé baráttunni alls ekki lokið. Í yfirlýsingu frá bandalaginu segir að aðildarríki þessi hrósi Syrian Democratic Forces, regnhlífarsamtök ýmissa aðila í Sýrlandi sem eru leidd af sýrlenskum Kúrdum, fyrir baráttu þeirra gegn vígamönnum ISIS og fyrir að frelsa síðustu borgarana úr síðasta bæ samtakanna. SDF lýstu því yfir í dag að ISIS-liðar hefðu verið sigraðir í bænum Baghouz í austurhluta Sýrlands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði lýst því yfir í gærkvöldi.Sjá einnig: Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til„Endalok hins svokallaða kalífadæmis er sögulegt hernaðarafrek sem myndaði stærsta bandalag sögunnar, en baráttunni gegn Daesh [annað heiti hryðjuverkasamtakanna] og ofbeldisfullri öfgastarfsemi er alls ekki lokið,“ er haft eftir LeCamera í yfirlýsingunni.Hann sagði einnig að þær 74 þjóðir og þau fimm alþjóðlegum samtök sem mynda bandalagið gegn ISIS gætu ekki lagt árar í bát. Leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að senda marga vígamenn sína í felur og þeir bíði nú eftir því að geta stungið kollinum upp á nýjan leik. Tímalína þar sem stiklað er á stóru varðandi þróun kalífadæmisins.Á undanförnum mánuði hafa rúmlega sextíu þúsund ISIS-liðar, fjölskyldur þeirra og aðrir stuðningsmenn samtakanna gefist upp í Baghouz. LaCamera segir að þetta fólk muni ekki láta auðveldlega af öfgum sínum og það verði heilmikið verkefni að koma þessu fólki aftur út í samfélagið. Þar þurfi allir í bandalaginu að hjálpast að. Til að reka ganga frá Íslamska ríkinu fyrir fullt og allt þurfi að veita íbúum Írak og norðausturhluta Sýrlands stuðning og sigra þurfi hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna. Þrátt fyrir að yfirráðasvæði Íslamska ríkisins hafi verið frelsað munu samtökin enn ógna íbúum á svæðinu. Lengi hefur þótt öruggt að ISIS-liðar myndu snúa sér að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum, eins og þeir gerðu áður en þeir stofnuðu kalífadæmið og er mikið um vísbendingar að sú sé raunin. Þá hefur Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ekki fundist enn. Hann er talinn hafa flúið frá Baghouz á undanförnum mánuðum og vera í felum í eyðimörkinni á milli Sýrlands og Írak.
Írak Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir ISIS-liðar ekki af baki dottnir Vígamenn hryðjuverkasamtakanna eru í felum í Sýrlandi og Írak og bíða þess að Bandaríkin fari á brott. 5. febrúar 2019 11:09 Vildu ekki yfirgefa kalífadæmið Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja. 23. febrúar 2019 14:53 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30 ISIS-liðar gefast upp í massavís Vígamenn Íslamska ríkisins gefast nú upp í hundraðatali í Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis hryðjuverkasamtakanna. 12. mars 2019 23:00 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 ISIS-liðar sýna mátt sinn í Írak Talið er að hundruð vígamanna Íslamska ríkisins hafi tekist að flýja undan lokasókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi. 22. febrúar 2019 12:58 „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
ISIS-liðar ekki af baki dottnir Vígamenn hryðjuverkasamtakanna eru í felum í Sýrlandi og Írak og bíða þess að Bandaríkin fari á brott. 5. febrúar 2019 11:09
Vildu ekki yfirgefa kalífadæmið Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja. 23. febrúar 2019 14:53
Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30
Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51
Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30
Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30
ISIS-liðar gefast upp í massavís Vígamenn Íslamska ríkisins gefast nú upp í hundraðatali í Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis hryðjuverkasamtakanna. 12. mars 2019 23:00
Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20
ISIS-liðar sýna mátt sinn í Írak Talið er að hundruð vígamanna Íslamska ríkisins hafi tekist að flýja undan lokasókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi. 22. febrúar 2019 12:58
„Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54