Björgunarsveitir

Fréttamynd

Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri

Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott

Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað.

Innlent
Fréttamynd

Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök

Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter.

Innlent
Fréttamynd

Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland

Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað.

Innlent
Fréttamynd

Rob hafði ekki hugmynd um slæma veðurspá á leiðinni á Langjökul

Breskur ferðamaður sem var á meðal þeirra 39 sem bjargað var af Langjökli seint í nótt eftir vélsleðaferð í vondu veðri með Mountaineers of Iceland er fullur af þakklæti til þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Hann segir enga hugmynd hafa haft af slæmri veðurspá þegar lagt var á jökulinn.

Innlent
Fréttamynd

Skutluðu ferðamönnunum á Malarhöfða

Hluti af ferðamannahópnum, sem lenti í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gærkvöldi, komu í húsnæði Hjálparsveitar skáta á Malarhöfða í Reykjavík nú á tólfta tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu að konu í Esjunni

Björgunarsveitir og lögregla leituðu nú síðdegis að konu í Esjunni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út vegna leitarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitir hafa sinnt fleiri en 120 verkefnum

Hundrað sjötíu og tveir björgunarsveitarmenn sinntu verkefnum á suðvesturhorni landsins en þeim bárust um hundrað og tuttugu aðstoðarbeiðnir. Þá barst aðgerðarstjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þriðja tug aðstoðarbeiðna.

Innlent