„Tiltölulega sprækur“ þegar smalar fundu manninn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. október 2020 12:22 Maðurinn hafðist við í neyðarskýli í nótt en smalar fundu hann þegar birta tók. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem leitað var að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi fannst um ellefuleytið í morgun heill á húfi. Maðurinn hafðist við í neyðarskýli í nótt en smalar fundu hann eftir að birta tók og komu honum í hendur björgunarsveitarmanna. Maðurinn og björgunarsveitin eru rétt ókomin til Hafnar í Hornafirði. Leit að manninum hefur staðið yfir frá því gærkvöldi. Leitarsvæðið var nokkuð stórt en gul viðvörun var þar í gildi í alla nótt og allan morgun vegna austan storms og hríðar. Liðsstyrkur barst Landsbjörg í morgun þegar hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi leystu þau af sem höfðu verið við leit í alla nótt. Á annað hundrað manns tóku þátt í björgunaraðgerðum og fleiri voru á leið á leitarvettvang þegar maðurinn fannst. Leitað frá klukkan átta í gærkvöldi Friðrik Jónas Friðriksson, aðgerðastjórnandi á Höfn, hafði verið við leitarstörf frá klukkan átta í gærkvöldi með einungis þriggja klukkustunda hvíld. „Það var mjög hvasst og leiðindaúrkoma með þessu og það var ástæðan fyrir því að þyrlan gat ekki athafnað sig nógu vel því það var allt of mikil úrkoma með þessu. Björgunarmenn fóru um svæðið og helstu gönguleiðir þarna og svo í morgun vorum við búnir að útvíkka leitarsvæðið og hann kemur niður á veg á því svæði þegar birti.“ Á annan tug björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni sem hófst klukkan átta í gærkvöldi. Vel búinn og vanur göngumaður Maðurinn, sem er á tvítugsaldri hafðist við í neyðarskýli og var vel búinn. Hann er vanur útivistarmaður. Friðrik var spurður út í líðan mannsins; hvort hann hefði ekki verið kaldur og hrakinn. „Hann var tiltölulega sprækur. Það var enginn kuldi á honum í nótt. Hann var að labba niður veg þegar smalar sáu til hans og tilkynntu okkur málið.“ Ekki sé talin ástæða til að flytja manninn á sjúkrahús. „Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar menn koma fólkinu heim.“ Já, er það ekki góð tilfinning? „Jú, það er yndisleg tilfinning þegar maður fær fréttir um að menn séu fundnir heilir á húfi.“ Lögreglumál Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Maðurinn fundinn heill á húfi Maðurinn sem leitað hefur verið að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi er fundinn heill á húfi. 29. október 2020 11:00 Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju Björgunarsveitarfólk var að störfum í alla nótt við leit að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu. 29. október 2020 06:50 Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Karlmaður sem leitað var að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi fannst um ellefuleytið í morgun heill á húfi. Maðurinn hafðist við í neyðarskýli í nótt en smalar fundu hann eftir að birta tók og komu honum í hendur björgunarsveitarmanna. Maðurinn og björgunarsveitin eru rétt ókomin til Hafnar í Hornafirði. Leit að manninum hefur staðið yfir frá því gærkvöldi. Leitarsvæðið var nokkuð stórt en gul viðvörun var þar í gildi í alla nótt og allan morgun vegna austan storms og hríðar. Liðsstyrkur barst Landsbjörg í morgun þegar hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi leystu þau af sem höfðu verið við leit í alla nótt. Á annað hundrað manns tóku þátt í björgunaraðgerðum og fleiri voru á leið á leitarvettvang þegar maðurinn fannst. Leitað frá klukkan átta í gærkvöldi Friðrik Jónas Friðriksson, aðgerðastjórnandi á Höfn, hafði verið við leitarstörf frá klukkan átta í gærkvöldi með einungis þriggja klukkustunda hvíld. „Það var mjög hvasst og leiðindaúrkoma með þessu og það var ástæðan fyrir því að þyrlan gat ekki athafnað sig nógu vel því það var allt of mikil úrkoma með þessu. Björgunarmenn fóru um svæðið og helstu gönguleiðir þarna og svo í morgun vorum við búnir að útvíkka leitarsvæðið og hann kemur niður á veg á því svæði þegar birti.“ Á annan tug björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni sem hófst klukkan átta í gærkvöldi. Vel búinn og vanur göngumaður Maðurinn, sem er á tvítugsaldri hafðist við í neyðarskýli og var vel búinn. Hann er vanur útivistarmaður. Friðrik var spurður út í líðan mannsins; hvort hann hefði ekki verið kaldur og hrakinn. „Hann var tiltölulega sprækur. Það var enginn kuldi á honum í nótt. Hann var að labba niður veg þegar smalar sáu til hans og tilkynntu okkur málið.“ Ekki sé talin ástæða til að flytja manninn á sjúkrahús. „Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar menn koma fólkinu heim.“ Já, er það ekki góð tilfinning? „Jú, það er yndisleg tilfinning þegar maður fær fréttir um að menn séu fundnir heilir á húfi.“
Lögreglumál Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Maðurinn fundinn heill á húfi Maðurinn sem leitað hefur verið að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi er fundinn heill á húfi. 29. október 2020 11:00 Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju Björgunarsveitarfólk var að störfum í alla nótt við leit að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu. 29. október 2020 06:50 Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Maðurinn fundinn heill á húfi Maðurinn sem leitað hefur verið að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi er fundinn heill á húfi. 29. október 2020 11:00
Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju Björgunarsveitarfólk var að störfum í alla nótt við leit að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu. 29. október 2020 06:50
Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59