„Tiltölulega sprækur“ þegar smalar fundu manninn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. október 2020 12:22 Maðurinn hafðist við í neyðarskýli í nótt en smalar fundu hann þegar birta tók. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem leitað var að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi fannst um ellefuleytið í morgun heill á húfi. Maðurinn hafðist við í neyðarskýli í nótt en smalar fundu hann eftir að birta tók og komu honum í hendur björgunarsveitarmanna. Maðurinn og björgunarsveitin eru rétt ókomin til Hafnar í Hornafirði. Leit að manninum hefur staðið yfir frá því gærkvöldi. Leitarsvæðið var nokkuð stórt en gul viðvörun var þar í gildi í alla nótt og allan morgun vegna austan storms og hríðar. Liðsstyrkur barst Landsbjörg í morgun þegar hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi leystu þau af sem höfðu verið við leit í alla nótt. Á annað hundrað manns tóku þátt í björgunaraðgerðum og fleiri voru á leið á leitarvettvang þegar maðurinn fannst. Leitað frá klukkan átta í gærkvöldi Friðrik Jónas Friðriksson, aðgerðastjórnandi á Höfn, hafði verið við leitarstörf frá klukkan átta í gærkvöldi með einungis þriggja klukkustunda hvíld. „Það var mjög hvasst og leiðindaúrkoma með þessu og það var ástæðan fyrir því að þyrlan gat ekki athafnað sig nógu vel því það var allt of mikil úrkoma með þessu. Björgunarmenn fóru um svæðið og helstu gönguleiðir þarna og svo í morgun vorum við búnir að útvíkka leitarsvæðið og hann kemur niður á veg á því svæði þegar birti.“ Á annan tug björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni sem hófst klukkan átta í gærkvöldi. Vel búinn og vanur göngumaður Maðurinn, sem er á tvítugsaldri hafðist við í neyðarskýli og var vel búinn. Hann er vanur útivistarmaður. Friðrik var spurður út í líðan mannsins; hvort hann hefði ekki verið kaldur og hrakinn. „Hann var tiltölulega sprækur. Það var enginn kuldi á honum í nótt. Hann var að labba niður veg þegar smalar sáu til hans og tilkynntu okkur málið.“ Ekki sé talin ástæða til að flytja manninn á sjúkrahús. „Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar menn koma fólkinu heim.“ Já, er það ekki góð tilfinning? „Jú, það er yndisleg tilfinning þegar maður fær fréttir um að menn séu fundnir heilir á húfi.“ Lögreglumál Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Maðurinn fundinn heill á húfi Maðurinn sem leitað hefur verið að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi er fundinn heill á húfi. 29. október 2020 11:00 Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju Björgunarsveitarfólk var að störfum í alla nótt við leit að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu. 29. október 2020 06:50 Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
Karlmaður sem leitað var að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi fannst um ellefuleytið í morgun heill á húfi. Maðurinn hafðist við í neyðarskýli í nótt en smalar fundu hann eftir að birta tók og komu honum í hendur björgunarsveitarmanna. Maðurinn og björgunarsveitin eru rétt ókomin til Hafnar í Hornafirði. Leit að manninum hefur staðið yfir frá því gærkvöldi. Leitarsvæðið var nokkuð stórt en gul viðvörun var þar í gildi í alla nótt og allan morgun vegna austan storms og hríðar. Liðsstyrkur barst Landsbjörg í morgun þegar hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi leystu þau af sem höfðu verið við leit í alla nótt. Á annað hundrað manns tóku þátt í björgunaraðgerðum og fleiri voru á leið á leitarvettvang þegar maðurinn fannst. Leitað frá klukkan átta í gærkvöldi Friðrik Jónas Friðriksson, aðgerðastjórnandi á Höfn, hafði verið við leitarstörf frá klukkan átta í gærkvöldi með einungis þriggja klukkustunda hvíld. „Það var mjög hvasst og leiðindaúrkoma með þessu og það var ástæðan fyrir því að þyrlan gat ekki athafnað sig nógu vel því það var allt of mikil úrkoma með þessu. Björgunarmenn fóru um svæðið og helstu gönguleiðir þarna og svo í morgun vorum við búnir að útvíkka leitarsvæðið og hann kemur niður á veg á því svæði þegar birti.“ Á annan tug björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni sem hófst klukkan átta í gærkvöldi. Vel búinn og vanur göngumaður Maðurinn, sem er á tvítugsaldri hafðist við í neyðarskýli og var vel búinn. Hann er vanur útivistarmaður. Friðrik var spurður út í líðan mannsins; hvort hann hefði ekki verið kaldur og hrakinn. „Hann var tiltölulega sprækur. Það var enginn kuldi á honum í nótt. Hann var að labba niður veg þegar smalar sáu til hans og tilkynntu okkur málið.“ Ekki sé talin ástæða til að flytja manninn á sjúkrahús. „Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar menn koma fólkinu heim.“ Já, er það ekki góð tilfinning? „Jú, það er yndisleg tilfinning þegar maður fær fréttir um að menn séu fundnir heilir á húfi.“
Lögreglumál Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Maðurinn fundinn heill á húfi Maðurinn sem leitað hefur verið að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi er fundinn heill á húfi. 29. október 2020 11:00 Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju Björgunarsveitarfólk var að störfum í alla nótt við leit að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu. 29. október 2020 06:50 Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
Maðurinn fundinn heill á húfi Maðurinn sem leitað hefur verið að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi er fundinn heill á húfi. 29. október 2020 11:00
Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju Björgunarsveitarfólk var að störfum í alla nótt við leit að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu. 29. október 2020 06:50
Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59