Lögreglan á Suðurlandi kallaði í nótt eftir aðstoð björgunarsveita við leit að manni sem hafði orðið viðskila við félaga sína í Þjórsárdal. Maðurinn fannst í morgun.
Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi.
Oddur segir manninn heilan á heilsu. Hann hafi leitað skjóls í húsi í dalnum en samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi fann áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar manninn nú í morgun.
Í nótt var kallað til aðstoðar frá björgunarsveitum við leit á manni sem hafði orðið viðskila við félaga sína, efst í...
Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Sunday, 13 September 2020