Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni er allt kapp lagt á að koma á TF-GRO, björgunarþyrlunni í flughæft ástand á morgun. Flugvirkjar hófu verkfall sitt 5. nóvember og vegna viðhaldsþarfar er ekkert loftfar gæslunnar tilbúið í leit eða björgun.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagði frumvarp fram í gær um lög á verkfall flugvirkja og var það samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Frumvarpið var samþykkt með 42 atkvæðum, 6 voru á móti en 5 sátu hjá. Allir þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með frumvarpinu og einnig þingmenn Miðflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þingmenn Pírata og þingmenn utan flokka voru á móti en þingmenn Samfylkingar sátu hjá.