Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2020 12:59 Þór Þorsteinsson er formaður Landsbjargar. Vísir/Baldur Hrafnkell Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. Eftir hádegi mun suðvestan stormur eða rok ganga yfir vesturhelming landsins með dimmum éljum. Versta veðrið á vestanverðu landinu „Það er aðeins skárra veður á austanverðu landinu, minni vindur og ekki búist við úrkomu þar. En á vestanverðu landinu er þetta mjög slæmt veður og ekkert ferðaveður í rauninni,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Appelsínugul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð sem gildi frá hádegi og fram undir miðnætti. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurlands, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. „Vestantil á landinu er versta veðrið. Þar er stormur og rok og dimm él. Síðan á morgun er aðeins skárra veður en þó er þetta allhvass eða hvass vindur og áfram él á morgun.“ Hann ráðleggur fólki að fresta ferðalögum, eða í það minnsta huga vel að aðstæðum áður en lagt er í hann. Veðrið mun síðan skána á laugardagsmorgun og verður aðgerðalítið veður um helgina. Áhyggjur af þyrluleysinu Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu en þyrla Landhelgisgæslunnar ekki til taks vegna kjaradeilna flugvirkja. „En það er auðvitað grafalvarlegt að við skulum ekki hafa þyrluna til taks við þessar aðstæður sérstaklega. Vegna þess að þær eru ekki bara mikilvægur hlekkur í viðbragðskeðjunni heldur eru þyrlurnar sömuleiðis í rauninni ákveðið öryggistæki fyrir viðbragðsaðila, meðal annars björgunarsveitir,“ segir Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar. Hvernig gæti þetta haft áhrif á ykkar störf í dag? „Þetta hefur í rauninni áhrif á allt viðbragð, hvort sem það erum við eða aðrir sem sinnum því vegna þess að það eru staðir þar sem þyrlan er miklu fljótari á staðinn. Hún er oft eini kosturinn sem hægt er að nýta.“ Fundur stendur yfir Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins sitja enn á samningafundi sem boðað var til í morgun en verkfall flugvirkja Gæslunnar sem sinna viðhaldi á björgunarþyrlum hófst þann 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti í nótt vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta fram á helgina. Dragist verkfallið á langinn verður engin þyrla tiltæk hjá Gæslunni eftir 14. desember. Veður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. Eftir hádegi mun suðvestan stormur eða rok ganga yfir vesturhelming landsins með dimmum éljum. Versta veðrið á vestanverðu landinu „Það er aðeins skárra veður á austanverðu landinu, minni vindur og ekki búist við úrkomu þar. En á vestanverðu landinu er þetta mjög slæmt veður og ekkert ferðaveður í rauninni,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Appelsínugul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð sem gildi frá hádegi og fram undir miðnætti. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurlands, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. „Vestantil á landinu er versta veðrið. Þar er stormur og rok og dimm él. Síðan á morgun er aðeins skárra veður en þó er þetta allhvass eða hvass vindur og áfram él á morgun.“ Hann ráðleggur fólki að fresta ferðalögum, eða í það minnsta huga vel að aðstæðum áður en lagt er í hann. Veðrið mun síðan skána á laugardagsmorgun og verður aðgerðalítið veður um helgina. Áhyggjur af þyrluleysinu Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu en þyrla Landhelgisgæslunnar ekki til taks vegna kjaradeilna flugvirkja. „En það er auðvitað grafalvarlegt að við skulum ekki hafa þyrluna til taks við þessar aðstæður sérstaklega. Vegna þess að þær eru ekki bara mikilvægur hlekkur í viðbragðskeðjunni heldur eru þyrlurnar sömuleiðis í rauninni ákveðið öryggistæki fyrir viðbragðsaðila, meðal annars björgunarsveitir,“ segir Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar. Hvernig gæti þetta haft áhrif á ykkar störf í dag? „Þetta hefur í rauninni áhrif á allt viðbragð, hvort sem það erum við eða aðrir sem sinnum því vegna þess að það eru staðir þar sem þyrlan er miklu fljótari á staðinn. Hún er oft eini kosturinn sem hægt er að nýta.“ Fundur stendur yfir Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins sitja enn á samningafundi sem boðað var til í morgun en verkfall flugvirkja Gæslunnar sem sinna viðhaldi á björgunarþyrlum hófst þann 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti í nótt vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta fram á helgina. Dragist verkfallið á langinn verður engin þyrla tiltæk hjá Gæslunni eftir 14. desember.
Veður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57
Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45
Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20