Rússland

Fréttamynd

Reykur í Alþjóðlegu geimstöðinni

Viðvörunarkerfi í rússneska hluta Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu fór í gang þegar reykur greindist um borð. Geimfarar eru sagðir hafa ýmist séð reyk eða fundið lykt af brenndu plasti.

Erlent
Fréttamynd

Bjóða fram tvo eins Borisa til að stela at­kvæðum frá þeim rétta

Boris Vis­hn­ev­sky, rúss­neskur fram­bjóðandi stjórnar­and­stöðu­flokks, sakar stjórnina um kosninga­svindl í komandi borgar­stjórnar­kosningum í Péturs­borg. Þegar listi yfir fram­bjóð­endur var birtur síðasta sunnu­dag mátti finna á honum tvo aðra sem báru sama nafn og Vis­hn­ev­sky og voru skugga­lega líkir honum.

Erlent
Fréttamynd

Fundu lík þúsunda fórnarlamba Stalíns í Úkraínu

Líkamsleifar allt frá fimm til átta þúsund manns fundust í 29 fjölgagröfum á framkvæmdasvæði í borginni Odessu í sunnanverðri Úkraínu. Talið er að fólkið hafi verið fórnarlömb sovésku leynilögreglunnar í tíð alræðisherrans Jósefs Stalín.

Erlent
Fréttamynd

Merkel og Pútin funda í Moskvu

Angela Merkel kanslari Þýskaland fer til fundar við Vladimir Pútin Rússlandsforseta í dag. Samskipti ríkjanna eru við frostmark og versnuðu mikið vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstöðuleiðtoganum Alexei Navalny og afskipta Rússa af málefnum Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku

Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar.

Erlent
Fréttamynd

Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði

Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum.

Erlent
Fréttamynd

Átta taldir af í þyrluslysi á Kamtjatkaskaga

Óttast er að átta manns hafi farist þegar þyrla með ferðamenn um borð hrapaði í stöðuvatn á náttúruverndarsvæði á Kamtjatkaskaga austast í Rússlandi í dag. Átta aðrir sem voru um borð náðu að bjarga sér út úr flakinu.

Erlent
Fréttamynd

Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks

Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

Stærstu gróðureldar á jörðinni loga í Síberíu

Gróðureldar sem nú loga á þúsundum ferkílómetra lands í Síberíu eru stærri en allir aðrir gróðureldar sem loga á jörðinni. Rússnesk yfirvöld berjast nú við fleiri en 190 skógarelda en tugir annarra elda fá að loga óáreittir fjarri mannabyggð.

Erlent
Fréttamynd

Miklir skógareldar í Síberíu

Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist.

Erlent
Fréttamynd

Auka olíuframleiðslu til að lækka verð

OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína.

Erlent
Fréttamynd

„Kraftaverk“ að allir lifðu flugslysið af í Rússlandi

Allir sem voru um borð í flugvél sem hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun lifðu af. Neyðarsendir flugvélarinnar fór í gang þegar henni var brotlent á akri í Síberíu. Það að þau átján sem voru um borð hafi öll lifað af og bara meitt sig lítillega hefur verið lýst sem kraftaverki.

Erlent
Fréttamynd

Önnur flugvél brotlent í Rússlandi

Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri dáið í Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir.

Erlent
Fréttamynd

Kampa­vín verður að ó­merki­legu freyði­víni í Rúss­landi

Franskir freyði­víns­fram­leið­endur úr héraðinu Champagne eru æfir eftir að ný lög­gjöf var inn­leidd í Rúss­landi, sem má kalla á­kveðna tíma­móta­lög­gjöf í vín­heiminum. Þar er kveðið á um að rúss­neska freyði­vínið Shampanskoye (sem er rúss­neska orðið yfir kampa­vín) megi eitt bera heitið, sem hefur hingað til að­eins til­heyrt vín­fram­leið­endum Champagne-héraðsins.

Erlent
Fréttamynd

Hafa fundið níu lík á slysstað

Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt.

Erlent