39 látnir í Kramatorsk en Rússar segjast alsaklausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2022 12:46 Þegar þessi mynd var tekin var búið að fjarlægja líkin sem áður lágu eins og hráviði innan um farangur og barnakerrur. AP Að minnsta kosti 39 eru látnir og um 90 slasaðir eftir að árás var gerð á lestarstöðina í Kramatorsk, þar sem talið er að um 4.000 manns almennir borgara hafi beðið eftir að komast burtu frá Donbas. Meðal látnu voru að minnsta kosti tvö börn. Þúsundir hafa hafst við á lestarstöðinni síðustu daga, enda hafa yfirvöld í Donetsk og Luhansk hvatt íbúa, sérstaklega börn, konur og aldraða, að koma sér burtu áður en sókn Rússa í austurhluta Úkraínu hefst af fullum þunga. Því var vitað að mikill fjöldi væri á stöðinni. Rifist er um það hvaðan eldflaugin kom en á henni hefur verið ritað „Fyrir börnin“ á rússnesku.AP/Andriy Andriyenko Ráðamenn í Úkraínu segja árásina hafa verið framda af Rússum en rússnesk stjórnvöld að um sé að ræða enn eina „ögrunina“ af hálfu Úkraínumanna, það er að segja tilraun til að láta stjórnvöld í Rússlandi líta illa út. Bent hefur verið á að áður en fjöldi látinna lá fyrir höfðu Rússar greint frá því að hafa gert árásir á lestarstöðvar á svæðinu og þá höfðu stuðningsmenn þeirra fagnað árásunum ákaft. Þetta var hins vegar síðar dregið til baka. Á samfélagsmiðlum greinir menn á um hvaðan eldflaugin sem banaði fólkinu kom; í fyrstu var því haldið fram að um væri að ræða Iskander-flaug Rússa en nú virðast flestir sammála um að eldflaugin sé af gerðinni Tochka-U, sem bæði Úkraínumenn og Rússar hafa átt. Dmytri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, hélt því fram í morgun að aðeins Úkraínumenn notuðu Tochka-flaugarnar í dag. Fylgjast má með þróun mála í Vaktinni á Vísi, sem finna má hér fyrir neðan.
Meðal látnu voru að minnsta kosti tvö börn. Þúsundir hafa hafst við á lestarstöðinni síðustu daga, enda hafa yfirvöld í Donetsk og Luhansk hvatt íbúa, sérstaklega börn, konur og aldraða, að koma sér burtu áður en sókn Rússa í austurhluta Úkraínu hefst af fullum þunga. Því var vitað að mikill fjöldi væri á stöðinni. Rifist er um það hvaðan eldflaugin kom en á henni hefur verið ritað „Fyrir börnin“ á rússnesku.AP/Andriy Andriyenko Ráðamenn í Úkraínu segja árásina hafa verið framda af Rússum en rússnesk stjórnvöld að um sé að ræða enn eina „ögrunina“ af hálfu Úkraínumanna, það er að segja tilraun til að láta stjórnvöld í Rússlandi líta illa út. Bent hefur verið á að áður en fjöldi látinna lá fyrir höfðu Rússar greint frá því að hafa gert árásir á lestarstöðvar á svæðinu og þá höfðu stuðningsmenn þeirra fagnað árásunum ákaft. Þetta var hins vegar síðar dregið til baka. Á samfélagsmiðlum greinir menn á um hvaðan eldflaugin sem banaði fólkinu kom; í fyrstu var því haldið fram að um væri að ræða Iskander-flaug Rússa en nú virðast flestir sammála um að eldflaugin sé af gerðinni Tochka-U, sem bæði Úkraínumenn og Rússar hafa átt. Dmytri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, hélt því fram í morgun að aðeins Úkraínumenn notuðu Tochka-flaugarnar í dag. Fylgjast má með þróun mála í Vaktinni á Vísi, sem finna má hér fyrir neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira