39 látnir í Kramatorsk en Rússar segjast alsaklausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2022 12:46 Þegar þessi mynd var tekin var búið að fjarlægja líkin sem áður lágu eins og hráviði innan um farangur og barnakerrur. AP Að minnsta kosti 39 eru látnir og um 90 slasaðir eftir að árás var gerð á lestarstöðina í Kramatorsk, þar sem talið er að um 4.000 manns almennir borgara hafi beðið eftir að komast burtu frá Donbas. Meðal látnu voru að minnsta kosti tvö börn. Þúsundir hafa hafst við á lestarstöðinni síðustu daga, enda hafa yfirvöld í Donetsk og Luhansk hvatt íbúa, sérstaklega börn, konur og aldraða, að koma sér burtu áður en sókn Rússa í austurhluta Úkraínu hefst af fullum þunga. Því var vitað að mikill fjöldi væri á stöðinni. Rifist er um það hvaðan eldflaugin kom en á henni hefur verið ritað „Fyrir börnin“ á rússnesku.AP/Andriy Andriyenko Ráðamenn í Úkraínu segja árásina hafa verið framda af Rússum en rússnesk stjórnvöld að um sé að ræða enn eina „ögrunina“ af hálfu Úkraínumanna, það er að segja tilraun til að láta stjórnvöld í Rússlandi líta illa út. Bent hefur verið á að áður en fjöldi látinna lá fyrir höfðu Rússar greint frá því að hafa gert árásir á lestarstöðvar á svæðinu og þá höfðu stuðningsmenn þeirra fagnað árásunum ákaft. Þetta var hins vegar síðar dregið til baka. Á samfélagsmiðlum greinir menn á um hvaðan eldflaugin sem banaði fólkinu kom; í fyrstu var því haldið fram að um væri að ræða Iskander-flaug Rússa en nú virðast flestir sammála um að eldflaugin sé af gerðinni Tochka-U, sem bæði Úkraínumenn og Rússar hafa átt. Dmytri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, hélt því fram í morgun að aðeins Úkraínumenn notuðu Tochka-flaugarnar í dag. Fylgjast má með þróun mála í Vaktinni á Vísi, sem finna má hér fyrir neðan.
Meðal látnu voru að minnsta kosti tvö börn. Þúsundir hafa hafst við á lestarstöðinni síðustu daga, enda hafa yfirvöld í Donetsk og Luhansk hvatt íbúa, sérstaklega börn, konur og aldraða, að koma sér burtu áður en sókn Rússa í austurhluta Úkraínu hefst af fullum þunga. Því var vitað að mikill fjöldi væri á stöðinni. Rifist er um það hvaðan eldflaugin kom en á henni hefur verið ritað „Fyrir börnin“ á rússnesku.AP/Andriy Andriyenko Ráðamenn í Úkraínu segja árásina hafa verið framda af Rússum en rússnesk stjórnvöld að um sé að ræða enn eina „ögrunina“ af hálfu Úkraínumanna, það er að segja tilraun til að láta stjórnvöld í Rússlandi líta illa út. Bent hefur verið á að áður en fjöldi látinna lá fyrir höfðu Rússar greint frá því að hafa gert árásir á lestarstöðvar á svæðinu og þá höfðu stuðningsmenn þeirra fagnað árásunum ákaft. Þetta var hins vegar síðar dregið til baka. Á samfélagsmiðlum greinir menn á um hvaðan eldflaugin sem banaði fólkinu kom; í fyrstu var því haldið fram að um væri að ræða Iskander-flaug Rússa en nú virðast flestir sammála um að eldflaugin sé af gerðinni Tochka-U, sem bæði Úkraínumenn og Rússar hafa átt. Dmytri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, hélt því fram í morgun að aðeins Úkraínumenn notuðu Tochka-flaugarnar í dag. Fylgjast má með þróun mála í Vaktinni á Vísi, sem finna má hér fyrir neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira