39 látnir í Kramatorsk en Rússar segjast alsaklausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2022 12:46 Þegar þessi mynd var tekin var búið að fjarlægja líkin sem áður lágu eins og hráviði innan um farangur og barnakerrur. AP Að minnsta kosti 39 eru látnir og um 90 slasaðir eftir að árás var gerð á lestarstöðina í Kramatorsk, þar sem talið er að um 4.000 manns almennir borgara hafi beðið eftir að komast burtu frá Donbas. Meðal látnu voru að minnsta kosti tvö börn. Þúsundir hafa hafst við á lestarstöðinni síðustu daga, enda hafa yfirvöld í Donetsk og Luhansk hvatt íbúa, sérstaklega börn, konur og aldraða, að koma sér burtu áður en sókn Rússa í austurhluta Úkraínu hefst af fullum þunga. Því var vitað að mikill fjöldi væri á stöðinni. Rifist er um það hvaðan eldflaugin kom en á henni hefur verið ritað „Fyrir börnin“ á rússnesku.AP/Andriy Andriyenko Ráðamenn í Úkraínu segja árásina hafa verið framda af Rússum en rússnesk stjórnvöld að um sé að ræða enn eina „ögrunina“ af hálfu Úkraínumanna, það er að segja tilraun til að láta stjórnvöld í Rússlandi líta illa út. Bent hefur verið á að áður en fjöldi látinna lá fyrir höfðu Rússar greint frá því að hafa gert árásir á lestarstöðvar á svæðinu og þá höfðu stuðningsmenn þeirra fagnað árásunum ákaft. Þetta var hins vegar síðar dregið til baka. Á samfélagsmiðlum greinir menn á um hvaðan eldflaugin sem banaði fólkinu kom; í fyrstu var því haldið fram að um væri að ræða Iskander-flaug Rússa en nú virðast flestir sammála um að eldflaugin sé af gerðinni Tochka-U, sem bæði Úkraínumenn og Rússar hafa átt. Dmytri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, hélt því fram í morgun að aðeins Úkraínumenn notuðu Tochka-flaugarnar í dag. Fylgjast má með þróun mála í Vaktinni á Vísi, sem finna má hér fyrir neðan.
Meðal látnu voru að minnsta kosti tvö börn. Þúsundir hafa hafst við á lestarstöðinni síðustu daga, enda hafa yfirvöld í Donetsk og Luhansk hvatt íbúa, sérstaklega börn, konur og aldraða, að koma sér burtu áður en sókn Rússa í austurhluta Úkraínu hefst af fullum þunga. Því var vitað að mikill fjöldi væri á stöðinni. Rifist er um það hvaðan eldflaugin kom en á henni hefur verið ritað „Fyrir börnin“ á rússnesku.AP/Andriy Andriyenko Ráðamenn í Úkraínu segja árásina hafa verið framda af Rússum en rússnesk stjórnvöld að um sé að ræða enn eina „ögrunina“ af hálfu Úkraínumanna, það er að segja tilraun til að láta stjórnvöld í Rússlandi líta illa út. Bent hefur verið á að áður en fjöldi látinna lá fyrir höfðu Rússar greint frá því að hafa gert árásir á lestarstöðvar á svæðinu og þá höfðu stuðningsmenn þeirra fagnað árásunum ákaft. Þetta var hins vegar síðar dregið til baka. Á samfélagsmiðlum greinir menn á um hvaðan eldflaugin sem banaði fólkinu kom; í fyrstu var því haldið fram að um væri að ræða Iskander-flaug Rússa en nú virðast flestir sammála um að eldflaugin sé af gerðinni Tochka-U, sem bæði Úkraínumenn og Rússar hafa átt. Dmytri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, hélt því fram í morgun að aðeins Úkraínumenn notuðu Tochka-flaugarnar í dag. Fylgjast má með þróun mála í Vaktinni á Vísi, sem finna má hér fyrir neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira