Vaktin: Sagðir eiga í töluverðum agavandræðum Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 7. apríl 2022 22:50 Z er orðið að tákni innrásar Rússa í Úkraínu. EPA/ROMAN PILIPEY Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði í dag um að víkja Rússum úr Mannréttindaráðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu fagnaði niðurstöðunni en hann sagði stríðsglæpamenn ekki eiga erindi í ráð sem hafi það að markmiðið að vernda mannréttindi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu segir foringja í rússneska hernum eiga í vandræðum með að halda uppi aga og baráttuanda almennra hermanna. Rússar halda því fram að brottvísun þeirra úr Mannréttindaráðinu sé ólögleg. Talsmaður Pútíns viðurkenndi í dag að hersveitir Rússa hefðu orðið fyrir miklu mannfalli í Úkraínu. Utanríkisráðherra Úkraínuræddi við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag þar sem hann fór fram á þrjá hluti; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast á næstu dögum, ekki vikum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að nýjustu tillögur Úkraínu í samningaviðræðum ríkjanna séu afar frábrugðnar því sem rætt var í Istanbul í mars. Hann segir sumar kröfur Úkraínumanna óásættanlegar og að Rússar muni halda áfram að vinna útfrá eigin tillögum. Talsmaður hermálayfirvalda í Bandaríkjunum, John Kirby, segir fullkomlega raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti unnið sigur á innrásarher Rússa. Hingað til hafi Rússar ekki náð einu einasta markmiði sínu en talið er að þeir stefni á austurhluta landsins á næstu vikum. Borgarstjóri Maríupól segir fleiri en 5.000 manns hafa verið myrta í borginni, þar á meðal 210 börn. Meira en 90 prósent af innviðum borgarinnar hafi verið eyðilagðir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við tyrkneskan miðil í morgun að Rússar vildu ekki leyfa mannúðaraðstoð í Maríupól af ótta við að upp komist um þau hroðaverk sem hafa verið framin í borginni. Sagði hann borgina orðna að „helvíti“. Selenskí segir bann við innflutningi olíu frá Rússlandi óumflýjanlegt, spurningin sé bara sú hversu margir Úkraínumenn Rússar nái að myrða áður en ákveðnir pólitíkusar „fái lánað“ hugrekki til að taka af skarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu segir foringja í rússneska hernum eiga í vandræðum með að halda uppi aga og baráttuanda almennra hermanna. Rússar halda því fram að brottvísun þeirra úr Mannréttindaráðinu sé ólögleg. Talsmaður Pútíns viðurkenndi í dag að hersveitir Rússa hefðu orðið fyrir miklu mannfalli í Úkraínu. Utanríkisráðherra Úkraínuræddi við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag þar sem hann fór fram á þrjá hluti; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast á næstu dögum, ekki vikum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að nýjustu tillögur Úkraínu í samningaviðræðum ríkjanna séu afar frábrugðnar því sem rætt var í Istanbul í mars. Hann segir sumar kröfur Úkraínumanna óásættanlegar og að Rússar muni halda áfram að vinna útfrá eigin tillögum. Talsmaður hermálayfirvalda í Bandaríkjunum, John Kirby, segir fullkomlega raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti unnið sigur á innrásarher Rússa. Hingað til hafi Rússar ekki náð einu einasta markmiði sínu en talið er að þeir stefni á austurhluta landsins á næstu vikum. Borgarstjóri Maríupól segir fleiri en 5.000 manns hafa verið myrta í borginni, þar á meðal 210 börn. Meira en 90 prósent af innviðum borgarinnar hafi verið eyðilagðir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við tyrkneskan miðil í morgun að Rússar vildu ekki leyfa mannúðaraðstoð í Maríupól af ótta við að upp komist um þau hroðaverk sem hafa verið framin í borginni. Sagði hann borgina orðna að „helvíti“. Selenskí segir bann við innflutningi olíu frá Rússlandi óumflýjanlegt, spurningin sé bara sú hversu margir Úkraínumenn Rússar nái að myrða áður en ákveðnir pólitíkusar „fái lánað“ hugrekki til að taka af skarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira