Rússland Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. Erlent 14.10.2025 15:39 Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum. Erlent 14.10.2025 14:52 Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Einn þekktasti rússneski stjórnarandstæðingur Rússlands telur að enginn friður verði í Evrópu fyrr en Vladimír Pútín hafi verið bolað frá og lýðræði innleitt í Rússland. Nauðsynlegt sé að undirbúa slíka byltingu.Hann hvetur almenning til að skrifa pólitískum föngum í landinu bréf, það hafi bjargað lífi hans. Innlent 13.10.2025 20:53 Íslenskur Pútínismi Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Skoðun 13.10.2025 20:00 Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna tals um að Bandaríkin séu að íhuga að sjá Úkraínumönnum fyrir Tomahawk eldflaugum til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Erlent 13.10.2025 06:33 Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Á annað hundrað fágætra bóka hafa horfið af bókasöfnum evrópskra stórborga undanfarin ár. Í sumum tilfellum fólust meint rán ekki í meiru en að skila ekki bók í útláni en í öðrum var greinilega um skipulagðan verknað og einbeittan brotavilja að ræða. Bækurnar eiga það allar sameiginlegt að vera kanónuverk rússneskra bókmennta. Erlent 12.10.2025 21:20 Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Vladímír Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi þátt rússneskra loftvarna í hrapi aserskrar farþegaþotu í lofthelgi Rússlands í desember á síðasta ári. Þrátíu og átta fórust með flugvélinni. Erlent 10.10.2025 19:59 Harðar árásir á Kænugarð í nótt Rússar gerðu í nótt harðar árásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu og notuðu til verksins dróna og skotflaugar. Erlent 10.10.2025 07:32 Hægagangur á rússneska hagkerfinu Stór fyrirtæki í Rússlandi eru að draga saman seglin þar sem dregið hefur úr umsvifum stríðshagkerfisins svo kallaða. Á sama tíma hefur neysla dregist saman í Rússlandi og einnig útflutningur. Ekki er þó verið að segja upp fólki heldur fækka vinnustundum og beita öðrum leiðum til að lækka kostnað. Erlent 9.10.2025 18:41 Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. Innherji 9.10.2025 15:51 Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Rússar segja að sú hreyfing sem hafi verið komin á friðarviðræður varðandi hernað Rússa í Úkraínu eftir fund Vladimírs Pútín og Donalds Trump í Alaska í haust sé horfin. Sergei Ríabkóv, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði við blaðamenn í Rússlandi í dag að það væri að mestu ráðamönnum í Evrópu að kenna. Erlent 8.10.2025 19:01 Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Útlendingastofnun segir ekkert benda til þess að rússneskri fjölskyldu sem var á dögunum vísað úr landi fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu. Hagsmunum tveggja vikna gamalla tvíbura hafi ekki verið stefnt í hættu þegar þeir voru sendir úr landi ásamt fjölskyldu þeirra á dögunum. Innlent 8.10.2025 16:34 Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að selja Úkraínumönnum Tomahawk stýriflaugar. Næstum því. Fyrst vilji hann ganga úr skugga um hvað Úkraínumenn vilji gera við þær. Erlent 6.10.2025 23:01 Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist. Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti flokksins. Innlent 5.10.2025 20:52 Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Að minnsta kosti þrjátíu særðust í drónaárás Rússa á lestarstöð í Úkraínu. Úkraínuforseti kallar eftir að vestræn ríki standi við yfirlýsingarnar sínar. Erlent 4.10.2025 16:53 Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman í dag en vinna er þegar hafin við að efla varnir gegn fjölþáttaógnum að sögn utanríkisráðherra. Betur má ef duga skal en til standi að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbragðsgetu. Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar en tilfellum óvelkominnar drónaumferðar í Evrópu heldur áfram að fjölga en Rússar halda áfram að hafna ásökunum um að bera ábyrgð. Innlent 3.10.2025 19:53 Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. Erlent 3.10.2025 15:14 „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki. Erlent 3.10.2025 14:36 Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Rússneskur kvikmyndagerðarmaður, sem sýnir heimildarmyndina Smákarl gegn Pútín á RIFF, nær ekki að fylgja myndinni til Íslands þar sem afgreiðslu vegabréfs hans „hefur verið frestað“ af rússneskum yfirvöldum. Bíó og sjónvarp 2.10.2025 12:17 Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. Erlent 2.10.2025 10:43 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Tveggja vikna tvíburum og tveggja ára bróður þeirra var á mánudag vísað frá Íslandi ásamt foreldrum sínum og þau send til Króatíu. Amma þeirra, frændi og frænka hafa haft alþjóðlega vernd hér á landi í nokkur ár en lögfræðingur fjölskyldunnar segir Útlendingastofnun hafa neitað að upplýsa króatísk stjórnvöld um mögulega fjölskyldusameiningu. Innlent 1.10.2025 21:38 Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. Erlent 1.10.2025 18:05 Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Kælikerfi kjarnorkuversins í Sapórisjía í Úkraínu eru enn keyrð á ljósavélum, rúmri viku eftir að síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið slitnaði. Yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA) segir ástandið alvarlegt og nauðsynlegt að tengja orkuverið aftur við stöðugt rafmagn til að draga úr hættunni á því að kjarnakljúfar orkuversins bræði úr sér, með tilheyrandi hamförum. Erlent 1.10.2025 16:51 Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Framleiðslugeta Rússa á olíu hefur dregist verulega saman og er það að miklu leyti vegna árása Úkraínumanna á olíuvinnslur og tengda innviði. Langan tíma gæti tekið að leysa vandamálið en fregnir af löngum röðum við bensínstöðvar verða sífellt algengari og bensínverð hefur hækkað mjög. Viðskipti erlent 1.10.2025 16:04 Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa. Erlent 30.9.2025 10:37 Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Ríflega sjö af hverjum tíu svarendum í skoðanakönnun Gallup segjast nú telja líklegt að hernaður Rússa í Úkraínu leiði til átaka í fleiri löndum. Hlutfallið hefur aukist en nýlega hefur lofthelgi nokkurra evrópskra ríkja verið rofin af rússneskum loftförum. Innlent 30.9.2025 09:42 „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ sagði Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, á viðburði í Dusseldorf í gær og vísaði þar til sambýlis Evrópu við Rússland. Erlent 30.9.2025 08:52 Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum. Innlent 29.9.2025 18:16 Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Aðgerða og Samstöðuflokkur (PAS) Moldóvu hlaut 50,03 prósent atkvæða í þingkosningum um helgina, þegar 99,5 prósent atkvæða höfðu verið talin. Erlent 29.9.2025 06:47 Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Danskar orrustuþotur hafa verið á sveimi yfir Borgundarhólmi í kvöld. Í Noregi hefur þurft að snúa tveimur flugvélum við í dag vegna tilkynninga um drónaumferð við flugvelli. Erlent 28.9.2025 22:38 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 114 ›
Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. Erlent 14.10.2025 15:39
Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum. Erlent 14.10.2025 14:52
Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Einn þekktasti rússneski stjórnarandstæðingur Rússlands telur að enginn friður verði í Evrópu fyrr en Vladimír Pútín hafi verið bolað frá og lýðræði innleitt í Rússland. Nauðsynlegt sé að undirbúa slíka byltingu.Hann hvetur almenning til að skrifa pólitískum föngum í landinu bréf, það hafi bjargað lífi hans. Innlent 13.10.2025 20:53
Íslenskur Pútínismi Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Skoðun 13.10.2025 20:00
Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna tals um að Bandaríkin séu að íhuga að sjá Úkraínumönnum fyrir Tomahawk eldflaugum til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Erlent 13.10.2025 06:33
Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Á annað hundrað fágætra bóka hafa horfið af bókasöfnum evrópskra stórborga undanfarin ár. Í sumum tilfellum fólust meint rán ekki í meiru en að skila ekki bók í útláni en í öðrum var greinilega um skipulagðan verknað og einbeittan brotavilja að ræða. Bækurnar eiga það allar sameiginlegt að vera kanónuverk rússneskra bókmennta. Erlent 12.10.2025 21:20
Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Vladímír Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi þátt rússneskra loftvarna í hrapi aserskrar farþegaþotu í lofthelgi Rússlands í desember á síðasta ári. Þrátíu og átta fórust með flugvélinni. Erlent 10.10.2025 19:59
Harðar árásir á Kænugarð í nótt Rússar gerðu í nótt harðar árásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu og notuðu til verksins dróna og skotflaugar. Erlent 10.10.2025 07:32
Hægagangur á rússneska hagkerfinu Stór fyrirtæki í Rússlandi eru að draga saman seglin þar sem dregið hefur úr umsvifum stríðshagkerfisins svo kallaða. Á sama tíma hefur neysla dregist saman í Rússlandi og einnig útflutningur. Ekki er þó verið að segja upp fólki heldur fækka vinnustundum og beita öðrum leiðum til að lækka kostnað. Erlent 9.10.2025 18:41
Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. Innherji 9.10.2025 15:51
Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Rússar segja að sú hreyfing sem hafi verið komin á friðarviðræður varðandi hernað Rússa í Úkraínu eftir fund Vladimírs Pútín og Donalds Trump í Alaska í haust sé horfin. Sergei Ríabkóv, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði við blaðamenn í Rússlandi í dag að það væri að mestu ráðamönnum í Evrópu að kenna. Erlent 8.10.2025 19:01
Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Útlendingastofnun segir ekkert benda til þess að rússneskri fjölskyldu sem var á dögunum vísað úr landi fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu. Hagsmunum tveggja vikna gamalla tvíbura hafi ekki verið stefnt í hættu þegar þeir voru sendir úr landi ásamt fjölskyldu þeirra á dögunum. Innlent 8.10.2025 16:34
Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að selja Úkraínumönnum Tomahawk stýriflaugar. Næstum því. Fyrst vilji hann ganga úr skugga um hvað Úkraínumenn vilji gera við þær. Erlent 6.10.2025 23:01
Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist. Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti flokksins. Innlent 5.10.2025 20:52
Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Að minnsta kosti þrjátíu særðust í drónaárás Rússa á lestarstöð í Úkraínu. Úkraínuforseti kallar eftir að vestræn ríki standi við yfirlýsingarnar sínar. Erlent 4.10.2025 16:53
Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman í dag en vinna er þegar hafin við að efla varnir gegn fjölþáttaógnum að sögn utanríkisráðherra. Betur má ef duga skal en til standi að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbragðsgetu. Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar en tilfellum óvelkominnar drónaumferðar í Evrópu heldur áfram að fjölga en Rússar halda áfram að hafna ásökunum um að bera ábyrgð. Innlent 3.10.2025 19:53
Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. Erlent 3.10.2025 15:14
„Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki. Erlent 3.10.2025 14:36
Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Rússneskur kvikmyndagerðarmaður, sem sýnir heimildarmyndina Smákarl gegn Pútín á RIFF, nær ekki að fylgja myndinni til Íslands þar sem afgreiðslu vegabréfs hans „hefur verið frestað“ af rússneskum yfirvöldum. Bíó og sjónvarp 2.10.2025 12:17
Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. Erlent 2.10.2025 10:43
Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Tveggja vikna tvíburum og tveggja ára bróður þeirra var á mánudag vísað frá Íslandi ásamt foreldrum sínum og þau send til Króatíu. Amma þeirra, frændi og frænka hafa haft alþjóðlega vernd hér á landi í nokkur ár en lögfræðingur fjölskyldunnar segir Útlendingastofnun hafa neitað að upplýsa króatísk stjórnvöld um mögulega fjölskyldusameiningu. Innlent 1.10.2025 21:38
Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. Erlent 1.10.2025 18:05
Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Kælikerfi kjarnorkuversins í Sapórisjía í Úkraínu eru enn keyrð á ljósavélum, rúmri viku eftir að síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið slitnaði. Yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA) segir ástandið alvarlegt og nauðsynlegt að tengja orkuverið aftur við stöðugt rafmagn til að draga úr hættunni á því að kjarnakljúfar orkuversins bræði úr sér, með tilheyrandi hamförum. Erlent 1.10.2025 16:51
Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Framleiðslugeta Rússa á olíu hefur dregist verulega saman og er það að miklu leyti vegna árása Úkraínumanna á olíuvinnslur og tengda innviði. Langan tíma gæti tekið að leysa vandamálið en fregnir af löngum röðum við bensínstöðvar verða sífellt algengari og bensínverð hefur hækkað mjög. Viðskipti erlent 1.10.2025 16:04
Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa. Erlent 30.9.2025 10:37
Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Ríflega sjö af hverjum tíu svarendum í skoðanakönnun Gallup segjast nú telja líklegt að hernaður Rússa í Úkraínu leiði til átaka í fleiri löndum. Hlutfallið hefur aukist en nýlega hefur lofthelgi nokkurra evrópskra ríkja verið rofin af rússneskum loftförum. Innlent 30.9.2025 09:42
„Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ sagði Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, á viðburði í Dusseldorf í gær og vísaði þar til sambýlis Evrópu við Rússland. Erlent 30.9.2025 08:52
Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum. Innlent 29.9.2025 18:16
Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Aðgerða og Samstöðuflokkur (PAS) Moldóvu hlaut 50,03 prósent atkvæða í þingkosningum um helgina, þegar 99,5 prósent atkvæða höfðu verið talin. Erlent 29.9.2025 06:47
Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Danskar orrustuþotur hafa verið á sveimi yfir Borgundarhólmi í kvöld. Í Noregi hefur þurft að snúa tveimur flugvélum við í dag vegna tilkynninga um drónaumferð við flugvelli. Erlent 28.9.2025 22:38