Rússland

Fréttamynd

Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimm­tán klukku­stundir

Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa lokið tilraunum með kjarnorkuknúna eldflaug sem getur einnig borið kjarnorkuvopn. Stýriflaugin á að hafa verið á loft í fimmtán klukkustundir og flogið um fjórtán þúsund kílómetra en Vladimír Pútín, forseti, segir vopnið vera einstakt. Ekkert annað ríki búi yfir sambærilegu vopni.

Erlent
Fréttamynd

Fangelsaðir vegna í­kveikju fyrir Wagner

Hópur breskra manna hefur verið dæmdur fyrir að kveikja eld í vöruskemmu i Lundúnum fyrir Wagner-málaliðahópinn rússneska. Inn í vöruskemmunni var neyðaraðstoð og Starlink-sendibúnaður sem senda átti til Úkraínu. Þeir ætluðu einnig að ræna rússneskum manni sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld í Rússlandi og kveikja í veitingastað hans.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Leggur viðskiptaþvinganir á rúss­neska olíurisa

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þungar refsiaðgerðir á hendur tveimur stærstu olíurisum Rússlands. Hann sakar Rússlandsstjórn um ónóga viðleitni til að koma á friðarsamkomulagi vegna stríðsins í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu á­rás á leik­skóla í Karkív

Að minnsta kosti sex eru látnir eftir umfangsmiklar árásir Rússa á Úkraínu í nótt og í morgun. Þar á meðal er kona og tvær ungar dætur hennar í Kænugarði, sex mánaða og tólf ára gamlar. Í öðru tilfelli féll einn í árás á leikskóla í Karkív.

Erlent
Fréttamynd

Ó­lík­legt að Trump og Pútín muni funda í bráð

Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, sem til stendur að halda í Búdapest í Ungverjalandi. Talsmaður Pútín segir að undirbúa þurfi slíkan fund í þaula og að sá undirbúningur verði erfiður.

Erlent
Fréttamynd

Hafna aftur til­lögu Trumps

Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt sé að hefja almennilegar friðarviðræður. Trump hefur áður lagt fram sambærilegar tillgöur sem Úkraínumenn hafa samþykkt en Rússar ekki.

Erlent
Fréttamynd

Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ekkert hafa breyst í hugum ráðamanna í Rússlandi, þó Vladimír Pútín og Donald Trump, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna, stefni á fund á næstunni. Rússar séu enn að hrella óbreytta borgara í Úkraínu með umfangsmiklum dróna- og eldflaugaárásum á hverri nóttu.

Erlent
Fréttamynd

Átti langt sam­tal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Biður Pútín um að af­henda Assad

Ahmed al-Sharaa, forseti Sýrlands, er í Moskvu þar sem hann mun í dag funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir eru sagðir ætla að ræða samskipti ríkjanna, veru rússneskra hermanna í Sýrlandi og mögulega örlög fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, Bashar al-Assad.

Erlent
Fréttamynd

Rúss­neskur kaf­bátur í fylgd sænska hersins

Sænski herinn hefur í morgun fylgt rússneskum kafbáti á Eystrasalti. Bæði skip og þota sænska hersins fylgja kafbátnum sem í gær sigldi inn Eystrasalt um Stórabelti að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sænska hernum í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum.

Erlent
Fréttamynd

Bréfin björguðu lífi hans í rúss­neska fangelsinu

Einn þekktasti rússneski stjórnarandstæðingur Rússlands telur að enginn friður verði í Evrópu fyrr en Vladimír Pútín hafi verið bolað frá og lýðræði innleitt í Rússland. Nauðsynlegt sé að undirbúa slíka byltingu.Hann hvetur almenning til að skrifa pólitískum föngum í landinu bréf, það hafi bjargað lífi hans.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskur Pútínismi

Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?”

Skoðun
Fréttamynd

Fá­gætar bækur hurfu í tuga­tali úr bóka­söfnum og reyndust allar rúss­neskar

Á annað hundrað fágætra bóka hafa horfið af bókasöfnum evrópskra stórborga undanfarin ár. Í sumum tilfellum fólust meint rán ekki í meiru en að skila ekki bók í útláni en í öðrum var greinilega um skipulagðan verknað og einbeittan brotavilja að ræða. Bækurnar eiga það allar sameiginlegt að vera kanónuverk rússneskra bókmennta.

Erlent
Fréttamynd

Hæga­gangur á rúss­neska hag­kerfinu

Stór fyrirtæki í Rússlandi eru að draga saman seglin þar sem dregið hefur úr umsvifum stríðshagkerfisins svo kallaða. Á sama tíma hefur neysla dregist saman í Rússlandi og einnig útflutningur. Ekki er þó verið að segja upp fólki heldur fækka vinnustundum og beita öðrum leiðum til að lækka kostnað.

Erlent
Fréttamynd

Eig­andi Vélfags segir vinnu­brögð ráðu­neytisins ekki vera eðli­lega stjórn­sýslu

Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni.

Innherji