Bretland

Fréttamynd

Komu sér saman um að skatt­leggja al­þjóða­fyrir­tæki

Fulltrúar sjö mestu iðnríkja heims skrifuðu undir samkomulag sem á að tryggja að stór alþjóðleg fyrirtæki geti ekki komið sér undan skattgreiðslum í dag. Samkomulagið kveður á um að þau þurfi að greiða að minnsta kosti 15% skatt í hverju ríki þar sem þau hafa starfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Frí­verslunar­samningur við Bret­land í höfn

Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Greiða Hillsbor­ough-fjöl­skyldum bætur vegna yfir­hylmingar

Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins.

Erlent
Fréttamynd

Segir Delta afbrigðið 30 til 100 prósent meira smitandi

Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar SARS-CoV-2, áður kennt við Indland, er 30 til 100 prósent meira smitandi en Alfa-afbrigðið, áður kennt við Bretland. Þetta segir einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum.

Erlent
Fréttamynd

Enskur táningur dæmdur fyrir að hafa ráðist á ís­lenska ferða­menn

Enskur táningur var dæmdur á föstudag í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo íslenska karlmenn í Brighton á Englandi. Dómari í málinu sagði að árásin væri þess eðlis að hann ætti að sitja í fangelsi en erfið fortíð piltsins hafi haft áhrif á ákvörðun hans um refsingu.

Erlent
Fréttamynd

Enginn dó á Bretlandi í fyrsta sinn frá mars í fyrra

Enginn dó Bretlandi vegna Covid-19 í gær, samkvæmt opinberum tölum dagsins. Það er í fyrsta sinn frá 7. mars í fyrra, áður en gripið var til fyrsta samkomubannsins á Bretlandi. Heilbrigðisráðherra Bretlands varar íbúa þó við því að baráttunni sé ekki lokið enn.

Erlent
Fréttamynd

Þrengt var að hálsi Söruh Everard

Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag.

Erlent
Fréttamynd

Boris John­son og Carri­e giftu sig í leyni

For­sætis­ráð­herra Bret­lands, Boris John­son, og unnusta hans, Carri­e Symonds, giftu sig við leyni­lega at­höfn í West­min­ster-dóm­kirkjunni í dag. Breskir miðlar greina frá þessu.

Lífið
Fréttamynd

Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug

Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson.

Erlent
Fréttamynd

Segist hafa heyrt Boris tala um að leyfa líkum að hrannast upp

Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnson, segist hafa heyrt forsætisráðherrann segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp á Bretlandi, frekar en að herða sóttvarnaaðgerðir. Sjálfur hefur Johnson neitað því að hafa látið þessi orð frá sér.

Erlent
Fréttamynd

Segir Boris hafa viljað láta smita sig í beinni

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, taldi Covid-19 vera litla ógn í upphafi faraldursins. Johnson er sagður hafa viljað vera smitaður vísvitandi af Covid-19 í beinni útsendingu, til að sýna að sjúkdómurinn væri ekki hættulegur.

Erlent
Fréttamynd

Reynslunni ríkari þrátt fyrir engin stig

„Ég vil einblína á það jákvæða við þessa ótrúlegu lífreynslu. Ég stóð á sviði og söng fyrir hundruð milljónir lag sem ég samdi og elska,“ skrifar James Newman, fulltrúi Breta í Eurovision í ár, á Twitter-síðu sína í dag.

Lífið
Fréttamynd

Bar­áttu­maður fyrir Brexit vill Bret­land úr Euro­vision

Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær.

Lífið