Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2022 14:58 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Neil Hall Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. Samkvæmin sem um ræðir voru haldin á um tuttugu mánaða tímabili árin 2020 til 2021, þegar stífar reglur voru í gildi á Bretlandi. Gray er með sextán samkvæmi til skoðunar og lögreglan er að rannsaka tólf þeirra. Í bráðabirgðaskýrslu sem afhent var ráðuneytinu í dag segir að ljóst sé að einhver þessarar samkvæma hefðu aldrei átt að vera haldin. Útlit sé fyrir að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi lítið verið að huga að því sem breska þjóðin var að ganga í gegnum og segir Gray að leiðtogar hafi brugðist og sýnt af sér dómgreindarleysi, samkvæmt frétt Sky News. Hér má sjá fréttamann Sky News hlaupa yfir niðurstöður bráðabirgðarskýrslunnar. BREAKING: The long-awaited Sue Gray report into alleged lockdown-busting parties in Downing Street and Whitehall has been published.Our deputy political editor @SamCoatesSky talks us through the key findings.https://t.co/NITaIamuQh Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 pic.twitter.com/ebFB8hQsDO— Sky News (@SkyNews) January 31, 2022 Eins og áður segir er um bráðabirgðaútgáfu af skýrslunni að ræða. Hún er ellefu blaðsíður og byggir á viðtölum við um sjötíu manns. Lögreglan er eins og áður segir með tólf samkvæmi til rannsóknar og því segir Gray að hún geti ekki birt ítarlegri skýrslu fyrr en rannsókn lögreglunnar er lokið. Áhugasamir geta lesið Gray-skýrsluna hér. Í niðurstöðuhluta skýrslunnar segir að erfitt sé að réttlæta einhver af þessum samkvæmum og að sum þeirra séu til marks um alvarleg brot á þeim viðmiðum sem búist er við að opinberir starfsmenn eigi að halda á lofti. Sömuleiðis fari þau gegn þeim viðmiðum sem öll þjóðin átti að halda á lofti á þessum tíma. Í skýrslunni segir enn fremur að óhófleg neysla áfengis sé ekki við hæfi á vinnustöðum og ganga þurfi úr skugga um að skýr stefna varðandi drykkju sé mótuð. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. 31. janúar 2022 12:38 Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Samkvæmin sem um ræðir voru haldin á um tuttugu mánaða tímabili árin 2020 til 2021, þegar stífar reglur voru í gildi á Bretlandi. Gray er með sextán samkvæmi til skoðunar og lögreglan er að rannsaka tólf þeirra. Í bráðabirgðaskýrslu sem afhent var ráðuneytinu í dag segir að ljóst sé að einhver þessarar samkvæma hefðu aldrei átt að vera haldin. Útlit sé fyrir að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi lítið verið að huga að því sem breska þjóðin var að ganga í gegnum og segir Gray að leiðtogar hafi brugðist og sýnt af sér dómgreindarleysi, samkvæmt frétt Sky News. Hér má sjá fréttamann Sky News hlaupa yfir niðurstöður bráðabirgðarskýrslunnar. BREAKING: The long-awaited Sue Gray report into alleged lockdown-busting parties in Downing Street and Whitehall has been published.Our deputy political editor @SamCoatesSky talks us through the key findings.https://t.co/NITaIamuQh Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 pic.twitter.com/ebFB8hQsDO— Sky News (@SkyNews) January 31, 2022 Eins og áður segir er um bráðabirgðaútgáfu af skýrslunni að ræða. Hún er ellefu blaðsíður og byggir á viðtölum við um sjötíu manns. Lögreglan er eins og áður segir með tólf samkvæmi til rannsóknar og því segir Gray að hún geti ekki birt ítarlegri skýrslu fyrr en rannsókn lögreglunnar er lokið. Áhugasamir geta lesið Gray-skýrsluna hér. Í niðurstöðuhluta skýrslunnar segir að erfitt sé að réttlæta einhver af þessum samkvæmum og að sum þeirra séu til marks um alvarleg brot á þeim viðmiðum sem búist er við að opinberir starfsmenn eigi að halda á lofti. Sömuleiðis fari þau gegn þeim viðmiðum sem öll þjóðin átti að halda á lofti á þessum tíma. Í skýrslunni segir enn fremur að óhófleg neysla áfengis sé ekki við hæfi á vinnustöðum og ganga þurfi úr skugga um að skýr stefna varðandi drykkju sé mótuð.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. 31. janúar 2022 12:38 Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. 31. janúar 2022 12:38
Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11
Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08
Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45