Bretland Greenwood hefur verið handtekinn Mason Greenwood, fótboltamaður Manchester United, hefur verið handtekinn grunaður um nauðgun og líkamsárás. Enski boltinn 30.1.2022 21:23 Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. Erlent 30.1.2022 20:22 Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. Erlent 30.1.2022 12:03 Stuðningsmaður fékk hjartaáfall á leik Fulham og Blackpool og lést í kjölfarið Skelfilegur atburður átti sér stað á meðan leik Fulham og Blackpool í ensku B-deildinni í knattspyrnu fór fram í gær. Stuðningsmaður heimaliðsins fékk hjartaáfall á meðan leik stóð og lést í kjölfarið á spítala. Enski boltinn 30.1.2022 10:31 Níu ára drengur fórst í Englandi vegna veðurofsa Níu ára gamall drengur og sextug kona létust þegar tré féll á þau vegna stormsins Malik, sem ríður yfir Bretlandseyjar. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Skotlandi og Englandi vegna stormsins. Erlent 30.1.2022 07:59 Keyrði próflaus í sjötíu ár Ökumaður á níræðisaldri var nýlega stöðvaður fyrir utan matvöruverslun í Bretlandi. Í ljós kom að maðurinn var próflaus og hafði raunar verið það síðan árið 1938. Erlent 27.1.2022 23:42 Neitar að hafa verið góður vinur Ghislaine Maxwell Andrés prins sem sakaður er um kynferðisbrot í einkamáli í Bandaríkjunum neitar því að hann hafi verið góður vinur Ghislaine Maxwell, sem á dögunum var sakfelld fyrir mansal og kynferðisbrot í tengslum við milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. Prinsinn neitar einnig öllum sakargiftum. Erlent 27.1.2022 07:00 Fara fram á kviðdóm í máli Andrésar Lögmenn Andrésar prins hafa farið fram á að kviðdómur verði viðstaddur í réttarhöldunum yfir prinsinum í Bandaríkjunum þar sem ásakanir Virginiu Giuffre um nauðgun verða teknar fyrir. Erlent 26.1.2022 22:32 Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. Erlent 26.1.2022 15:11 Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. Erlent 26.1.2022 06:39 Fórnarlamb flugumannsins sem kom til Íslands fær háar bætur Kona sem breski flugumaðurinn Mark Kennedy braut gróflega fær háar bætur eftir að dómstóll í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan í London hafi brotið á mannréttindum hennar. Erlent 25.1.2022 22:43 Flytja inn eldaðan Popcorn kjúkling Átján tonna tollkvóti sem KFC á Íslandi fékk úthlutað í desember fyrir innflutning á unnum kjötvörum verður nýttur til að flytja inn svonefndan Popcorn kjúkling sem kemur fulleldaður frá Bretlandi. Viðskipti innlent 25.1.2022 12:58 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. Erlent 25.1.2022 11:08 KFC vill flytja inn átján tonn af bresku kjöti Skyndibitakeðjan KFC fékk í desember úthlutað átján tonna tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum frá Bretlandi. Um er að ræða allan kjötkvóta sem úthlutað var í útboðinu en KFC fær hann á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. Viðskipti innlent 25.1.2022 09:21 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. Erlent 24.1.2022 20:47 Engar sýnatökur fyrir fullbólusetta ferðalanga Frá 11. febrúar munu fullbólusettir einstaklingar ekki þurfa að fara í sýnatöku við komuna til Englands. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að hverfa frá kröfu um sýnatöku fyrir komuna til landsins. Samgönguráðherra Bretlands segir breytinguna stórt skref. Erlent 24.1.2022 19:00 Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. Erlent 23.1.2022 11:30 Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. Erlent 20.1.2022 16:45 Farbannið yfir Gylfa Þór framlengt til 17. apríl Farbann yfir Gylfa Þór Sigurðssyni knattspyrnumanni hefur verið framlengt til 17. apríl næstkomandi. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Þetta staðfestir lögreglan í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Fótbolti 20.1.2022 08:34 Höfuðpaur mansalshrings dæmdur vegna dauða 39 manna Dómstóll í Belgíu hefur dæmt víetnamskan mann, sem talinn er vera höfuðpaur mansalshrings, í fimmtán ára fangelsi vegna dauða 39 Víetnama sem létust af völdum súrefnisskorts í vöruflutningabíl sem fannst yfirgefinn í Essex í Bretlandi í október 2019. Erlent 19.1.2022 13:36 Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. Erlent 19.1.2022 08:30 Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. Erlent 19.1.2022 07:54 „Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. Erlent 18.1.2022 14:50 Töldu enga ógn stafa af gíslatökumanninum eftir rannsókn Leyniþjónusta Bretlands var með Malik Faisal Akram til rannsóknar árið 2020. Þar á bæ var komist að þeirri niðurstöðu að af honum stafaði engin ógn og því gat hann ferðast til Bandaríkjanna þar sem hann keypti sér byssu og tók fjóra gísla um síðustu helgi. Erlent 18.1.2022 11:24 Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. Erlent 17.1.2022 14:49 Átta milljónir Englendinga stunda áhættusama drykkju Milljónir Breta neyta nú áfengis í hættulegu magni heima hjá sér. Ástæðuna má að einhverju leyti rekja til þess að fleiri drekka nú heima en á öldurhúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 17.1.2022 08:41 Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. Erlent 17.1.2022 06:54 Tímamótabreytingar fram undan hjá BBC Fjárframlagakerfi til breska ríkisútvarpsins tekur miklum breytingum á allra næstu árum að sögn Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, sem kynnti framtíðaráætlanir ríkisstjórnarinnar í dag. Afnotagjöld breska ríkisútvarpsins verða felld niður eftir fimm ár. Erlent 16.1.2022 23:38 Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. Erlent 16.1.2022 11:36 Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. Erlent 16.1.2022 09:46 « ‹ 42 43 44 45 46 47 48 49 50 … 128 ›
Greenwood hefur verið handtekinn Mason Greenwood, fótboltamaður Manchester United, hefur verið handtekinn grunaður um nauðgun og líkamsárás. Enski boltinn 30.1.2022 21:23
Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. Erlent 30.1.2022 20:22
Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. Erlent 30.1.2022 12:03
Stuðningsmaður fékk hjartaáfall á leik Fulham og Blackpool og lést í kjölfarið Skelfilegur atburður átti sér stað á meðan leik Fulham og Blackpool í ensku B-deildinni í knattspyrnu fór fram í gær. Stuðningsmaður heimaliðsins fékk hjartaáfall á meðan leik stóð og lést í kjölfarið á spítala. Enski boltinn 30.1.2022 10:31
Níu ára drengur fórst í Englandi vegna veðurofsa Níu ára gamall drengur og sextug kona létust þegar tré féll á þau vegna stormsins Malik, sem ríður yfir Bretlandseyjar. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Skotlandi og Englandi vegna stormsins. Erlent 30.1.2022 07:59
Keyrði próflaus í sjötíu ár Ökumaður á níræðisaldri var nýlega stöðvaður fyrir utan matvöruverslun í Bretlandi. Í ljós kom að maðurinn var próflaus og hafði raunar verið það síðan árið 1938. Erlent 27.1.2022 23:42
Neitar að hafa verið góður vinur Ghislaine Maxwell Andrés prins sem sakaður er um kynferðisbrot í einkamáli í Bandaríkjunum neitar því að hann hafi verið góður vinur Ghislaine Maxwell, sem á dögunum var sakfelld fyrir mansal og kynferðisbrot í tengslum við milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. Prinsinn neitar einnig öllum sakargiftum. Erlent 27.1.2022 07:00
Fara fram á kviðdóm í máli Andrésar Lögmenn Andrésar prins hafa farið fram á að kviðdómur verði viðstaddur í réttarhöldunum yfir prinsinum í Bandaríkjunum þar sem ásakanir Virginiu Giuffre um nauðgun verða teknar fyrir. Erlent 26.1.2022 22:32
Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. Erlent 26.1.2022 15:11
Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. Erlent 26.1.2022 06:39
Fórnarlamb flugumannsins sem kom til Íslands fær háar bætur Kona sem breski flugumaðurinn Mark Kennedy braut gróflega fær háar bætur eftir að dómstóll í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan í London hafi brotið á mannréttindum hennar. Erlent 25.1.2022 22:43
Flytja inn eldaðan Popcorn kjúkling Átján tonna tollkvóti sem KFC á Íslandi fékk úthlutað í desember fyrir innflutning á unnum kjötvörum verður nýttur til að flytja inn svonefndan Popcorn kjúkling sem kemur fulleldaður frá Bretlandi. Viðskipti innlent 25.1.2022 12:58
Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. Erlent 25.1.2022 11:08
KFC vill flytja inn átján tonn af bresku kjöti Skyndibitakeðjan KFC fékk í desember úthlutað átján tonna tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum frá Bretlandi. Um er að ræða allan kjötkvóta sem úthlutað var í útboðinu en KFC fær hann á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. Viðskipti innlent 25.1.2022 09:21
Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. Erlent 24.1.2022 20:47
Engar sýnatökur fyrir fullbólusetta ferðalanga Frá 11. febrúar munu fullbólusettir einstaklingar ekki þurfa að fara í sýnatöku við komuna til Englands. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að hverfa frá kröfu um sýnatöku fyrir komuna til landsins. Samgönguráðherra Bretlands segir breytinguna stórt skref. Erlent 24.1.2022 19:00
Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. Erlent 23.1.2022 11:30
Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. Erlent 20.1.2022 16:45
Farbannið yfir Gylfa Þór framlengt til 17. apríl Farbann yfir Gylfa Þór Sigurðssyni knattspyrnumanni hefur verið framlengt til 17. apríl næstkomandi. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Þetta staðfestir lögreglan í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Fótbolti 20.1.2022 08:34
Höfuðpaur mansalshrings dæmdur vegna dauða 39 manna Dómstóll í Belgíu hefur dæmt víetnamskan mann, sem talinn er vera höfuðpaur mansalshrings, í fimmtán ára fangelsi vegna dauða 39 Víetnama sem létust af völdum súrefnisskorts í vöruflutningabíl sem fannst yfirgefinn í Essex í Bretlandi í október 2019. Erlent 19.1.2022 13:36
Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. Erlent 19.1.2022 08:30
Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. Erlent 19.1.2022 07:54
„Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. Erlent 18.1.2022 14:50
Töldu enga ógn stafa af gíslatökumanninum eftir rannsókn Leyniþjónusta Bretlands var með Malik Faisal Akram til rannsóknar árið 2020. Þar á bæ var komist að þeirri niðurstöðu að af honum stafaði engin ógn og því gat hann ferðast til Bandaríkjanna þar sem hann keypti sér byssu og tók fjóra gísla um síðustu helgi. Erlent 18.1.2022 11:24
Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. Erlent 17.1.2022 14:49
Átta milljónir Englendinga stunda áhættusama drykkju Milljónir Breta neyta nú áfengis í hættulegu magni heima hjá sér. Ástæðuna má að einhverju leyti rekja til þess að fleiri drekka nú heima en á öldurhúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 17.1.2022 08:41
Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. Erlent 17.1.2022 06:54
Tímamótabreytingar fram undan hjá BBC Fjárframlagakerfi til breska ríkisútvarpsins tekur miklum breytingum á allra næstu árum að sögn Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, sem kynnti framtíðaráætlanir ríkisstjórnarinnar í dag. Afnotagjöld breska ríkisútvarpsins verða felld niður eftir fimm ár. Erlent 16.1.2022 23:38
Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. Erlent 16.1.2022 11:36
Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. Erlent 16.1.2022 09:46