Segir að brotið hafi verið á sér fyrir fyrstu tónleika Kryddpíanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 08:30 Mel C segir að brotið hafi verið á sér kynferðislega kvöldið fyrir frumsýningu Kryddpíanna. Getty/Matthew Baker Melanie Chisholm, betur þekkt sem Melanie C eða Sporty Spice, segir að á sér hafi verið brotið kynferðislega kvöldið fyrir fyrstu tónleika stúlknasveitarinnar Spice Girls árið 1998. Melanie skrifar um þetta í ævisögu sinni Who I Am og ræddi atvikið í hlaðvarpsþættinum How To Fail. Melanie var eins og flestir vita ein hljómsveitarmeðlima Kryddpíanna, sem voru geysivinsælar á tíunda áratugi síðustu aldar og fyrsta áratugi þessarar. Hún segir í hlaðvarpsþættinum, sem birtist í gær, að kvöldið fyrir fyrstu tónleika sveitarinnar í Istanbúl í Tyrklandi hafi nuddari brotið á henni kynferðislega. Henni hafi liði mjög illa í kjölfarið og eins og hún hefði enga stjórn á hlutunum. „Ég gróf það sem gerðist um leið af því að ég þurfti að einbeita mér að öðrum hlutum,“ sagði Melanie í hlaðvarpsþættinum og bætti við að vegna alls þess tíma sem farið hafði í undirbúning tónleikanna hafi hún viljað einblína á þá, frekar en kynferðisbrotið. „Ég vildi ekki skapa vandræði en ég hafði heldur engan tíma til að takast á við það sem hafði gerst,“ sagði Melanie. Hún sagði í hlaðvarpinu að brotið hafi ekki verið alvarlegt, miðað við mörg önnur kynferðisbrot. Þá hafi hún ekki ætlað að skrifa um það í bókinni sinni en ákveðið að gera það eftir að hana dreymdi atvikið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og loksins takast á við það sem gerðist og vinna úr því,“ sagði Melanie. „Hræðilegir hlutir gerast á hverjum degi og þetta atvik varð ekki jafn alvarlegt og það hefði getað orðið,“ bætti hún við. Í kjölfar þess að Kryddpíurnar sögðu skilið við sviðið opnaði Melanie sig um þá erfiðleika sem hún glímdi við á Kryddpíuárunum. Hún greindi til að mynda frá því í viðtali við Guardian árið 2020 að hún hafi glímt við átröskun og þunglyndi þegar frægðin var sem mest. Í fyrra kærði hún þá fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch fyrir að hafa hakkað símann hennar. Bretland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Melanie var eins og flestir vita ein hljómsveitarmeðlima Kryddpíanna, sem voru geysivinsælar á tíunda áratugi síðustu aldar og fyrsta áratugi þessarar. Hún segir í hlaðvarpsþættinum, sem birtist í gær, að kvöldið fyrir fyrstu tónleika sveitarinnar í Istanbúl í Tyrklandi hafi nuddari brotið á henni kynferðislega. Henni hafi liði mjög illa í kjölfarið og eins og hún hefði enga stjórn á hlutunum. „Ég gróf það sem gerðist um leið af því að ég þurfti að einbeita mér að öðrum hlutum,“ sagði Melanie í hlaðvarpsþættinum og bætti við að vegna alls þess tíma sem farið hafði í undirbúning tónleikanna hafi hún viljað einblína á þá, frekar en kynferðisbrotið. „Ég vildi ekki skapa vandræði en ég hafði heldur engan tíma til að takast á við það sem hafði gerst,“ sagði Melanie. Hún sagði í hlaðvarpinu að brotið hafi ekki verið alvarlegt, miðað við mörg önnur kynferðisbrot. Þá hafi hún ekki ætlað að skrifa um það í bókinni sinni en ákveðið að gera það eftir að hana dreymdi atvikið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og loksins takast á við það sem gerðist og vinna úr því,“ sagði Melanie. „Hræðilegir hlutir gerast á hverjum degi og þetta atvik varð ekki jafn alvarlegt og það hefði getað orðið,“ bætti hún við. Í kjölfar þess að Kryddpíurnar sögðu skilið við sviðið opnaði Melanie sig um þá erfiðleika sem hún glímdi við á Kryddpíuárunum. Hún greindi til að mynda frá því í viðtali við Guardian árið 2020 að hún hafi glímt við átröskun og þunglyndi þegar frægðin var sem mest. Í fyrra kærði hún þá fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch fyrir að hafa hakkað símann hennar.
Bretland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira