Kína Kínverjar hefja heræfingar umhverfis Taívan Ríkismiðlar í Kína hafa greint frá því að umfangsmiklar heræfingar kínverska hersins umhverfis Taívan séu hafnar. Æfingarnar eru sagðar fara fram á sex svæðum umhverfis eyjuna og hafa tilmæli verið send út um að flugvélar og skip forðist svæðin á meðan þær standa yfir. Erlent 4.8.2022 06:53 Ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Taívan og skaut á forseta Kína Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hét áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Taívan í opinberri heimsókn sinni þar í gær. Pelosi fundaði meðal annars með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, sem hét því að láta ekki undan hernaðarlegum hótunum Kína. Erlent 3.8.2022 07:35 Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. Erlent 2.8.2022 18:10 Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. Erlent 2.8.2022 07:57 Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. Erlent 29.7.2022 07:48 Tekinn af lífi fyrir að kveikja í fyrrverandi eiginkonu sinni í beinu streymi Kínverskur karlmaður var í gær tekinn af lífi í heimalandi sínu fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu sína með því að hella yfir hana bensíni og kveikja í henni. Konan var í beinu streymi þegar morðið átti sér stað. Erlent 24.7.2022 20:51 Elsti karlkyns pandabjörn sögunnar dauður Pandabjörninn An An var svæfður í morgun í dýragarðinum Ocean Park í Hong Kong. Engin karlkyns pandabjörn hefur lifað lengur en An An svo vitað sé en hann náði 35 ára aldri. Erlent 21.7.2022 11:01 Fundu hundrað milljón ára gömul risaeðlufótspor Steingervingafræðingar í Sichuan-héraði í Kína hafa tilkynnt að spor sem fundust fyrir utan veitingastað í bænum Leshan séu eftir risaeðlur. Talið er að risaeðlurnar hafi skilið fótsporinn eftir fyrir hundrað milljón árum síðan. Erlent 20.7.2022 13:23 Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. Erlent 19.7.2022 10:43 Spilavítum Macau lokað vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Macau hafa ákveðið að loka öllum spilavítum á eyjunni í fyrsta sinn í rúm tvö ár til að reyna að hafa hemil á nýrri bylgju kórónuveirunnar. Erlent 11.7.2022 07:19 Hefur áhyggjur af samfylkingu Rússa og Kínverja Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist hafa áhyggjur af nánu sambandi Rússa og Kínverja. Hann átti fimm tíma fund með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, í Indónesíu í gær. Erlent 10.7.2022 21:07 Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. Erlent 6.7.2022 22:01 Íslenski markaðurinn hóflegur í júní en sá kínverski í stórsókn Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,1 prósent í júní samanborið við 9,9 prósent lækkun í maí þegar öll félög markaðarins lækkuðu í verði. Sjö af tuttugu þeirra félaga sem skráð voru í byrjun mánaðar hækkuðu í verði, eitt stendur í stað og tólf lækka. Þrjú félög voru skráð í Kauphöllina í júní; Ölgerðin, Nova og Alvotech sem var tekið á markað í New York. Viðskipti innlent 6.7.2022 11:48 „Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. Erlent 1.7.2022 07:45 Hundruð þúsunda Kínverja flýja heimili sín vegna flóða Hundruð þúsunda hafa flúið heimili sín í nokkrum héruðum í Kína, í suður- og austurhluta landsins. Gríðarlegar rigningar hafa verið á svæðinu sem hafa orsakað flóð og aurskriður. Erlent 22.6.2022 07:05 Frægur veitingastaður sökk Jumbo-veitingastaðurinn sögufrægi er sokkinn. Veitingastaðurinn var svokallaður fljótandi veitingastaður sem staðsettur var um árabil við höfnina í Hong Kong. Erlent 20.6.2022 22:52 Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. Erlent 13.6.2022 12:47 „Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. Erlent 12.6.2022 15:01 „Forsmekkur af heimi óreiðu og ólgu sem ekkert okkar vill búa í“ Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði í morgun að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan. Hann gagnrýndi Kínverja fyrir ógnandi hegðun í garð Taívans og þar á meðal næstum daglegar flugferðir orrustuþota um lofthelgi eyríkisins. Erlent 11.6.2022 15:00 Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. Erlent 4.6.2022 20:57 Einn lést þegar hraðlest fór af teinunum í Suður-Kína Lestarstjóri lést og átta aðrir slösuðust þegar hraðlest fór af teinunum á leiðinni til Rongjiang-sýslu í Guizhou-héraði í Suður-Kína. Lestin klessti á aurskriðu sem hafði fallið á teinana með þeim afleiðingum að hún fór af teinunum. Erlent 4.6.2022 16:07 Létta á takmörkunum vegna kórónuveirunnar í Sjanghæ Yfirvöld í kínversku stórborginni Sjanghæ hafa létt á reglum vegna kórónuveirunnar eftir að íbúar milljónaborgarinnar hafa þurft að halda sig heima um tveggja mánaða skeið. Erlent 1.6.2022 07:21 Taívanir bregðast við flugi kínverskra herflugvéla Taívanir segjast hafa sent orrustuþotur á loft til að stugga við þrjátíu kínverskum herflugvélum sem höfðu farið inn fyrir lofthelgi eyjunnar í gær. Erlent 31.5.2022 07:28 Þúsundir í einangrun vegna sóttkvíarbrota manns í Peking Íbúi einn í kínversku höfuðborginni Peking sætir nú lögreglurannsókn eftir að hann fór ekki eftir fyrirmælum um sóttkví vegna kórónuveirunnar. Erlent 30.5.2022 08:10 Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. Erlent 29.5.2022 14:30 Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína. Erlent 27.5.2022 11:42 Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. Erlent 24.5.2022 12:11 Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. Erlent 23.5.2022 09:11 Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans. Erlent 16.5.2022 23:22 Kínverjar hætta við að halda Asíumótið vegna kórónuveirufaraldursins Kínverjar hafa ákveðið að þeir muni ekki halda Asíumótið í fótbolta sumarið 2023 vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geysar þar í landi. Fótbolti 14.5.2022 10:46 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 42 ›
Kínverjar hefja heræfingar umhverfis Taívan Ríkismiðlar í Kína hafa greint frá því að umfangsmiklar heræfingar kínverska hersins umhverfis Taívan séu hafnar. Æfingarnar eru sagðar fara fram á sex svæðum umhverfis eyjuna og hafa tilmæli verið send út um að flugvélar og skip forðist svæðin á meðan þær standa yfir. Erlent 4.8.2022 06:53
Ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Taívan og skaut á forseta Kína Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hét áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Taívan í opinberri heimsókn sinni þar í gær. Pelosi fundaði meðal annars með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, sem hét því að láta ekki undan hernaðarlegum hótunum Kína. Erlent 3.8.2022 07:35
Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. Erlent 2.8.2022 18:10
Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. Erlent 2.8.2022 07:57
Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. Erlent 29.7.2022 07:48
Tekinn af lífi fyrir að kveikja í fyrrverandi eiginkonu sinni í beinu streymi Kínverskur karlmaður var í gær tekinn af lífi í heimalandi sínu fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu sína með því að hella yfir hana bensíni og kveikja í henni. Konan var í beinu streymi þegar morðið átti sér stað. Erlent 24.7.2022 20:51
Elsti karlkyns pandabjörn sögunnar dauður Pandabjörninn An An var svæfður í morgun í dýragarðinum Ocean Park í Hong Kong. Engin karlkyns pandabjörn hefur lifað lengur en An An svo vitað sé en hann náði 35 ára aldri. Erlent 21.7.2022 11:01
Fundu hundrað milljón ára gömul risaeðlufótspor Steingervingafræðingar í Sichuan-héraði í Kína hafa tilkynnt að spor sem fundust fyrir utan veitingastað í bænum Leshan séu eftir risaeðlur. Talið er að risaeðlurnar hafi skilið fótsporinn eftir fyrir hundrað milljón árum síðan. Erlent 20.7.2022 13:23
Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. Erlent 19.7.2022 10:43
Spilavítum Macau lokað vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Macau hafa ákveðið að loka öllum spilavítum á eyjunni í fyrsta sinn í rúm tvö ár til að reyna að hafa hemil á nýrri bylgju kórónuveirunnar. Erlent 11.7.2022 07:19
Hefur áhyggjur af samfylkingu Rússa og Kínverja Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist hafa áhyggjur af nánu sambandi Rússa og Kínverja. Hann átti fimm tíma fund með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, í Indónesíu í gær. Erlent 10.7.2022 21:07
Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. Erlent 6.7.2022 22:01
Íslenski markaðurinn hóflegur í júní en sá kínverski í stórsókn Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,1 prósent í júní samanborið við 9,9 prósent lækkun í maí þegar öll félög markaðarins lækkuðu í verði. Sjö af tuttugu þeirra félaga sem skráð voru í byrjun mánaðar hækkuðu í verði, eitt stendur í stað og tólf lækka. Þrjú félög voru skráð í Kauphöllina í júní; Ölgerðin, Nova og Alvotech sem var tekið á markað í New York. Viðskipti innlent 6.7.2022 11:48
„Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. Erlent 1.7.2022 07:45
Hundruð þúsunda Kínverja flýja heimili sín vegna flóða Hundruð þúsunda hafa flúið heimili sín í nokkrum héruðum í Kína, í suður- og austurhluta landsins. Gríðarlegar rigningar hafa verið á svæðinu sem hafa orsakað flóð og aurskriður. Erlent 22.6.2022 07:05
Frægur veitingastaður sökk Jumbo-veitingastaðurinn sögufrægi er sokkinn. Veitingastaðurinn var svokallaður fljótandi veitingastaður sem staðsettur var um árabil við höfnina í Hong Kong. Erlent 20.6.2022 22:52
Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. Erlent 13.6.2022 12:47
„Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. Erlent 12.6.2022 15:01
„Forsmekkur af heimi óreiðu og ólgu sem ekkert okkar vill búa í“ Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði í morgun að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan. Hann gagnrýndi Kínverja fyrir ógnandi hegðun í garð Taívans og þar á meðal næstum daglegar flugferðir orrustuþota um lofthelgi eyríkisins. Erlent 11.6.2022 15:00
Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. Erlent 4.6.2022 20:57
Einn lést þegar hraðlest fór af teinunum í Suður-Kína Lestarstjóri lést og átta aðrir slösuðust þegar hraðlest fór af teinunum á leiðinni til Rongjiang-sýslu í Guizhou-héraði í Suður-Kína. Lestin klessti á aurskriðu sem hafði fallið á teinana með þeim afleiðingum að hún fór af teinunum. Erlent 4.6.2022 16:07
Létta á takmörkunum vegna kórónuveirunnar í Sjanghæ Yfirvöld í kínversku stórborginni Sjanghæ hafa létt á reglum vegna kórónuveirunnar eftir að íbúar milljónaborgarinnar hafa þurft að halda sig heima um tveggja mánaða skeið. Erlent 1.6.2022 07:21
Taívanir bregðast við flugi kínverskra herflugvéla Taívanir segjast hafa sent orrustuþotur á loft til að stugga við þrjátíu kínverskum herflugvélum sem höfðu farið inn fyrir lofthelgi eyjunnar í gær. Erlent 31.5.2022 07:28
Þúsundir í einangrun vegna sóttkvíarbrota manns í Peking Íbúi einn í kínversku höfuðborginni Peking sætir nú lögreglurannsókn eftir að hann fór ekki eftir fyrirmælum um sóttkví vegna kórónuveirunnar. Erlent 30.5.2022 08:10
Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. Erlent 29.5.2022 14:30
Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína. Erlent 27.5.2022 11:42
Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. Erlent 24.5.2022 12:11
Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. Erlent 23.5.2022 09:11
Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans. Erlent 16.5.2022 23:22
Kínverjar hætta við að halda Asíumótið vegna kórónuveirufaraldursins Kínverjar hafa ákveðið að þeir muni ekki halda Asíumótið í fótbolta sumarið 2023 vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geysar þar í landi. Fótbolti 14.5.2022 10:46
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent