Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2023 12:30 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, og Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans funduðu í Tókíó í morgun. AP/Kiyoshi Ota Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, og Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, hittust í morgun og er það í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna gera það í tólf ár. Í aðdraganda fundarins samþykktu ráðamenn í báðum ríkjum að taka skref til að binda enda á langvarandi deilur þeirra. Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Langdrægri eldflaug var til að mynda skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun og þá hafa japönsk og kínversk herskip mæst á umdeildu hafsvæði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Japanir og Suður-Kóreumenn hafa lengi eldað grátt silfur saman vegna hernámi Japana á Kóreuskaganum frá 1910 til 1945 og vegna ódæða japanskra hermanna þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ríkin hafa einnig deilt um eyjur sem bæði Japanir og Kóreumenn gera tilkall til. Hæstiréttur Suður-Kóreu komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að japönsk fyrirtæki ættu að greiða skaðabætur til Suður-Kóreu. Í kjölfarið beittu Japanir Suður-Kóreu viðskiptaþvingunum og hafa töluverðar deilur staðið yfir síðan þá. Nú virðist sem finna eigi lausnir á þessum deilum en er þeir hittust í morgun sagði Kishida að fundur hans og Yoon markaði nýtt tímabil reglulegra heimsókna milli ráðamanna ríkjanna. Þá sagði hann að þeir hefðu komist að samkomulagi um að hefja varnarsamstarf og koma á laggirnar viðræðum milli Japans og Kóreu annars vegar og Kína hins vegar. Í frétt AP segir að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi komið að því að leita lausna á deilum Japans og Suður-Kóreu og undirbúa fundinn í dag. Yonhap fréttaveitan, sem er starfrækt í Suður-Kóreu, segir að yfirvöld þar í landi hafi dregið til baka kvörtun þeirra til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna viðskiptaþvingana Japan, þar sem yfirvöld í Japan hafi heitið því að fella þvinganirnar, sem sneru meðal annars að hálfleiðurum og díóðum sem mikilvæg eru í framleiðslu skjáa, úr gildi. Yoon sagði á fundinum í morgun að Japan og Suður-Kórea deildu sömu lýðræðislegu gildum og að þrátt fyrir vandamál í sambandi ríkjanna væru Japanir og Suður-Kóreumenn félagar sem yrðu að vinna saman varðandi öryggi, efnahagsmál og annað. Hann sagði að kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu ógnuðu friði og stöðugleika í Asíu og í heiminum öllum. Japan og Suður-Kórea þyrftu að vinna náið saman gegn þeirri ógn. Yonhap segir Yoon og Kishida einnig hafa gert samkomulag um að deila leynilegum hernaðarupplýsingum milli ríkja en slíkt samkomulag var sett á ís fyrir nokkrum árum, vegna áðurnefndra deilna. Japanir stefna á töluverða hernaðaruppbyggingu og umfangsmikil vopnakaup á næstu árum. Í frétt Reuters kemur þó fram að yfirvöld þar hafi lent á ákveðnum tálmum sem snú að stærstu fyrirtækjum landsins. Forsvarsmenn þeirra eru ekki viljugir til að fjárfesta í hergagnaframleiðslu og á það við fyrirtæki eins og Toshiba, Mitsubishi og Daikkin Industries. Þessi fyrirtæki hafa lengi framleitt vopn fyrir herafla Japans en segja lítinn hagnað í því. Þess vegna er lítill vilji til að auka framleiðslu til muna og sérstaklega með tilliti til þess að eftir að uppbyggingunni lýkur gætu nýjar verksmiðjur staðið tómar um árabil. Þar að auki óttast forsvarsmenn fyrirtækjanna að aukin hergagnaframleiðsla myndi koma niður á ímynd þeirra. Ráðamenn í Evrópu eiga við svipaðan vanda að stríða. Japan Suður-Kórea Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Langdrægri eldflaug var til að mynda skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun og þá hafa japönsk og kínversk herskip mæst á umdeildu hafsvæði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Japanir og Suður-Kóreumenn hafa lengi eldað grátt silfur saman vegna hernámi Japana á Kóreuskaganum frá 1910 til 1945 og vegna ódæða japanskra hermanna þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ríkin hafa einnig deilt um eyjur sem bæði Japanir og Kóreumenn gera tilkall til. Hæstiréttur Suður-Kóreu komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að japönsk fyrirtæki ættu að greiða skaðabætur til Suður-Kóreu. Í kjölfarið beittu Japanir Suður-Kóreu viðskiptaþvingunum og hafa töluverðar deilur staðið yfir síðan þá. Nú virðist sem finna eigi lausnir á þessum deilum en er þeir hittust í morgun sagði Kishida að fundur hans og Yoon markaði nýtt tímabil reglulegra heimsókna milli ráðamanna ríkjanna. Þá sagði hann að þeir hefðu komist að samkomulagi um að hefja varnarsamstarf og koma á laggirnar viðræðum milli Japans og Kóreu annars vegar og Kína hins vegar. Í frétt AP segir að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi komið að því að leita lausna á deilum Japans og Suður-Kóreu og undirbúa fundinn í dag. Yonhap fréttaveitan, sem er starfrækt í Suður-Kóreu, segir að yfirvöld þar í landi hafi dregið til baka kvörtun þeirra til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna viðskiptaþvingana Japan, þar sem yfirvöld í Japan hafi heitið því að fella þvinganirnar, sem sneru meðal annars að hálfleiðurum og díóðum sem mikilvæg eru í framleiðslu skjáa, úr gildi. Yoon sagði á fundinum í morgun að Japan og Suður-Kórea deildu sömu lýðræðislegu gildum og að þrátt fyrir vandamál í sambandi ríkjanna væru Japanir og Suður-Kóreumenn félagar sem yrðu að vinna saman varðandi öryggi, efnahagsmál og annað. Hann sagði að kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu ógnuðu friði og stöðugleika í Asíu og í heiminum öllum. Japan og Suður-Kórea þyrftu að vinna náið saman gegn þeirri ógn. Yonhap segir Yoon og Kishida einnig hafa gert samkomulag um að deila leynilegum hernaðarupplýsingum milli ríkja en slíkt samkomulag var sett á ís fyrir nokkrum árum, vegna áðurnefndra deilna. Japanir stefna á töluverða hernaðaruppbyggingu og umfangsmikil vopnakaup á næstu árum. Í frétt Reuters kemur þó fram að yfirvöld þar hafi lent á ákveðnum tálmum sem snú að stærstu fyrirtækjum landsins. Forsvarsmenn þeirra eru ekki viljugir til að fjárfesta í hergagnaframleiðslu og á það við fyrirtæki eins og Toshiba, Mitsubishi og Daikkin Industries. Þessi fyrirtæki hafa lengi framleitt vopn fyrir herafla Japans en segja lítinn hagnað í því. Þess vegna er lítill vilji til að auka framleiðslu til muna og sérstaklega með tilliti til þess að eftir að uppbyggingunni lýkur gætu nýjar verksmiðjur staðið tómar um árabil. Þar að auki óttast forsvarsmenn fyrirtækjanna að aukin hergagnaframleiðsla myndi koma niður á ímynd þeirra. Ráðamenn í Evrópu eiga við svipaðan vanda að stríða.
Japan Suður-Kórea Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira