Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2023 12:30 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, og Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans funduðu í Tókíó í morgun. AP/Kiyoshi Ota Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, og Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, hittust í morgun og er það í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna gera það í tólf ár. Í aðdraganda fundarins samþykktu ráðamenn í báðum ríkjum að taka skref til að binda enda á langvarandi deilur þeirra. Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Langdrægri eldflaug var til að mynda skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun og þá hafa japönsk og kínversk herskip mæst á umdeildu hafsvæði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Japanir og Suður-Kóreumenn hafa lengi eldað grátt silfur saman vegna hernámi Japana á Kóreuskaganum frá 1910 til 1945 og vegna ódæða japanskra hermanna þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ríkin hafa einnig deilt um eyjur sem bæði Japanir og Kóreumenn gera tilkall til. Hæstiréttur Suður-Kóreu komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að japönsk fyrirtæki ættu að greiða skaðabætur til Suður-Kóreu. Í kjölfarið beittu Japanir Suður-Kóreu viðskiptaþvingunum og hafa töluverðar deilur staðið yfir síðan þá. Nú virðist sem finna eigi lausnir á þessum deilum en er þeir hittust í morgun sagði Kishida að fundur hans og Yoon markaði nýtt tímabil reglulegra heimsókna milli ráðamanna ríkjanna. Þá sagði hann að þeir hefðu komist að samkomulagi um að hefja varnarsamstarf og koma á laggirnar viðræðum milli Japans og Kóreu annars vegar og Kína hins vegar. Í frétt AP segir að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi komið að því að leita lausna á deilum Japans og Suður-Kóreu og undirbúa fundinn í dag. Yonhap fréttaveitan, sem er starfrækt í Suður-Kóreu, segir að yfirvöld þar í landi hafi dregið til baka kvörtun þeirra til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna viðskiptaþvingana Japan, þar sem yfirvöld í Japan hafi heitið því að fella þvinganirnar, sem sneru meðal annars að hálfleiðurum og díóðum sem mikilvæg eru í framleiðslu skjáa, úr gildi. Yoon sagði á fundinum í morgun að Japan og Suður-Kórea deildu sömu lýðræðislegu gildum og að þrátt fyrir vandamál í sambandi ríkjanna væru Japanir og Suður-Kóreumenn félagar sem yrðu að vinna saman varðandi öryggi, efnahagsmál og annað. Hann sagði að kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu ógnuðu friði og stöðugleika í Asíu og í heiminum öllum. Japan og Suður-Kórea þyrftu að vinna náið saman gegn þeirri ógn. Yonhap segir Yoon og Kishida einnig hafa gert samkomulag um að deila leynilegum hernaðarupplýsingum milli ríkja en slíkt samkomulag var sett á ís fyrir nokkrum árum, vegna áðurnefndra deilna. Japanir stefna á töluverða hernaðaruppbyggingu og umfangsmikil vopnakaup á næstu árum. Í frétt Reuters kemur þó fram að yfirvöld þar hafi lent á ákveðnum tálmum sem snú að stærstu fyrirtækjum landsins. Forsvarsmenn þeirra eru ekki viljugir til að fjárfesta í hergagnaframleiðslu og á það við fyrirtæki eins og Toshiba, Mitsubishi og Daikkin Industries. Þessi fyrirtæki hafa lengi framleitt vopn fyrir herafla Japans en segja lítinn hagnað í því. Þess vegna er lítill vilji til að auka framleiðslu til muna og sérstaklega með tilliti til þess að eftir að uppbyggingunni lýkur gætu nýjar verksmiðjur staðið tómar um árabil. Þar að auki óttast forsvarsmenn fyrirtækjanna að aukin hergagnaframleiðsla myndi koma niður á ímynd þeirra. Ráðamenn í Evrópu eiga við svipaðan vanda að stríða. Japan Suður-Kórea Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Langdrægri eldflaug var til að mynda skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun og þá hafa japönsk og kínversk herskip mæst á umdeildu hafsvæði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Japanir og Suður-Kóreumenn hafa lengi eldað grátt silfur saman vegna hernámi Japana á Kóreuskaganum frá 1910 til 1945 og vegna ódæða japanskra hermanna þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ríkin hafa einnig deilt um eyjur sem bæði Japanir og Kóreumenn gera tilkall til. Hæstiréttur Suður-Kóreu komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að japönsk fyrirtæki ættu að greiða skaðabætur til Suður-Kóreu. Í kjölfarið beittu Japanir Suður-Kóreu viðskiptaþvingunum og hafa töluverðar deilur staðið yfir síðan þá. Nú virðist sem finna eigi lausnir á þessum deilum en er þeir hittust í morgun sagði Kishida að fundur hans og Yoon markaði nýtt tímabil reglulegra heimsókna milli ráðamanna ríkjanna. Þá sagði hann að þeir hefðu komist að samkomulagi um að hefja varnarsamstarf og koma á laggirnar viðræðum milli Japans og Kóreu annars vegar og Kína hins vegar. Í frétt AP segir að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi komið að því að leita lausna á deilum Japans og Suður-Kóreu og undirbúa fundinn í dag. Yonhap fréttaveitan, sem er starfrækt í Suður-Kóreu, segir að yfirvöld þar í landi hafi dregið til baka kvörtun þeirra til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna viðskiptaþvingana Japan, þar sem yfirvöld í Japan hafi heitið því að fella þvinganirnar, sem sneru meðal annars að hálfleiðurum og díóðum sem mikilvæg eru í framleiðslu skjáa, úr gildi. Yoon sagði á fundinum í morgun að Japan og Suður-Kórea deildu sömu lýðræðislegu gildum og að þrátt fyrir vandamál í sambandi ríkjanna væru Japanir og Suður-Kóreumenn félagar sem yrðu að vinna saman varðandi öryggi, efnahagsmál og annað. Hann sagði að kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu ógnuðu friði og stöðugleika í Asíu og í heiminum öllum. Japan og Suður-Kórea þyrftu að vinna náið saman gegn þeirri ógn. Yonhap segir Yoon og Kishida einnig hafa gert samkomulag um að deila leynilegum hernaðarupplýsingum milli ríkja en slíkt samkomulag var sett á ís fyrir nokkrum árum, vegna áðurnefndra deilna. Japanir stefna á töluverða hernaðaruppbyggingu og umfangsmikil vopnakaup á næstu árum. Í frétt Reuters kemur þó fram að yfirvöld þar hafi lent á ákveðnum tálmum sem snú að stærstu fyrirtækjum landsins. Forsvarsmenn þeirra eru ekki viljugir til að fjárfesta í hergagnaframleiðslu og á það við fyrirtæki eins og Toshiba, Mitsubishi og Daikkin Industries. Þessi fyrirtæki hafa lengi framleitt vopn fyrir herafla Japans en segja lítinn hagnað í því. Þess vegna er lítill vilji til að auka framleiðslu til muna og sérstaklega með tilliti til þess að eftir að uppbyggingunni lýkur gætu nýjar verksmiðjur staðið tómar um árabil. Þar að auki óttast forsvarsmenn fyrirtækjanna að aukin hergagnaframleiðsla myndi koma niður á ímynd þeirra. Ráðamenn í Evrópu eiga við svipaðan vanda að stríða.
Japan Suður-Kórea Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira