Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2023 12:30 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, og Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans funduðu í Tókíó í morgun. AP/Kiyoshi Ota Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, og Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, hittust í morgun og er það í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna gera það í tólf ár. Í aðdraganda fundarins samþykktu ráðamenn í báðum ríkjum að taka skref til að binda enda á langvarandi deilur þeirra. Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Langdrægri eldflaug var til að mynda skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun og þá hafa japönsk og kínversk herskip mæst á umdeildu hafsvæði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Japanir og Suður-Kóreumenn hafa lengi eldað grátt silfur saman vegna hernámi Japana á Kóreuskaganum frá 1910 til 1945 og vegna ódæða japanskra hermanna þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ríkin hafa einnig deilt um eyjur sem bæði Japanir og Kóreumenn gera tilkall til. Hæstiréttur Suður-Kóreu komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að japönsk fyrirtæki ættu að greiða skaðabætur til Suður-Kóreu. Í kjölfarið beittu Japanir Suður-Kóreu viðskiptaþvingunum og hafa töluverðar deilur staðið yfir síðan þá. Nú virðist sem finna eigi lausnir á þessum deilum en er þeir hittust í morgun sagði Kishida að fundur hans og Yoon markaði nýtt tímabil reglulegra heimsókna milli ráðamanna ríkjanna. Þá sagði hann að þeir hefðu komist að samkomulagi um að hefja varnarsamstarf og koma á laggirnar viðræðum milli Japans og Kóreu annars vegar og Kína hins vegar. Í frétt AP segir að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi komið að því að leita lausna á deilum Japans og Suður-Kóreu og undirbúa fundinn í dag. Yonhap fréttaveitan, sem er starfrækt í Suður-Kóreu, segir að yfirvöld þar í landi hafi dregið til baka kvörtun þeirra til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna viðskiptaþvingana Japan, þar sem yfirvöld í Japan hafi heitið því að fella þvinganirnar, sem sneru meðal annars að hálfleiðurum og díóðum sem mikilvæg eru í framleiðslu skjáa, úr gildi. Yoon sagði á fundinum í morgun að Japan og Suður-Kórea deildu sömu lýðræðislegu gildum og að þrátt fyrir vandamál í sambandi ríkjanna væru Japanir og Suður-Kóreumenn félagar sem yrðu að vinna saman varðandi öryggi, efnahagsmál og annað. Hann sagði að kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu ógnuðu friði og stöðugleika í Asíu og í heiminum öllum. Japan og Suður-Kórea þyrftu að vinna náið saman gegn þeirri ógn. Yonhap segir Yoon og Kishida einnig hafa gert samkomulag um að deila leynilegum hernaðarupplýsingum milli ríkja en slíkt samkomulag var sett á ís fyrir nokkrum árum, vegna áðurnefndra deilna. Japanir stefna á töluverða hernaðaruppbyggingu og umfangsmikil vopnakaup á næstu árum. Í frétt Reuters kemur þó fram að yfirvöld þar hafi lent á ákveðnum tálmum sem snú að stærstu fyrirtækjum landsins. Forsvarsmenn þeirra eru ekki viljugir til að fjárfesta í hergagnaframleiðslu og á það við fyrirtæki eins og Toshiba, Mitsubishi og Daikkin Industries. Þessi fyrirtæki hafa lengi framleitt vopn fyrir herafla Japans en segja lítinn hagnað í því. Þess vegna er lítill vilji til að auka framleiðslu til muna og sérstaklega með tilliti til þess að eftir að uppbyggingunni lýkur gætu nýjar verksmiðjur staðið tómar um árabil. Þar að auki óttast forsvarsmenn fyrirtækjanna að aukin hergagnaframleiðsla myndi koma niður á ímynd þeirra. Ráðamenn í Evrópu eiga við svipaðan vanda að stríða. Japan Suður-Kórea Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Langdrægri eldflaug var til að mynda skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun og þá hafa japönsk og kínversk herskip mæst á umdeildu hafsvæði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Japanir og Suður-Kóreumenn hafa lengi eldað grátt silfur saman vegna hernámi Japana á Kóreuskaganum frá 1910 til 1945 og vegna ódæða japanskra hermanna þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ríkin hafa einnig deilt um eyjur sem bæði Japanir og Kóreumenn gera tilkall til. Hæstiréttur Suður-Kóreu komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að japönsk fyrirtæki ættu að greiða skaðabætur til Suður-Kóreu. Í kjölfarið beittu Japanir Suður-Kóreu viðskiptaþvingunum og hafa töluverðar deilur staðið yfir síðan þá. Nú virðist sem finna eigi lausnir á þessum deilum en er þeir hittust í morgun sagði Kishida að fundur hans og Yoon markaði nýtt tímabil reglulegra heimsókna milli ráðamanna ríkjanna. Þá sagði hann að þeir hefðu komist að samkomulagi um að hefja varnarsamstarf og koma á laggirnar viðræðum milli Japans og Kóreu annars vegar og Kína hins vegar. Í frétt AP segir að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi komið að því að leita lausna á deilum Japans og Suður-Kóreu og undirbúa fundinn í dag. Yonhap fréttaveitan, sem er starfrækt í Suður-Kóreu, segir að yfirvöld þar í landi hafi dregið til baka kvörtun þeirra til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna viðskiptaþvingana Japan, þar sem yfirvöld í Japan hafi heitið því að fella þvinganirnar, sem sneru meðal annars að hálfleiðurum og díóðum sem mikilvæg eru í framleiðslu skjáa, úr gildi. Yoon sagði á fundinum í morgun að Japan og Suður-Kórea deildu sömu lýðræðislegu gildum og að þrátt fyrir vandamál í sambandi ríkjanna væru Japanir og Suður-Kóreumenn félagar sem yrðu að vinna saman varðandi öryggi, efnahagsmál og annað. Hann sagði að kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu ógnuðu friði og stöðugleika í Asíu og í heiminum öllum. Japan og Suður-Kórea þyrftu að vinna náið saman gegn þeirri ógn. Yonhap segir Yoon og Kishida einnig hafa gert samkomulag um að deila leynilegum hernaðarupplýsingum milli ríkja en slíkt samkomulag var sett á ís fyrir nokkrum árum, vegna áðurnefndra deilna. Japanir stefna á töluverða hernaðaruppbyggingu og umfangsmikil vopnakaup á næstu árum. Í frétt Reuters kemur þó fram að yfirvöld þar hafi lent á ákveðnum tálmum sem snú að stærstu fyrirtækjum landsins. Forsvarsmenn þeirra eru ekki viljugir til að fjárfesta í hergagnaframleiðslu og á það við fyrirtæki eins og Toshiba, Mitsubishi og Daikkin Industries. Þessi fyrirtæki hafa lengi framleitt vopn fyrir herafla Japans en segja lítinn hagnað í því. Þess vegna er lítill vilji til að auka framleiðslu til muna og sérstaklega með tilliti til þess að eftir að uppbyggingunni lýkur gætu nýjar verksmiðjur staðið tómar um árabil. Þar að auki óttast forsvarsmenn fyrirtækjanna að aukin hergagnaframleiðsla myndi koma niður á ímynd þeirra. Ráðamenn í Evrópu eiga við svipaðan vanda að stríða.
Japan Suður-Kórea Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira