Rússar reyna að fá hernaðarstuðning frá Kína Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2023 19:41 Þeir brosa sínu breiðasta Xi Jingping forseti Kína og Vladimir Putin forseti Rússlands. En hagsmunir þeirra eru í raun um margt ólíkur. Xi vill tryggja belti og braut með samgöngum í gegnum Rússland en Putin þarf fyrst og fremst á hernaðaraðstoð að halda. AP/Mikhail Tereshchenko Forsetar Kína og Rússlands hafa talað almennt um að efla samskipti þjóðanna á fundi símum í Moskvu í dag en ekkert hefur komið fram um hernaðaraðstoð. Rússar eru mun háðari Kína en áður á ýmsum sviðum vegna refsiaðgerða Vesturlanda. Xi Jinping sem nýlega tryggði sér þriðja kjörtímabilið í embætti forseta Kína kom í þriggja daga opinbera heimsókn til Rússlands í gær. Nú þegar Rússar eiga fáa volduga vini skipta samskiptin við Kína meira máli en nokkru sinni fyrr en ólíkt því sem oftast var á áratugum áður er Kína sterkari aðilinn í þessum samskiptum. Rússar flytja þessa dagana út olíu og gas til Kína á mun lægra verði en þeir fengu áður fyrir þessa orkugjafa í Evrópu. Í morgun fundaði Xi fyrst með Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands sem var hástemmdur í yfirlýsingum um hlutverk þjóðanna í alþjóðasamfélaginu. „Samband okkar er betra en nokkru sinni fyrr í aldagamalli sögu okkar og það hefur áhrif á mótun alþjóðlegra stefnumála með rökréttri margpólun,“ sagði Mishustin og vísaði þar til þeirrar kalda stríðs heimssýnar Putins um að veröldinni væri stjórnað af nokkrum megin pólum þar sem Rússland væri einn póllinn. Xi Jingping hefur boðið Putin að koma á þriðju fjölþjóðaráðstefnu Kínverja um belti og braut síðar á þessu ári.AP/Alexey Maishev Xi lagði hins vegar áherslu á að hann hefði boðið Putin til að sækja síðar á þessu ári þriðja fjölþjóðafund Kínverja um belti og braut áætlun þeirra sem gengur út á að styrkja samgöngur Kína á landi í loft og á sjó. Þar leggur Xi áherslu álestarsamgöngur í gegnum Rússland og siglingarleiðina norður fyrir Rússland sem og hafnaraðstöðu. „Á meðan á heimsókn minni stendur munum við Pútín forseti fara ítarlega yfir þann árangur sem náðst hefur með þróun tvíhliða sambands okkar. Við munum einnig yfirfara áætlanir um samvinnu okkar í framtíðinni,“ sagði Xi. Samskipti Rússa og Kínverja allt frá kínversku byktingunni árið 1949 hefur verið upp og ofan en lengst af voru Sovétríkin sterkari aðilinn. Nú eru Kínverjar hins vegar mun voldugri en Rússar.AP/Grigory Sysoyev Leiðtogarnir sjálfir mættust síðan eftir dramtíska göngu í átt til hvors annars í miklum salarkynnum Kremlar. Enn sem komið er hefur hins vegar ekkert komið fram um það sem Putin þráir mest; hernaðarlegan stuðning Kínverja við blóðuga innrás Putins í fullvalda og sjálfstæða Úkraínu. Putin sagði Xi að Rússa hefðu skoðað friðartillögur Kínverja varðandi Úkraínu vandlega. Valdimir Putin segir Rússa taka friðartillögur Kína vegna stríðsins í Úkraínu mjög alvarlega.AP/Sergei Karpukhin „Við vitum að þú gengur út frá meginreglunni um réttlæti og virðingu við grunnákvæði alþjóðalaga um órjúfanlegt öryggi fyrir öll ríki,“ sagði Putin. Rússar bæru mikla virðingu fyrir friðarumleitunum Kínverja. En svo kom lýsingin á því hlutverki sem Putin sér Rússa gegna í alþjóðakerfinu. „Almennt stuðla samskipti okkar á alþjóðavettvangi auðvitað að því að styrkja grunnreglur um skipan mála í heiminum og margpólun,“ sagði Vladimir Putin. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Tengdar fréttir Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. 21. mars 2023 12:57 Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Xi Jinping sem nýlega tryggði sér þriðja kjörtímabilið í embætti forseta Kína kom í þriggja daga opinbera heimsókn til Rússlands í gær. Nú þegar Rússar eiga fáa volduga vini skipta samskiptin við Kína meira máli en nokkru sinni fyrr en ólíkt því sem oftast var á áratugum áður er Kína sterkari aðilinn í þessum samskiptum. Rússar flytja þessa dagana út olíu og gas til Kína á mun lægra verði en þeir fengu áður fyrir þessa orkugjafa í Evrópu. Í morgun fundaði Xi fyrst með Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands sem var hástemmdur í yfirlýsingum um hlutverk þjóðanna í alþjóðasamfélaginu. „Samband okkar er betra en nokkru sinni fyrr í aldagamalli sögu okkar og það hefur áhrif á mótun alþjóðlegra stefnumála með rökréttri margpólun,“ sagði Mishustin og vísaði þar til þeirrar kalda stríðs heimssýnar Putins um að veröldinni væri stjórnað af nokkrum megin pólum þar sem Rússland væri einn póllinn. Xi Jingping hefur boðið Putin að koma á þriðju fjölþjóðaráðstefnu Kínverja um belti og braut síðar á þessu ári.AP/Alexey Maishev Xi lagði hins vegar áherslu á að hann hefði boðið Putin til að sækja síðar á þessu ári þriðja fjölþjóðafund Kínverja um belti og braut áætlun þeirra sem gengur út á að styrkja samgöngur Kína á landi í loft og á sjó. Þar leggur Xi áherslu álestarsamgöngur í gegnum Rússland og siglingarleiðina norður fyrir Rússland sem og hafnaraðstöðu. „Á meðan á heimsókn minni stendur munum við Pútín forseti fara ítarlega yfir þann árangur sem náðst hefur með þróun tvíhliða sambands okkar. Við munum einnig yfirfara áætlanir um samvinnu okkar í framtíðinni,“ sagði Xi. Samskipti Rússa og Kínverja allt frá kínversku byktingunni árið 1949 hefur verið upp og ofan en lengst af voru Sovétríkin sterkari aðilinn. Nú eru Kínverjar hins vegar mun voldugri en Rússar.AP/Grigory Sysoyev Leiðtogarnir sjálfir mættust síðan eftir dramtíska göngu í átt til hvors annars í miklum salarkynnum Kremlar. Enn sem komið er hefur hins vegar ekkert komið fram um það sem Putin þráir mest; hernaðarlegan stuðning Kínverja við blóðuga innrás Putins í fullvalda og sjálfstæða Úkraínu. Putin sagði Xi að Rússa hefðu skoðað friðartillögur Kínverja varðandi Úkraínu vandlega. Valdimir Putin segir Rússa taka friðartillögur Kína vegna stríðsins í Úkraínu mjög alvarlega.AP/Sergei Karpukhin „Við vitum að þú gengur út frá meginreglunni um réttlæti og virðingu við grunnákvæði alþjóðalaga um órjúfanlegt öryggi fyrir öll ríki,“ sagði Putin. Rússar bæru mikla virðingu fyrir friðarumleitunum Kínverja. En svo kom lýsingin á því hlutverki sem Putin sér Rússa gegna í alþjóðakerfinu. „Almennt stuðla samskipti okkar á alþjóðavettvangi auðvitað að því að styrkja grunnreglur um skipan mála í heiminum og margpólun,“ sagði Vladimir Putin.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Tengdar fréttir Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. 21. mars 2023 12:57 Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. 21. mars 2023 12:57
Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26
Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14