Heilbrigðismál

Fréttamynd

Neyslurými gætu þurft að bíða

Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“

Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti.

Innlent
Fréttamynd

„Fæ ég hann aftur?“

Hvernig er að fylgja eiginmanni sínum í stóra skurðaðgerð og vaka yfir honum vikum saman? Anna Margrét Sigurðardóttir ræðir opinskátt um ýmsa fylgifiska stórra skurðaðgerða sem allir þyrftu að þekkja og vita um, álagið sem ástvinir verða fyrir og leiðir til að takast á við það.

Lífið
Fréttamynd

Fleiri andlát tengd Alzheimer

Tölur um skráningu dauðsfalla af völdum Alzheimer segja ekki réttu söguna að mati lækna. Hækkandi lífaldur fjölgar sjúklingum. Skrá verði rétt svo rétt umönnun sé veitt.

Innlent
Fréttamynd

Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur

Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert.

Innlent
Fréttamynd

Tíunda hvert barn er sett á örvandi lyf

Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og Ritalíni og Concerta í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum.

Innlent
Fréttamynd

Minntust 300 ára afmælis Bjarna Pálssonar

Bjarni Pálsson var fyrstur manna til að gegna embætti landlæknis hér á landi og sáði í embættistíð sinni fræjum sem síðar áttu eftir að verða hin íslenska heilbrigðisþjónusta.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir vita ekki að þær séu arfberar ættgengs brjóstakrabbameinsgens

Ung kona sem missti móður sína úr brjóstakrabbameini af völdum Brakkagens ákvað að láta fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með genið. Hún var tuttugu og fimm ára þegar hún fór í aðgerðina og hafði þá beðið í fimm ár. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á slíkum aðgerðum að sögn brjóstaskurðlæknis.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja milljarða króna hjúkrunarheimili byggt á Selfossi

Íbúar í Árnessýslu hafa beðið nokkuð lengi eftir að framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi hefjist en hálfgert neyðarástand skapaðist eftir að dvalar og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri og Blesastöðum á Skeiðum var lokað fyrir nokkrum árum.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn greiddi 16% meira í yfirvinnu vegna manneklu

Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018.

Innlent
Fréttamynd

Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins

Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars.

Innlent
Fréttamynd

Offita óléttra kvenna vaxandi vandamál

Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri lyfjatengd andlát

Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis.

Innlent