Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2020 11:35 Ragnar Freyr Ingvarsson segir samstöðuna og samstarfið á Landspítalanum af þeim gæðum að hann hafi aldrei kynnst öðru eins. Vísir „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. Ragnar Freyr segir smitin á miðnætti í gær hafa verið orðin í kringum 400. Hann hafi aldrei séð viðlíka samvinnu og sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana en hann hefur verið afar gagnrýnin á Landspítalann og heilbrigðisyfirvöld á samfélagsmiðlum í gegnum tíðina. Ragnar Freyr er læknir á almennri lyflækningadeild en er kominn óvænt í nýtt hlutverk sem hann greindi hlustendum Harmageddon á X-inu frá í morgun. Hlusta má á viðtalið hér að neðan. „Ég stýri Covid-teymi Landspítalans,“ segir Ragnar Freyr sem er mikill matgæðingur og þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu. Hann var sjálfur í sóttkví fyrir viku, að elda nautalundir en er síðan kominn í nýja hlutverk sitt. Ætla að grípa þá sem veikjast alvarlega um leið „Við erum að blása til sóknar ef svo má að orði komast. Að skipuleggja móttöku sjúklinga. Við erum búin að setja í gang símvöktunarþjónustu fyrir alla þá sem greinast með jákvæð smit á Íslandi. Fylgjum þeim eftir í síma, bæði læknar og hjúkrunarfræðingar með það markmið að finna þá einstaklinga sem eru að stefna í frekari veikindi. Svo við getum gripið þau fyrr.“ Hann segir óhætt að segja að allt sé á fullum snúningi á Landspítalanum. Starfsmaður Covid-teymisins í Fossvogi.Vísir/Vilhelm „Allar deildir, allt frá slökkviliðinu yfir í bráðamóttöku yfir í lyflæknisdeildir, eru í fullri vinnu. Skurðlæknir sem hafa sinnt valkvæðri starfsemi eru komnir með okkur í lið og bætast í hóp þeirra sem ætla að sinna sjúklingum. Við erum að búa okkur undir það versta,“ segir Ragnar Freyr. Hann er eðli málsins samkvæmt vel inni í málum og veit hver staðan er hverju sinni. „Það eru um 400 smitaðir einstaklingar og þar af um 20 sem hefur batnað. Það eru inniliggjandi sex til sjö sjúklingar. Einn á gjörgæsludeild. Það má búast við því að þessi tala tvöfaldist á næstu viku,“ segir Ragnar Freyr. Langflestir spjara sig vel Langstærstur hluti smitaðra sé með væg einkenni. „Við erum núna með á lista 376 einstaklinga í virku eftirliti. Þar af eru sextán með slæm einkenni. Hita, hósta og líður illa. Svo eru 49 þeirra með miðlungseinkenni. Miðlungseinkenni er eitthvað sem við sem erum frísk stöndum vel af okkur. Stóri parturinn, 330, er bara fólk sem er að spjara sig vel.“ Hann lýsir ferlinu gagnvart þeim smituðu. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir fjölmiðlakona er ein þeirra sem er með Covid-19 og teymi Ragnars Freys er í sambandi við.Vísir/Vilhelm „Það hringir læknir í upphafi í þig ef við vitum að þú ert með smit. Við stigum þig eftir bæði aldri, heilsufari og þeim einkennum sem þú ert með. Það er fyrirframgefið að ef þú ert ungur og hraustur með lítil einkenni hringjum við í þig eftir cirka fimm daga. Ef þú ert fimmtugur eða eldri með meðaleinkenni hringjum við í þig eftir einn til tvo daga. Ef þú ert eldri með miðlungseinkenni eða verri hringjum við í þig daginn eftir. Ef við höfum áhyggjur af þér köllum við þig inn í skoðun.“ Fjölgar í hópi þeirra sem er batnað Hann segir líklegt að tölurnar sem birtar verða á covid.is eftir hádegi segi okkur að smitaðir séu orðnir á fimmta hundrað. „Ég er með lista yfir þá sem voru orðnir jákvæðir í gærkvöldi. Mér telst með öllu að það séu um 404,“ segir Ragnar Freyr. Við eigi eftir að bætast niðurstöður eftir fyrstu keyrslu í morgun. Upp úr klukkan ellefu, eftir að Ragnar Freyr veitti viðtalið, kom í ljós að fjöldi smitaðra samkvæmt Covid.is var orðinn 409. Hann segir að klukkan 9:46 í morgun, þegar hann keyrði út tölur, sé fjöldi þeirra sem eru á lista yfir þá sem hafa náð sér af veirunni orðinn átján. Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í vikunni með söng. Fjölmargir geta ekki hitt ástvini sína þessa dagana en íbúar Ísafoldar mega ekki fá gesti.Vísir/Vilhelm „Það eru fleiri en við erum aðeins eftir á varðandi útskriftir. Því við höfum verið að keyra á alveg ofboðslegum hraða. Í síðustu viku var ég í sóttkví að elda nautarif. Síðan var ég beðinn um að hringja í nokkra veika einstkalinga. Svo á sunnudag fegnum við tveir læknar það hlutverk að leiða þetta teymi ásamt hópi fólks em vex dag frá degi. Við á Landspítalanum gerum okkur alveg grein fyrir hversu stórt verkefni er í vændum. Og ætlum svo sannarlega að vera tilbúin fyrir það.“ Viðbúið að læknar og hjúkrunarfræðingar smitist Rúmin eigi að vera nógu mörg og einangrunardeildir í stakk búnar. „Við erum að reisa nýja göngudeild sem verður tilbúin á mánudaginn - Covid-deild Landspítalans verður tilbúin á mánudaginn. Hún hefur verið tímabundin rekin í gámastæðinu hérna við hliðina á sem hefur reynst okkur ótrúlega vel. Ég veit það hefur verið dálítið mikið hlegið að þessum gámum en þeir hafa reynst ótrúlega gagnlegir. Bæði þeir sjúklingar sem eru út frá sögu sinni og einkennum grunaðir um Covid-smit og líka þeir sem koma inn bráðveikir með Covid-smit. Þannig getum við tekið örugglega á móti þeim í gám og flutt með öruggum hætti án þess að útsetja starfsmenn inn á deildir eða gjörgæslu eins og það hefur þurft.“ Gámarnir hafa reynst ótrúlega vel að sögn Ragnars Freys.Vísir/Vilhelm Í morgun var greint frá því að hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku væri greindur með veiruna. „Það hafa þó nokkrir starfsmenn veikst. Við erum í framlínuninni og viðbúið að einhver okkar muni veikjast og erum algjörlega undirbúin undir það. Við þjálfum alla starfsmenn sem koma að meðferð, fólk með bráðöndunarfæraeinkenni bæði í að verja sig. Svo erum við með extra hlífðarbúnað ef við vitum að um Covid-smit er að ræða. Þá er alveg farið eftir stöðlum. Við erum á hverjum degi að mennta nýja starfsmenn að klæða sig í og úr hlífðarfatnaði.“ Aldrei orðið vitni að annarri eins samvinnu Hann segir stöðuna ótrúlega og fyrir rúmri viku hefði hann aldrei látið sér detta í hvaða stöðu hann yrði í dag. Samstaðan á spítalanum sé mögnuð. „Ég verð að viðurkenna að ég hef oft gagnrýnt spítalann og heilbrigðisyfirvöld, þeir sem lesa mín innlegg á Facebook geta séð það. Ég hef verið ófeiminn við að láta í mér heyra. Ég hef aldrei orðið vitni að því að sjá hóp fólks, taka sig saman alls staðar að, hvort sem er ræstingarfólk, tölvuliðið, slökkviliðið, sjúkraliðarnir, hjúkrunarfræðingarnir, læknarnir, stjórn. Ég hef aldrei orðið vitni að viðlíka starfsemi. Ég vona bara að við gerum þetta eins bærilegt og hægt er. Verkefnið er risastórt og okkur á eftir að fatast flugið einhvern tímann en vonandi sem sjaldnast.“ Hann segir ekki ólíklegt að fjöldi smitaðra gæti tvöfaldast á einni viku en það megi ekki gera ráð fyrir neinu. Undirbúningur miði við svartsýnustu spár. „Það verður enginn dæmdur hart fyrir að vera of tilbúinn. Við ætlum að vera undirbúin. Ef svartsýnustu spár reynast sannar ætlum við að vera tilbúin fyrir það.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
„Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. Ragnar Freyr segir smitin á miðnætti í gær hafa verið orðin í kringum 400. Hann hafi aldrei séð viðlíka samvinnu og sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana en hann hefur verið afar gagnrýnin á Landspítalann og heilbrigðisyfirvöld á samfélagsmiðlum í gegnum tíðina. Ragnar Freyr er læknir á almennri lyflækningadeild en er kominn óvænt í nýtt hlutverk sem hann greindi hlustendum Harmageddon á X-inu frá í morgun. Hlusta má á viðtalið hér að neðan. „Ég stýri Covid-teymi Landspítalans,“ segir Ragnar Freyr sem er mikill matgæðingur og þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu. Hann var sjálfur í sóttkví fyrir viku, að elda nautalundir en er síðan kominn í nýja hlutverk sitt. Ætla að grípa þá sem veikjast alvarlega um leið „Við erum að blása til sóknar ef svo má að orði komast. Að skipuleggja móttöku sjúklinga. Við erum búin að setja í gang símvöktunarþjónustu fyrir alla þá sem greinast með jákvæð smit á Íslandi. Fylgjum þeim eftir í síma, bæði læknar og hjúkrunarfræðingar með það markmið að finna þá einstaklinga sem eru að stefna í frekari veikindi. Svo við getum gripið þau fyrr.“ Hann segir óhætt að segja að allt sé á fullum snúningi á Landspítalanum. Starfsmaður Covid-teymisins í Fossvogi.Vísir/Vilhelm „Allar deildir, allt frá slökkviliðinu yfir í bráðamóttöku yfir í lyflæknisdeildir, eru í fullri vinnu. Skurðlæknir sem hafa sinnt valkvæðri starfsemi eru komnir með okkur í lið og bætast í hóp þeirra sem ætla að sinna sjúklingum. Við erum að búa okkur undir það versta,“ segir Ragnar Freyr. Hann er eðli málsins samkvæmt vel inni í málum og veit hver staðan er hverju sinni. „Það eru um 400 smitaðir einstaklingar og þar af um 20 sem hefur batnað. Það eru inniliggjandi sex til sjö sjúklingar. Einn á gjörgæsludeild. Það má búast við því að þessi tala tvöfaldist á næstu viku,“ segir Ragnar Freyr. Langflestir spjara sig vel Langstærstur hluti smitaðra sé með væg einkenni. „Við erum núna með á lista 376 einstaklinga í virku eftirliti. Þar af eru sextán með slæm einkenni. Hita, hósta og líður illa. Svo eru 49 þeirra með miðlungseinkenni. Miðlungseinkenni er eitthvað sem við sem erum frísk stöndum vel af okkur. Stóri parturinn, 330, er bara fólk sem er að spjara sig vel.“ Hann lýsir ferlinu gagnvart þeim smituðu. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir fjölmiðlakona er ein þeirra sem er með Covid-19 og teymi Ragnars Freys er í sambandi við.Vísir/Vilhelm „Það hringir læknir í upphafi í þig ef við vitum að þú ert með smit. Við stigum þig eftir bæði aldri, heilsufari og þeim einkennum sem þú ert með. Það er fyrirframgefið að ef þú ert ungur og hraustur með lítil einkenni hringjum við í þig eftir cirka fimm daga. Ef þú ert fimmtugur eða eldri með meðaleinkenni hringjum við í þig eftir einn til tvo daga. Ef þú ert eldri með miðlungseinkenni eða verri hringjum við í þig daginn eftir. Ef við höfum áhyggjur af þér köllum við þig inn í skoðun.“ Fjölgar í hópi þeirra sem er batnað Hann segir líklegt að tölurnar sem birtar verða á covid.is eftir hádegi segi okkur að smitaðir séu orðnir á fimmta hundrað. „Ég er með lista yfir þá sem voru orðnir jákvæðir í gærkvöldi. Mér telst með öllu að það séu um 404,“ segir Ragnar Freyr. Við eigi eftir að bætast niðurstöður eftir fyrstu keyrslu í morgun. Upp úr klukkan ellefu, eftir að Ragnar Freyr veitti viðtalið, kom í ljós að fjöldi smitaðra samkvæmt Covid.is var orðinn 409. Hann segir að klukkan 9:46 í morgun, þegar hann keyrði út tölur, sé fjöldi þeirra sem eru á lista yfir þá sem hafa náð sér af veirunni orðinn átján. Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í vikunni með söng. Fjölmargir geta ekki hitt ástvini sína þessa dagana en íbúar Ísafoldar mega ekki fá gesti.Vísir/Vilhelm „Það eru fleiri en við erum aðeins eftir á varðandi útskriftir. Því við höfum verið að keyra á alveg ofboðslegum hraða. Í síðustu viku var ég í sóttkví að elda nautarif. Síðan var ég beðinn um að hringja í nokkra veika einstkalinga. Svo á sunnudag fegnum við tveir læknar það hlutverk að leiða þetta teymi ásamt hópi fólks em vex dag frá degi. Við á Landspítalanum gerum okkur alveg grein fyrir hversu stórt verkefni er í vændum. Og ætlum svo sannarlega að vera tilbúin fyrir það.“ Viðbúið að læknar og hjúkrunarfræðingar smitist Rúmin eigi að vera nógu mörg og einangrunardeildir í stakk búnar. „Við erum að reisa nýja göngudeild sem verður tilbúin á mánudaginn - Covid-deild Landspítalans verður tilbúin á mánudaginn. Hún hefur verið tímabundin rekin í gámastæðinu hérna við hliðina á sem hefur reynst okkur ótrúlega vel. Ég veit það hefur verið dálítið mikið hlegið að þessum gámum en þeir hafa reynst ótrúlega gagnlegir. Bæði þeir sjúklingar sem eru út frá sögu sinni og einkennum grunaðir um Covid-smit og líka þeir sem koma inn bráðveikir með Covid-smit. Þannig getum við tekið örugglega á móti þeim í gám og flutt með öruggum hætti án þess að útsetja starfsmenn inn á deildir eða gjörgæslu eins og það hefur þurft.“ Gámarnir hafa reynst ótrúlega vel að sögn Ragnars Freys.Vísir/Vilhelm Í morgun var greint frá því að hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku væri greindur með veiruna. „Það hafa þó nokkrir starfsmenn veikst. Við erum í framlínuninni og viðbúið að einhver okkar muni veikjast og erum algjörlega undirbúin undir það. Við þjálfum alla starfsmenn sem koma að meðferð, fólk með bráðöndunarfæraeinkenni bæði í að verja sig. Svo erum við með extra hlífðarbúnað ef við vitum að um Covid-smit er að ræða. Þá er alveg farið eftir stöðlum. Við erum á hverjum degi að mennta nýja starfsmenn að klæða sig í og úr hlífðarfatnaði.“ Aldrei orðið vitni að annarri eins samvinnu Hann segir stöðuna ótrúlega og fyrir rúmri viku hefði hann aldrei látið sér detta í hvaða stöðu hann yrði í dag. Samstaðan á spítalanum sé mögnuð. „Ég verð að viðurkenna að ég hef oft gagnrýnt spítalann og heilbrigðisyfirvöld, þeir sem lesa mín innlegg á Facebook geta séð það. Ég hef verið ófeiminn við að láta í mér heyra. Ég hef aldrei orðið vitni að því að sjá hóp fólks, taka sig saman alls staðar að, hvort sem er ræstingarfólk, tölvuliðið, slökkviliðið, sjúkraliðarnir, hjúkrunarfræðingarnir, læknarnir, stjórn. Ég hef aldrei orðið vitni að viðlíka starfsemi. Ég vona bara að við gerum þetta eins bærilegt og hægt er. Verkefnið er risastórt og okkur á eftir að fatast flugið einhvern tímann en vonandi sem sjaldnast.“ Hann segir ekki ólíklegt að fjöldi smitaðra gæti tvöfaldast á einni viku en það megi ekki gera ráð fyrir neinu. Undirbúningur miði við svartsýnustu spár. „Það verður enginn dæmdur hart fyrir að vera of tilbúinn. Við ætlum að vera undirbúin. Ef svartsýnustu spár reynast sannar ætlum við að vera tilbúin fyrir það.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira