Þakklát öllum á Íslandi fyrir að leggja sitt af mörkum í baráttunni við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. mars 2020 20:38 Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsir yfir miklu þakklæti í garð allra á Íslandi. Hún er þakklát fyrir þá viðleitni Íslendinga til að laga hegðun sína að þeim tilmælum og fyrirmælum sem stjórnvöld hafa gefið út í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Mig langar að nota þetta tækifæri núna, þegar við erum enn þá að herða á og í raun og veru enn þá að þrengja meira að alls konar starfsemi í samfélaginu, að lýsa því mikla þakklæti sem ég ber í brjósti gagnvart öllum á Íslandi,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún segir jafnframt ljóst að allir sem eru að breyta lífi sínu á einhvern hátt séu að leggja sitt af mörkum. „Allt frá heimilishaldinu og yfir í það hvernig fólk er að vinna með kennslu og heilbrigðisþjónustu. Það strætóbílstjórar, það eru þeir sem eru að reka veitingaþjónustu, það er ungt fólk og gamalt fólk.“ Í dag var tilkynnt að ráðherrann hefði, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis, ákveðið að herða enn frekar samkomubannið sem sett var á 13. mars síðastliðinn. Þá var ákveðið að takmarka allar samkomur við 100 manns eða færri. Hámarksfjöldi einstaklinga hefur nú verið lækkaður umtalsvert, eða niður í 20. Bannið gildir að minnsta kosti til 15. apríl, en mögulegt er að það verði hert frekar. Ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum, eins og sakir standa. „Allir eru að breyta sínum venjum frá degi til dags til þess að fara að þessum ráðum sóttvarnalæknis og stefna að því að ná að sigrast á þessari veiru,“ segir Svandís að lokum. Á vefsíðunni covid.is, sem haldið er úti af Almannavörnum og embætti landlæknis, má nálgast allar helstu upplýsingar um hvaða þýðingu samkomubannið hefur og hvaða reglur gilda í tengslum við bannið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsir yfir miklu þakklæti í garð allra á Íslandi. Hún er þakklát fyrir þá viðleitni Íslendinga til að laga hegðun sína að þeim tilmælum og fyrirmælum sem stjórnvöld hafa gefið út í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Mig langar að nota þetta tækifæri núna, þegar við erum enn þá að herða á og í raun og veru enn þá að þrengja meira að alls konar starfsemi í samfélaginu, að lýsa því mikla þakklæti sem ég ber í brjósti gagnvart öllum á Íslandi,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún segir jafnframt ljóst að allir sem eru að breyta lífi sínu á einhvern hátt séu að leggja sitt af mörkum. „Allt frá heimilishaldinu og yfir í það hvernig fólk er að vinna með kennslu og heilbrigðisþjónustu. Það strætóbílstjórar, það eru þeir sem eru að reka veitingaþjónustu, það er ungt fólk og gamalt fólk.“ Í dag var tilkynnt að ráðherrann hefði, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis, ákveðið að herða enn frekar samkomubannið sem sett var á 13. mars síðastliðinn. Þá var ákveðið að takmarka allar samkomur við 100 manns eða færri. Hámarksfjöldi einstaklinga hefur nú verið lækkaður umtalsvert, eða niður í 20. Bannið gildir að minnsta kosti til 15. apríl, en mögulegt er að það verði hert frekar. Ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum, eins og sakir standa. „Allir eru að breyta sínum venjum frá degi til dags til þess að fara að þessum ráðum sóttvarnalæknis og stefna að því að ná að sigrast á þessari veiru,“ segir Svandís að lokum. Á vefsíðunni covid.is, sem haldið er úti af Almannavörnum og embætti landlæknis, má nálgast allar helstu upplýsingar um hvaða þýðingu samkomubannið hefur og hvaða reglur gilda í tengslum við bannið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira