
Gjaldþrot

Gjaldþrot Jötunn véla upp á 1,7 milljarða
Gjaldþrot vinnuvélafyrirtækisins Jötunn véla á Selfossi sem varð gjaldþrota árið 2020 nam rúmum 1660 milljónum króna. Samþykktar kröfur námu 426 milljónum króna en ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur.

Segir engum báti hafa verið stolið
Lúther Gestsson er langt því frá sáttur við ásakanir Stefáns Guðmundssonar hjá Gentle Giants og segir hann fara frjálslega með.

Wok on-veldið falt
WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, er til sölu. Félagið er í eigu veitingamannsins Quang Le og var úrskurðað gjaldþrota á dögunum.

Wok On gjaldþrota
WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið er að fullu í eigu veitingamannsins Quang Lé, sem grunaður er um mansal og fleiri refsiverð brot. Annað félag í hans eigu, EA17 ehf., hefur sömuleiðis verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota
Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Sker úr um hvort veitingamaður hafi mátt borga fyrir kókið
Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarleyfisbeiðni Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf., CCEP, í máli þrotabús veitingamannsins Einars Sturlu Möinichen á hendur félaginu. Landsréttur taldi Einar Sturlu ekki hafa mátt greiða CCEP 29 milljóna króna viðskiptaskuldi korter í gjaldþrot.

Base parking gjaldþrota
Bílastæðaþjónustan Base Parking á Keflavíkurflugvelli var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vefsíðu hennar hefur verið lokað, rúmum tveimur vikum eftir að nafni félagsins var breytt í Siglt í strand ehf. Fyrirtækið hefur ítrekað ratað í fréttir vegna óánægju viðskiptavina með þjónustuna.

Viljinn tekinn til gjaldþrotaskipta
Viljinn, fjölmiðill Björns Inga Hrafnssonar, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Stefna að opnun Fiskbúðarinnar við Sundlaugaveg í maí
Unnið er að því að fá nýja rekstraraðilar til að taka við rekstri Fiskbúðarinnar við Sundlaugaveg. Stefnt er á að opna verslunina aftur þann 15. maí. Það kemur fram í tilkynningu í glugga verslunarinnar í dag.

Sólin sest fyrir fullt og allt á Sælunni
Sólbaðsstofan Sælan hefur lokað stöðum sínum og hefur fyrirtækið verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag.

Hæstiréttur bannar síþrotamanni að stunda rekstur
Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára atvinnurekstrarbann manns sem hefur verið í forsvari fyrir níu félög sem enduðu í gjaldþroti. Þrotabú einkahlutafélags sem maðurinn átti einn fór fram á bannið en lýstar kröfur í búið nema ríflega 300 milljónum króna.

Gjaldþrot N4 nam 89 milljónum króna
Lýstar kröfur í N4 ehf. námu 89 milljónum króna, en ekkert greiddist upp í rúmlega 84 milljónir þeirra. Fyrirtækið starfrækti sjónvarpstöðina N4 í fimmtán ár.

Gjaldþrot bæjarstjórans fyrrverandi nam 141 milljón króna
Gjaldþrot Jónmundar Guðmarssonar, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, nam 141 milljón króna. Engar eignir fundust í búi hans.

Gjaldþrota veitingamaður mátti ekki borga þrjátíu kúlur fyrir kókið
Greiðslu gjaldþrota veitingamanns til Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf. upp á tæplega þrjátíu milljónir króna hefur verið rift af Landsrétti. Maðurinn nýtti fjármuni frá gjaldþrota fyrirtæki sínu til þess að greiða skuld sem hann hafði gengið í sjálfskuldarábyrgð fyrir.

Gjaldþrotið nam 124 milljónum króna
Gjaldþrot verslunarinnar Eins og fætur toga sem varð gjaldþrota í mars í fyrra en er nú rekin af nýjum aðilum nam 124 milljónum króna. Greint er frá uppgjöri þrotabúsins í Lögbirtingablaðinu í dag.

Gjaldþrot Cyren upp á 238 milljónir
Lýstar kröfur í þrotabú netöryggisfyrirtækisins Cyren námu 238,5 milljónum króna auk dráttar vaxta. Tæpar tólf milljónir fengust greiddar upp í forgangskröfur eða um 5,2 prósent. Rekstur félagsins gekk að sögn yfirmanns afar vel en þrot erlends móðurfélags olli gjaldþrotinu.

Starfsskilyrði versna og skýr merki um samdrátt
Gjaldþrotum starfandi fyrirtækja fjölgaði verulega á milli ára og í byggingariðnaði voru þau þrefalt fleiri í fyrra en árið á undan. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir starfsskilyrði í greininni hafa versnað mikið og skýr merki um samdrátt í íbúðauppbyggingu.

Fjöldi virkra fyrirtækja sem fór í gjaldþrot stórjókst
Af 1.222 fyrirtækjum í fyrirtækjaskrá Skattsins, sem tekin voru til gjaldþrotaskipta árið 2023, voru 406 með virkni á fyrra ári, 165 prósent fleiri en árið 2022 þegar þau voru 153.

Segir Zodiac hafa hirt greiðsluna upp í eldri skuld
Lúther Gestsson, fyrirsvarsmaður félagsins Knarrarvogs ehf (Sportbátar) er afar ósáttur við fjölmiðlaumfjöllun þar sem greint hefur verið frá því að Björgunarsveit Skagfirðingasveit hafi verið hlunnfarin um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna.

158 milljón króna gjaldþrot félags Ásgeirs Kolbeins
Lýstar kröfur í þrotabú félagsins Soho Veitingar ehf. námu 158 milljónum króna. Félagið var í meirihlutaeigu hjónanna Sólveigar Birnu Gísladóttur og Einars Jóhannesar Lárussonar en athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson átti tuttugu prósenta hlut í því. Félagið sá um rekstur veitingastaðarins Pünk á Hverfisgötu en Ásgeir var um tíma framkvæmdastjóri staðarins.

Sættir sig ekki við bann eftir slóð gjaldþrota
Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál manns sem var úrskurðaður í þriggja ára atvinnurekstrarbann í Landsrétti. Þrotabú einkahlutafélags sem maðurinn átti einn fór fram á bannið en lýstar kröfur í búið nema ríflega 300 milljónum króna.

Herbert skuldlaus og fullur af þakklæti
Herbert Guðmundsson tónlistarmaður fagnar því á síðasta degi ársins að verða orðinn skuldlaus. Herbert er nýorðinn sjötugur og því sannkallað tímamót ár hjá söngvaranum.

Fyrrverandi bæjarstjóri á Nesinu gjaldþrota
Jónmundur Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Frá þessu er greint í Lögbirtingablaðinu í dag.

Gjaldþrot Steingríms nam nærri fimmtán milljörðum króna
Skiptum er lokið í þrotabúi Steingríms Wernerssonar athafnamanns. Lýstar kröfur í búið námu 14,5 milljörðum króna.

Staðan á byggingarmarkaði versnar og gjaldþrotum fjölgar mikið
Staða á byggingarmarkaði hefur versnar mikið sem lýsir sér í að minna er flutt inn af byggingarhráefnum, skuldsetning byggingarverktaka hefur aukist og gjaldþrotum í byggingariðnaði hefur fjölgað mikið. Sölutími lítilla íbúða hefur styst samfellt frá í apríl, en merki eru um að jafnvægi sé að nást á fasteignamarkaði.

Félag Sverris sem bauð 95 prósenta fasteignalán gjaldþrota
Þak, byggingafélag ehf. er gjaldþrota. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það í síðustu viku, og nú eru þeir sem telja sig eiga eignir, skuldir eða önnur réttindi á hendur búinu hvattir til að lýsa kröfum sínum yfir.

Tvö hundruð milljóna gjaldþrot félags Magnúsar
Engar eignir fundust í þrotabúi félagsins Tomahawk Development á Ísland sem var úrskurðað gjaldþrota í febrúar 2019. Félagið var að stærstum hluta í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon.

Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað
Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum.

Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað
Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram.

Átján milljóna króna gjaldþrota Bio borgara
Engar eignir fundust í þrotabú veitingastaðarins Bio Borgara sem lokað var í maí í fyrra. Lýstar kröfur námu rúmum átján milljónum króna.