Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2025 15:38 Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttarfélagsins. Play er eini viðsemjandi félagsins. Aðsend/Vísir/Vilhelm Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) segir gjaldþrot Play hafa komið öllum starfsmönnum á óvart. Hann segir gjaldþrotið gríðarlega þungt fyrir hans félagsfólk en félagið hafi sýnt síðustu mánuði að það hafi horfið frá upphaflegum gildum sínum. Play og ÍFF höfðu fundað reglulega síðustu vikur vegna kröfu stéttarfélagsins um að Play myndi staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið færði starfsemi sína til Möltu. Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti ÍFF, segir í samtali við fréttastofu að enginn frá félaginu hafi á þessum fundum gert sér grein fyrir því að staðan væri orðin það slæm að félagið væri á leið í þrot. „Við fengum ekkert veður af þessu á þeim fundum. Hins vegar fóru að renna á okkur tvær grímur þegar jákvæða hljóðið sem var til að byrja með varð allt í einu þyngra. Þá varð ljóst frá okkar bæjardyrum, þó félagið muni halda einhverju öðru fram, að það stóð aldrei til að viðurkenna þetta ráðningarsamband við flugfélagið á Möltu. Þetta var orðið þungt að okkar mati,“ segir Jóhann Óskar, þó svo hann hafi ekki endilega talið að félagið væri að verða gjaldþrota. Reyna að tryggja réttindi Nú fer af stað vinna innan stéttarfélagsins að tryggja að félagsmenn fái það greitt sem þeir eiga inni hjá Play. Hljóðið sé þungt í hans félagsmönnum. „Stemningin í hópnum var kannski ekki góður undanfarið út af þessum breytingum. Þegar félög eru í niðurskurði og á að fækka fólki er kannski aldrei góð stemning. Fólk er mjög slegið yfir þessu,“ segir Jóhann Óskar. Átti að bjarga flugmönnum WOW Hann býst við því að margir þeirra flugmanna sem störfuðu hjá Play muni þurfa að leita að vinnu erlendis, vilji þeir halda áfram innan fluggeirans. „Það sem er daprast í þessu er að þegar félagið var stofnað á sínum tíma var tilgangurinn að búa til vinnu fyrir það fólk sem missti vinnuna hjá WOW á sínum tíma. Síðustu átján mánuði hefur orðið mikil breyting á því innan félagsins. Það hefur ekki verið mikill áhugi á að hafa okkur öll í vinnu,“ segir Jóhann Óskar. Engin ást eftir Þá hafi starfsmenn ekki borið mikinn hlýhug til fyrirtækisins og stjórnenda. „Það var alveg farið. Það var engin ást eftir get ég sagt þér. Hún var bara núll,“ segir Jóhann Óskar. Hins vegar hafi stjórnendur aldrei áttað sig á því að þeir hefðu misst salinn. „Það er kannski það grátlega í þessu. Við sögðum að ef þeir læsu salinn og tækju utan um okkur myndum við flytja fjöll fyrir þau,“ segir Jóhann Óskar. Stéttarfélög Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Play og ÍFF höfðu fundað reglulega síðustu vikur vegna kröfu stéttarfélagsins um að Play myndi staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið færði starfsemi sína til Möltu. Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti ÍFF, segir í samtali við fréttastofu að enginn frá félaginu hafi á þessum fundum gert sér grein fyrir því að staðan væri orðin það slæm að félagið væri á leið í þrot. „Við fengum ekkert veður af þessu á þeim fundum. Hins vegar fóru að renna á okkur tvær grímur þegar jákvæða hljóðið sem var til að byrja með varð allt í einu þyngra. Þá varð ljóst frá okkar bæjardyrum, þó félagið muni halda einhverju öðru fram, að það stóð aldrei til að viðurkenna þetta ráðningarsamband við flugfélagið á Möltu. Þetta var orðið þungt að okkar mati,“ segir Jóhann Óskar, þó svo hann hafi ekki endilega talið að félagið væri að verða gjaldþrota. Reyna að tryggja réttindi Nú fer af stað vinna innan stéttarfélagsins að tryggja að félagsmenn fái það greitt sem þeir eiga inni hjá Play. Hljóðið sé þungt í hans félagsmönnum. „Stemningin í hópnum var kannski ekki góður undanfarið út af þessum breytingum. Þegar félög eru í niðurskurði og á að fækka fólki er kannski aldrei góð stemning. Fólk er mjög slegið yfir þessu,“ segir Jóhann Óskar. Átti að bjarga flugmönnum WOW Hann býst við því að margir þeirra flugmanna sem störfuðu hjá Play muni þurfa að leita að vinnu erlendis, vilji þeir halda áfram innan fluggeirans. „Það sem er daprast í þessu er að þegar félagið var stofnað á sínum tíma var tilgangurinn að búa til vinnu fyrir það fólk sem missti vinnuna hjá WOW á sínum tíma. Síðustu átján mánuði hefur orðið mikil breyting á því innan félagsins. Það hefur ekki verið mikill áhugi á að hafa okkur öll í vinnu,“ segir Jóhann Óskar. Engin ást eftir Þá hafi starfsmenn ekki borið mikinn hlýhug til fyrirtækisins og stjórnenda. „Það var alveg farið. Það var engin ást eftir get ég sagt þér. Hún var bara núll,“ segir Jóhann Óskar. Hins vegar hafi stjórnendur aldrei áttað sig á því að þeir hefðu misst salinn. „Það er kannski það grátlega í þessu. Við sögðum að ef þeir læsu salinn og tækju utan um okkur myndum við flytja fjöll fyrir þau,“ segir Jóhann Óskar.
Stéttarfélög Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira