Lagning gjaldþrota Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 13:58 Lagning hefur boðið ferðalöngum upp á að geyma bílana þeirra og jafnvel hreinsa þá og bóna á meðan fólk dvelur erlendis. Vísir/Vilhelm Lagning sem hefur lagt bílum ferðalanga á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár er gjaldþrota. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrirtækið var auglýst til sölu í október í fyrra. Kvartanir streyma til Neytendasamtakanna vegna gjalda sem ISAVIA innheimtir vegna bíla sem voru í geymslu Lagningar. „Okkur þykir afar leitt að tilkynna, en við munum ekki geta tekið við bílnum þínum þar sem Lagning er orðið gjaldþrota,“ segir í tilkynningunni. „Ef bíllinn þinn er nú þegar í geymslu hjá Lagningu þá er óþarfi að hafa áhyggjur - við munum afgreiða þá bíla sem eru í okkar vörslu.“ Fyrirtækið var stofnað árið 2021 af Theódóri Ágústi Magnússyni, Jóhanni Eggertssyni, Írisi Hrund Sigurðardóttur og Sigurði Smára Gylfasyni. Þjónusta Lagningar fól í sér að viðskiptavinir á leið úr landi afhentu starfsmanni Lagningar bíl sinn við Keflavíkurflugvöll. Starfsmaður ók bílnum á bílastæði í Reykjanesbæ og færði svo á bílastæði við flugstöðina við heimkomu. Þá bauð Lagning upp á aukaþjónustu fyrir þá sem vildu svo sem þrif og bón á bílum. Fyrirtækið velti 148 milljónum króna árið 2022 og hagnaðist um 12 milljónir króna. Árið eftir varð hins vegar 7,7 milljóna króna tap á rekstrinum og eigið féð 14,1 milljónir króna í árslok 2023. Ekki hefur verið birtur ársreikningur fyrir árið 2024. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Lagningar voru Theódór og Jóhann stærstu eigendur félagsins með þriðjungshlut hvor, Íris Hrund með 23,3 prósenta hlut og Sigurður Smári með tíu prósenta hlut. Fram kom í Viðskiptablaðinu í október í fyrra að fyrirtækið væri auglýst til sölu. ´Kvartanir streyma inn frá bílaeigendum Neytendasamtökin og Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hafa fengið fjölda kvartana frá félagsmönnum vegna bílastæðagjalda sem ISAVIA innheimtir á Keflavíkurflugvelli af bíleigendum sem þegar hafa greitt Lagningu fyrir bílastæði. Að mati FÍB og Neytendasamtakanna er þessi innheimta ISAVIA ólögmæt. Samtökin tvö hafa þegar skorað á ISAVIA að fella innheimtu gjalda niður gagnvart eigendum ökutækja sem lagt hefur verið í stæði við Keflavíkurflugvöll, þegar fyrir liggur að eigandi hafi afhent ökutækið þriðja aðila, svo sem Lagningu, til umráða. Neytendasamtökin og FÍB benda ökumönnum sem fá kröfur frá ISAVIA að fara fram á niðurfellingu þeirra, til dæmis með því að fylla út formið hér Hægt er að notast við eftirfarandi texta: „Ég óska eftir því að reikningur ISAVIA nr. XXXX verði felldur niður enda var bifreið mín nr. XX XXXX í umsjón Lagningar ehf. Vinsamlega beinið kröfum ykkar til þeirra.“ FÍB og Neytendasamtökin segjast munu standa þétt að baki sínum félögum og aðstoða við að ná fram rétti sínum. Því óska samtökin eftir að fá upplýsingar, bregðist Isavia ekki við kröfum um niðurfellingu. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar. Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Gjaldþrot Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
„Okkur þykir afar leitt að tilkynna, en við munum ekki geta tekið við bílnum þínum þar sem Lagning er orðið gjaldþrota,“ segir í tilkynningunni. „Ef bíllinn þinn er nú þegar í geymslu hjá Lagningu þá er óþarfi að hafa áhyggjur - við munum afgreiða þá bíla sem eru í okkar vörslu.“ Fyrirtækið var stofnað árið 2021 af Theódóri Ágústi Magnússyni, Jóhanni Eggertssyni, Írisi Hrund Sigurðardóttur og Sigurði Smára Gylfasyni. Þjónusta Lagningar fól í sér að viðskiptavinir á leið úr landi afhentu starfsmanni Lagningar bíl sinn við Keflavíkurflugvöll. Starfsmaður ók bílnum á bílastæði í Reykjanesbæ og færði svo á bílastæði við flugstöðina við heimkomu. Þá bauð Lagning upp á aukaþjónustu fyrir þá sem vildu svo sem þrif og bón á bílum. Fyrirtækið velti 148 milljónum króna árið 2022 og hagnaðist um 12 milljónir króna. Árið eftir varð hins vegar 7,7 milljóna króna tap á rekstrinum og eigið féð 14,1 milljónir króna í árslok 2023. Ekki hefur verið birtur ársreikningur fyrir árið 2024. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Lagningar voru Theódór og Jóhann stærstu eigendur félagsins með þriðjungshlut hvor, Íris Hrund með 23,3 prósenta hlut og Sigurður Smári með tíu prósenta hlut. Fram kom í Viðskiptablaðinu í október í fyrra að fyrirtækið væri auglýst til sölu. ´Kvartanir streyma inn frá bílaeigendum Neytendasamtökin og Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hafa fengið fjölda kvartana frá félagsmönnum vegna bílastæðagjalda sem ISAVIA innheimtir á Keflavíkurflugvelli af bíleigendum sem þegar hafa greitt Lagningu fyrir bílastæði. Að mati FÍB og Neytendasamtakanna er þessi innheimta ISAVIA ólögmæt. Samtökin tvö hafa þegar skorað á ISAVIA að fella innheimtu gjalda niður gagnvart eigendum ökutækja sem lagt hefur verið í stæði við Keflavíkurflugvöll, þegar fyrir liggur að eigandi hafi afhent ökutækið þriðja aðila, svo sem Lagningu, til umráða. Neytendasamtökin og FÍB benda ökumönnum sem fá kröfur frá ISAVIA að fara fram á niðurfellingu þeirra, til dæmis með því að fylla út formið hér Hægt er að notast við eftirfarandi texta: „Ég óska eftir því að reikningur ISAVIA nr. XXXX verði felldur niður enda var bifreið mín nr. XX XXXX í umsjón Lagningar ehf. Vinsamlega beinið kröfum ykkar til þeirra.“ FÍB og Neytendasamtökin segjast munu standa þétt að baki sínum félögum og aðstoða við að ná fram rétti sínum. Því óska samtökin eftir að fá upplýsingar, bregðist Isavia ekki við kröfum um niðurfellingu. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Gjaldþrot Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent