Börn og uppeldi

Fréttamynd

Margt í boði í borginni í tilefni af haustfríi

Haustfrí hófst í grunnskólum Reykjavíkur í morgun og af því tilefni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í söfnum borgarinnar. Fullorðnir fá frítt inn í fylgd með börnum meðan haustfríið varir. Sérstakur vefur hefur verið opnaður með allri dagskrá í Reykjavík. Það sama er upp á teningnum í Menningarhúsum Kópavogs.  

Innlent
Fréttamynd

Getur endað með einangrun ungs fólks

Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist.

Skoðun
Fréttamynd

Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið

Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. 

Lífið
Fréttamynd

Kennarar höfum hátt!

Umræðan hefur verið í gangi í samfélaginu undafarna daga með því að hafa leikskóla opna allan ársins hring og jafnvel allan sólarhringinn. Ég skil að vaktavinnufólk þurfi að eiga stað þar sem öryggi barna þeirra er gætt. Einnig felst í því að það séu ákveðin mannréttindi að berjast fyrir því að vaktavinnu fólk sem er oftast láglaunað og erfitt að finna pössun að nóttu til eigi verndarstað fyrir börnin sín. En svo kemur líka inn á þetta að það er val að eignast barn.

Skoðun
Fréttamynd

Er til töfralausn við offitu?

Offita barna og unglinga er og verður vaxandi vandamál á Íslandi eins og í flestum öðrum vestrænum löndum ef ekkert verður að gert, en tíðni offitu hefur aukist um allan heim á síðustu áratugum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín

Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni.

Innlent
Fréttamynd

Brennur fyrir því að öll börn út­skrifist með bros á vör

Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var fyrr í mánuðinum kosin formaður KSÍ fyrst kvenna. Hún er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði, hefur verið að kenna uppi í háskóla og er sérsvið hennar einelti og tómstunda- og leiðtogafræði. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til Vöndu til þess að kynnast henni betur og fékk hann meðal annars að heyra um áhuga hennar á uppvakningum.

Lífið
Fréttamynd

Góðvild: Tækifæri ungs fatlaðs fólks óásættanleg

„Ég hef tekið þátt í því sem bæði kennari og skólastjóri að kljást við kerfið vegna aðstæðna barna og ungmenna sem mér hefur oft á tíðum þótt frekar óréttlátt,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir í Spjallinu við Góðvild.

Lífið
Fréttamynd

Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri

Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Frjósemi íslenskra kvenna 1,71 barn árið 2020

Sögulega séð hefur frjósemi á Íslandi verið meiri en í nágrannalöndunum en nú er svo komið að hún er næstum því sú sama á Íslandi og í Danmörku og Svíþjóð, eða í kringum 1,7 börn á hverja konu. 

Innlent
Fréttamynd

„Kynlíf er val en ekki kvöð“

„Foreldrar ættu algjörlega að kaupa verjur fyrir unglinginn. Um að gera að eiga alltaf nóg af smokkum heima og minna unglinginn á að ganga með hann á sér,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal

„Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu.

Lífið
Fréttamynd

Vara við Sprota-spari­baukum Lands­bankans

Neytendastofa hefur varað við Sprota sparibaukum Landsbankans sem bankinn afhendir börnum. Baukarnir eru sagðir geta verið hættulegir og ekki ætlaðir við leik barna, enda kunni smámynt af detta úr baukunum sem geti valdið köfnunarhættu hjá börnum.

Neytendur
Fréttamynd

Arna Ýr deilir mynd­bandi af fæðingu sonar síns

Fegurðardrottningin og hjúkrunarfræðineminn Arna Ýr Jónsdóttir ákvað að deila afar persónulegu myndbandi af fæðingu sonar síns. Hún segir neikvæðar fæðingarsögur vera háværar í samfélaginu. Með birtingu myndbandsins vill hún sýna þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni að fæðingar geti líka verið rólegar og fallegar.

Lífið
Fréttamynd

Móðurmál: Erfiðast að velja sæðisgjafa

„Fyrir þær sem eru óákveðnar en alltaf með þetta bak við eyrað - þá segi ég að drífa bara í þessu. Ég gæti allavega vel hugsað mér að hafa gert þetta fyrr þó að ég sé ekkert að sjá eftir neinu,“ segir leikkonan Ísgerður Gunnarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 

Makamál
Fréttamynd

Hvað ef þú labbar inn á unglinginn?

Hvort sem það er forvitni um kynfærin, sjálfsfróun eða smokkinn þá er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvituð og tilbúin til þess að eiga samtalið við unglingana sína.

Makamál