Börn og uppeldi

Fréttamynd

Vilja að borgin rannsaki starfsemi vöggustofa

Fimm karlmenn sem voru vistaðir á vöggustofum sem reknar voru á vegum Reykjavíkurborgar á síðustu öld krefjast þess að borgaryfirvöld rannsaki starfsemi þeirra og afleiðingar hennar á börn. Þeir segja að vistunin á vöggustofunum hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða.

Innlent
Fréttamynd

Fæddi næstum því barn á bílastæði með annað barn í bílnum

Fyrir algera tilviljun leit kona á Selfossi inn í bíl á bílastæði í vikunni og kom þar auga á konu sem var augljóslega í nokkrum vandræðum. Hún áttaði sig ekki strax á því hvað amaði að en ákvað að kanna málið. Við nánari athugun kom í ljós að konan í bílnum var við það að fæða barn, með annað hjálparlaust tveggja ára barn í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Borgin eflir sálfræði- og talmeinaþjónustu í skólum

Grímurnar eru að falla niður en það mun taka nokkurn tíma að vinna úr eftirköstum heimsfaraldursins. Eitt af því sem við höfum tekið eftir hjá Reykjavíkurborg er aukin eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu í skólum vegna tilfinningavanda barna og ungmenna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 1. maí á þessu ári jókst til muna fjöldi þeirra barna sem bíða eftir skólaþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika, úr 28 börnum í 122 börn. Við vitum líka að kvíði og einmanaleiki jókst hjá unglingunum okkar á tímum Covid. Þá hefur bið eftir þjónustu talmeinafræðinga lengst.

Skoðun
Fréttamynd

Undir­búa ís­lensku­nám barna í leik­skóla

Breytingar hafa verið gerðar á aðal­nám­skrá leik­skóla landsins og eiga þær að miða að því að mæta betur þörfum barna með annað móður­mál en ís­lensku og fjöltyngdum börnum í leik­skólum. Leik­skólarnir munu fram­vegis þurfa að leggja grunn að ís­lensku­námi barna.

Innlent
Fréttamynd

Rauð­glóandi síma­línur vegna bólu­­setningar barna

Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust.

Innlent
Fréttamynd

Um sundkennslu

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, hefur með bréfi til menntamálaráðuneytisins hvatt til þess að námskrá í sundkennslu verði endurskoðuð. Er sú afstaða byggð á fjölda samtala við börn og ungmenni sem hafa efasemdir um sundkennslu í þeirri mynd sem nú er.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjustu þríburar landsins dafna vel

Nýjustu þríburar landsins, sem eru tveggja og hálfs mánaðar gamlir fóru í sína fyrstu sumarbústaðaferð í vikunni með foreldrum sínum og bróður. Þríburarnir, sem eru tveir strákar og eins stelpa dafna mjög vel en þau fá að borða á fjögurra tíma fresti.

Innlent
Fréttamynd

Móður veitt forsjá í forsjárdeilu

Hæstiréttur dæmdi í fyrradag móður fullt forræði dóttur sinnar. Í dóminum kemur fram að hún hafi tálmað umgengni barnsins við föður þess allt frá því að hún sakaði hann um kynferðisbrot gegn barninu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var bara hamingjusöm þegar hún var hjá mér“

Annie Mist Þórisdóttir opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi nú á dögunum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hún svaf ekki, fann ekki fyrir matarlyst, fann ekki fyrir gleðinni í lífinu og átti erfitt með að hugsa um sig sjálfa og litlu dóttur sína.

Lífið
Fréttamynd

Leggur til að öryggis­mynda­vélar verði settar upp á leik­völlum borgarinnar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði það til á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borgarinnar í síðustu viku að settar verði upp myndavélar á öllum leikvöllum borgarinnar. Þetta lagði hún til í kjölfar fregna um að tilraun hafi verið gerð til að nema unga stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum

Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum.

Lífið
Fréttamynd

Ætla að kæra Barna­land til lög­reglu

Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Erpur segist tilbúinn fyrir föðurhlutverkið

Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, segist tilbúinn fyrir föðurhlutverkið. Erpur hefur oft verið kallaður pabbi rappsins á Íslandi og hefur átt farsælan feril einn og með Rottweiler.

Lífið
Fréttamynd

Hálfur álfur í Hellisgerði á sjómannadaginn

Landsmenn bíða margir spenntir eftir hátíðahöldum sumarsins eftir langan og óvenjulegan vetur. Það eru þó ekki eingöngu mennskir Íslendingar sem hlakka til að sletta úr klaufunum, sjálfir álfarnir í Hellisgerði í Hafnarfirði virðast hafa fengið nóg af slökun og bjóða því til mikillar gleði í garðinum á sunnudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Mikill munur á verði á sumarnámskeiðum hjá íþróttafélögum

Heilmikill munur er á verði á þeim námskeiðum sem standa grunnskólabörnum til boða yfir sumartímann samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tímagjald fyrir íþrótta- og leikjanámskeið á Akureyri er 133 krónur á meðan gjaldið er þrisvar til fjórum sinnum hærra í Kópavogi.

Neytendur