Þegar barn hafnar foreldri án raunverulegrar ástæðu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. apríl 2023 20:23 Foreldrajafnrétti hvetur fagaðila og þá sem koma að foreldraútilokunarmálum til þess að uppfæra þekkingu sína og sækja sér sérfræðiþekkingu í foreldraútilokun. Getty 25. apríl, er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um foreldraútilokun. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn hafnar foreldri sem það átti áður gott samband við, vegna neikvæðra áhrifa hins foreldrisins. Í fréttatilkynningu frá Foreldrajafnrétti kemur fram að mikilvægt sé að gera greinarmun á foreldraútilokun annars vegar og þegar barn verður fráhverft foreldri sínu vegna raunverulegs ofbeldis, vanrækslu eða misnotkunar foreldris hins vegar. Foreldraútilokun á sér yfirleitt stað í kjölfar skilnaðar foreldra þar sem viðhorfum barnsins er stýrt og það fær svart/hvíta sýn á útilokaða foreldrið sem það sér að mestu í neikvæðu ljósi. Með foreldraútilokun er barninu – án raunverulegrar ástæðu – innrætt sú trú/skoðun að útilokaða foreldrið sé hættulegt og óverðugt. Þetta er ekki aðeins skaðlegt vegna þess tengslarofs og missis sem barnið verður fyrir, heldur einnig vegna þess skaða sem innrætingin hefur á sjálfsmynd barnsins. Miklar rannsóknir hafa átt sér stað á foreldrútilokun síðustu ár og yfir eitt þúsund ritrýndar fræðigreinar hafa verið birtar síðustu áratugi um þetta alvarlega ofbeldi. Sýnt hefur verið fram á hvernig foreldraútilokun fellur undir skilgreiningar um ofbeldi í nánum samböndum og einnig hefur verið bent á áberandi líkindi með foreldraútilokun og innrætingu í sértrúarsöfnuðum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi tegund ofbeldis er ekki bundin við kyn og mynstrin erfast gjarnan á milli kynslóða. Afleiðingarnar eru alvarlegar og langvarandi fyrir þolendur, bæði börn og útilokaða foreldra, ömmur og afa. Raunveruleg dæmi Í tilefni af þessum degi birtir Foreldrajafnrétti raunveruleg dæmi á YouTube um þær ástæður sem börn gefa fyrir því að hafna foreldri sínu. Hvert dæmi er skoðað út frá vísindalega viðurkenndum greiningartólum sem gefa vísbendingar um hvort barn er beitt foreldraútilokun eða ekki. Greiningartólin sem vitnað er í eru: 8 merki um foreldraútilokun í barni og 17 útilokunaraðferðir foreldris. Á heimasíðu Foreldrajafnréttis og á YouTube síðu hvers myndbands má skoða dæmin út frá þessum greiningartólum. „Þekking á foreldraútilokun er því miður mjög lítil hér á landi enn sem komið er og umræðan er oft fordómafull og kynbundin. Eina leiðin til að bæta úr þessu er að hvetja til umræðu sem byggir á staðreyndum og vísindalegum grunni,“ segir Brjánn Jónsson, formaður Foreldrajafnréttis. Foreldrajafnrétti hvetur fagaðila og þá sem koma að foreldraútilokunarmálum til þess að uppfæra þekkingu sína og sækja sér sérfræðiþekkingu í foreldraútilokun. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og röng greining er þeim afar skaðleg, bæði andlega og líkamlega og afleiðingarnar geta lifað með þeim út lífið. Nánari upplýsingar veitir stjórn félagsins í gegnum netfangið stjorn@foreldrajafnretti. Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Foreldrajafnrétti kemur fram að mikilvægt sé að gera greinarmun á foreldraútilokun annars vegar og þegar barn verður fráhverft foreldri sínu vegna raunverulegs ofbeldis, vanrækslu eða misnotkunar foreldris hins vegar. Foreldraútilokun á sér yfirleitt stað í kjölfar skilnaðar foreldra þar sem viðhorfum barnsins er stýrt og það fær svart/hvíta sýn á útilokaða foreldrið sem það sér að mestu í neikvæðu ljósi. Með foreldraútilokun er barninu – án raunverulegrar ástæðu – innrætt sú trú/skoðun að útilokaða foreldrið sé hættulegt og óverðugt. Þetta er ekki aðeins skaðlegt vegna þess tengslarofs og missis sem barnið verður fyrir, heldur einnig vegna þess skaða sem innrætingin hefur á sjálfsmynd barnsins. Miklar rannsóknir hafa átt sér stað á foreldrútilokun síðustu ár og yfir eitt þúsund ritrýndar fræðigreinar hafa verið birtar síðustu áratugi um þetta alvarlega ofbeldi. Sýnt hefur verið fram á hvernig foreldraútilokun fellur undir skilgreiningar um ofbeldi í nánum samböndum og einnig hefur verið bent á áberandi líkindi með foreldraútilokun og innrætingu í sértrúarsöfnuðum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi tegund ofbeldis er ekki bundin við kyn og mynstrin erfast gjarnan á milli kynslóða. Afleiðingarnar eru alvarlegar og langvarandi fyrir þolendur, bæði börn og útilokaða foreldra, ömmur og afa. Raunveruleg dæmi Í tilefni af þessum degi birtir Foreldrajafnrétti raunveruleg dæmi á YouTube um þær ástæður sem börn gefa fyrir því að hafna foreldri sínu. Hvert dæmi er skoðað út frá vísindalega viðurkenndum greiningartólum sem gefa vísbendingar um hvort barn er beitt foreldraútilokun eða ekki. Greiningartólin sem vitnað er í eru: 8 merki um foreldraútilokun í barni og 17 útilokunaraðferðir foreldris. Á heimasíðu Foreldrajafnréttis og á YouTube síðu hvers myndbands má skoða dæmin út frá þessum greiningartólum. „Þekking á foreldraútilokun er því miður mjög lítil hér á landi enn sem komið er og umræðan er oft fordómafull og kynbundin. Eina leiðin til að bæta úr þessu er að hvetja til umræðu sem byggir á staðreyndum og vísindalegum grunni,“ segir Brjánn Jónsson, formaður Foreldrajafnréttis. Foreldrajafnrétti hvetur fagaðila og þá sem koma að foreldraútilokunarmálum til þess að uppfæra þekkingu sína og sækja sér sérfræðiþekkingu í foreldraútilokun. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og röng greining er þeim afar skaðleg, bæði andlega og líkamlega og afleiðingarnar geta lifað með þeim út lífið. Nánari upplýsingar veitir stjórn félagsins í gegnum netfangið stjorn@foreldrajafnretti.
Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira